Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29.07.2014

Bæjarstjóri leggur til að fræðslustefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28.08.2014

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29.07.2014 að fræðslustefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að skipa stýrihóp um verkefnið og í hópnum sitji Guðný Kristinsdóttir, varaformaður fræðslu- og frístundanefndar og er hún formaður hópsins, skólastjórar grunn- leik- og tónskóla, auk þess tilnefni kennarar og foreldrafélög skólanna einn fulltrúa hvor úr sínum röðum. Starfsmaður stýrihópsins er deildarstjóri fjölskyldudeildar. Bakhópur stýrihópsins er fræðslu- og frístundanefnd.

Nefndin samþykkir jafnframt að fræðslustefnan verði látin  heita skólastefna Fjallabyggðar 2015-2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til að skipaður verði stýrihópur um verkefnið.

Bæjarráð leggur áherslu á að öll fræðslu- og frístundanefnd taki þátt í verkefninu í samvinnu við deildarstjóra og skólastjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að frestur til að skila nýrri fræðslustefnu verði lengdur og miðist við komandi áramót.

Samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 08.02.2016

Samþykkt
Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á fræðslustefnu Fjallabyggðar. Nefndin fagnar því að farið verði í þessa vinnu og skipar Sæbjörgu Ágústsdóttur til að vera fulltrúi nefndarinnar í væntanlegum vinnuhópi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.

Lögð fram tillaga deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 22. apríl 2016, sem unnin var í samráði við skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, um að kostnaður við skólaþingið færist á fundarkostnað skólans, (04210-4230)en í áætlun er gert ráð fyrir kr. 290.000 í fundarkostnað.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 09.01.2017

Lagt fram
Kristinn J. Reimarsson gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á Fræðslustefnu Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að þeirri vinnu ljúki núna í lok janúar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30.01.2017

Vísað til umsagnar
Lögð fram drög að endurskoðaðri fræðslustefnu. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar vinnuhópnum sem vann drögin kærlega fyrir þeirra vinnuframlag. Nefndin samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda drögin til aðila skólasamfélagsins og óska eftir umsögn. Umsagnir og athugasemdir skulu liggja fyrir í byrjun mars.
Jónína Magnúsdóttir, Olga Gísladóttir, Magnús G. Ólafsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Berglind Hlynsdóttir og Björk Óladóttir véku af fundi kl.17:20.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 15.03.2017

Aðaltilefni og umfjöllunarefni fundarins var endurskoðuð fræðslustefna Fjallabyggðar. Vinnuhópur sem vann að endurskoðuninni mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnunni og hvað lá þar helst að baki.
Nefndin er sammála um að horfa fram til aukins metnaðar og samstarfs í öllu skólasamfélaginu.
Nefndin telur að sameiginleg leiðarljós og gildi á öllum skólastigum sé jákvætt skref í því að samfélagið taki þátt í að ala upp börn þessa sveitarfélags.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 18.04.2017

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum, gegn einu atvæði Kristjáns Haukssonar. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur um samþættingu á skóla og frístundastarfi og vinnuhópurinn skili af sér um miðjan maí.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 147. fundur - 18.05.2017

Til máls tók Helga Helgadóttir og fór yfir tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi.

Til máls tók Jón Valgeir Baldursson sem vill leggja fram eftirfarandi bókun:
Það hefur náðst að mínu viti mjög góð samfélagsleg sátt um núverandi fyrirkomulag Grunnskóla Fjallabyggðar. Það er mjög mikil andstæða í samfélaginu okkar við fyrirætlanir ykkar í skóla og fræðslumálum.
Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kostningar. Mjög miklar breytingar hafa farið fram á undanförnum árum í skólamálum í Fjallabyggð. Ég tel réttast að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðari sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga björn á grunnskólaaldri.
Ég vill leggja fram eftirfarandi tillögu og að um hana verði kosið núna á fundinum með nafnakalli:
Framkvæmd verði kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi skólamála Grunnskóla Fjallabyggðar.

Til máls tók Helga Helgadóttir.

Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.

Til máls tók Jón Valgeir Baldursson.

Til máls tók Helga Helgadóttir

Steinunn María Sveinsdóttir óskar eftir fundarhlé.

Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson og leggur fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar áréttar ákvörðun um breytingu á skólastarfi sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 21. apríl sl.. Með ákvörðuninni telur meirihlutinn að jákvætt skref sé tekið í skólaþróun í sveitarfélaginu. Unnið hefur verið að samþættingu á skóla- og frístundastarfi, svokallaðri Frístund, undanfarnar vikur og verður nemendum 1.-4. bekkjar boðið upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf strax að loknum skóladegi. Lengd viðvera styttist sem því nemur og er því komið vel til móts við foreldra og nemendur sem ella myndu nýta sér þá gjaldskyldu þjónustu á þeim tíma sem Frístund er skipulögð. Mikil áhersla er lögð á vellíðan nemenda og verður nemendum í 1.-5. bekk boðið upp á hafragraut frá kl. 8-8:30 og ávaxtabita að loknum skóladegi. Skólaakstri verður háttað í samræmi við skólastarf, Frístund og Lengda viðveru. Rútuliði verður í öllum ferðum skólabíls.

Með ákvörðuninni telur meirihluti bæjarstjórnar að auka megi bæði árangur og metnað í skólastarfi sem og félagsleg tengsl með árgangaskiptri bekkjarkennslu og samþættingu á skóla- og frístundastarfi.


Til máls tók Helga Helgadóttir og fer fram á nafnakall eftir tillögu Jóns Valgeirs.
Tillaga felld með 6 atkvæðum gegn 1.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi, gegn einu Jóns Valgeirs Baldurssonar.

Svör við fyrirspurnum Foreldrafélags Fjallabyggðar lögð fram, eintak afhent Katrín Freysdóttir, ritara félagsins. Svörin verða aðgengileg á vef Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 514. fundur - 15.08.2017

Lagt fram til kynningar bréf Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar varðandi fræðslustefnu Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 515. fundur - 22.08.2017

Lagt fram til kynningar svar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála við fyrirspurn Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur varðandi fræðslustefnu Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 05.03.2018

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Fulltrúar foreldra leik- og grunnskóla voru boðaðir á fundinn en mættu ekki.

Skólastjórar og skólameistari kynntu greinargerðir sem þeir höfðu sett saman um hvernig þeirra stofnun hefur starfað í vetur með hliðsjón af fræðslustefnu Fjallabyggðar. Horft var til markmiða og leiða að markmiðum fræðslustefnunnar. Einnig tóku greinargerðirnar til þess hvernig samstarf menntastofnanna hefur verið innbyrðis. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjórum og skólameistara fyrir góðar greinargerðir.

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar hversu vel hefur tekist til í samstarfi skólanna og uppbyggingu skólastarfs samkvæmt fræðslustefnunni. Gott er að sjá hversu metnaðarfullt starf er unnið á öllum skólastigum. Einnig er fagnaðarefni að niðurstöður nemendakönnunar í 6.-10. bekk frá því í haust sýna betri niðurstöður en síðustu ár. Þar kemur m.a. fram að nemendum líður betur í skólanum en jafnöldrum á landsvísu.