Framkvæmdalán til leikskólabyggingar - uppgreiðsla skuldabréfs

Málsnúmer 1604053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 80 mkr. til 10 ára vegna framkvæmda við leikskóla. Þetta gerir bæjarsjóði einnig mögulegt að greiða upp óhagstætt skuldabréfalán, sem tekið var árið 2003.
Þetta mun leiða til yfir kr. 30 milljóna króna ábata fyrir bæjarsjóð á lánstímabilinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 26.04.2016

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016 var
samþykkt lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 80 mkr. til 10 ára vegna framkvæmda við leikskóla.

Bæjarstjóri fór yfir lánssamning.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við leikskóla.
Jafnframt er bæjarstjóra, Gunnari Birgissyni, kt: 300947-2639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjallabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.