Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.10.2019

Hafnarstjóri fór yfir rekstur Fjallabyggðarhafna. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 05.11.2019

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2020.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn: Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára. Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar
Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.
Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 15. nóvember nk..

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 06.11.2019

Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 06.11.2019

Drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd fyrir árið 2020 voru lögð fram til kynningar og umfjöllunar.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 08.11.2019

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2020 sem eru eftirfarandi:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.

Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%

Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk eru sem hér segir:

Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

Áfram verður boðið upp á heimsendar máltíðir um helgar til þeirra öryrkja og eldri borgara sem kaupa máltíðir virka daga. Heimsending á helgarmáltíðum hófust í október og hefur mælst vel fyrir. Líkt og á virkum dögum eru máltíðir keyptar af HSN fyrir Siglufjörð og dvalarheimilinu Hornbrekku fyrir Ólafsfjörð.

Starfsemi dagdvalar og félagsstarfs eldri borgara og öryrkja í Hornbrekku, Skálarhlíð og Húsi eldri borgara verður áfram efld.

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur sótt um styrk í Lýðheilsusjóð Landlæknisembættisins meðal fyrirhugaðra verkefna ef styrkur fæst er fyrirlestur um geðheilsu og útvíkkun á leiðsögn í rækt fyrir eldri borgara. Áfram verður boðið upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og í ár.

Öldungaráð lýsir ánægju sinni með forsendur fjárhagsáætlunar og þau verkefni sem áætluð eru á árinu 2020.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11.11.2019

Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 lögð fram til kynningar og umræðu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14.11.2019

Drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu Fjallabyggðar fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14.11.2019

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson, fulltrúi H-lista lagði fram efirfarandi bókun:

Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun flestra þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra. Því miður liggur engin framkvæmdaáætlun fyrir fundinum sem heyra undir málaflokkana.
Sem nefndarmaður skil ég ekki af hverju framkvæmdaáætlun er ekki lögð fram samhliða. Er virkilega ekki gert ráð fyrir að nefndin hafi eitthvað um hana að segja og komið með ábendingar um hana.
Framkvæmdaáætlun er það sem flestir vilja sjá og hafa skoðun á, en svo virðist vera að meirihlutinn í bæjarstjórn Fallabyggðar haldi henni bara útaf fyrir sig.

Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15.11.2019

Fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Stjórnin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

H-Listinn óskar eftir :
Kostnaðaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
Framkvæmdaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
Framkvæmdaráætlun varðandi lóðina í kringum Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Hvaða göngustígar eru á framkvæmdaráætlun ársins 2020.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 178. fundur - 21.11.2019

Fyrri umræða
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2020-2023.
Til máls tóku: Gunnar I. Birgisson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:
1.
Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48 og óbreyttri álagningarprósentu fasteignagjalda.
2.
Hækkun þjónustugjalda á milli ára - ekki hærri en 2,5%
3.
Verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá 2,6%
4.
Lækkun holræsaskatts um rúmlega 10% og að vatnsskattur lækki um tæplega 7%
5.
Hækkun frístundastyrks um tæplega 7,7%
6.
Tekjuviðmið vegna afsláttar aldraðra og öryrkja hækki á einstakling um rúmlega 5% og á hjón/sambýlisfólk um 4,2%.

Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 3.568 m.kr.
Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 180 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 273 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 558 m.kr. eða 18,8%.
Greidd verða niður vaxtaberandi lán bæjarsjóðs upp á 115 m.kr. og verða vaxtaberandi skuldir um 300 m.kr. í lok árs.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 441 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a)
Íþróttamiðstöð Siglufjarðar - endurbætur (125m).
b)
Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75m).
c)
Lóðir Leikhóla og Tjarnarborgar (60m).
d)
Malbiksyfirlagnir (45m).
e)
Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (77m).
f)
Göngustígar og gangstéttar (15m).
g)
Götulýsing - endurnýjun í LED (12m).

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 28% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 45% að þeim meðtöldum.

Eiginfjárhlutfall verður 0,66 en var 0,58 árið 2016 .
Veltufjárhlutfall verður 1,33 og handbært fé í árslok 2020 verður 195 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 895 m.kr.

H-listinn leggur til að eftirtöldum tillögum vegna fjárhagsáætlunar 2020 verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna.


1. Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.

2. Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.

3. Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.

4. Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn í Ólafsfirði og nánasta umhverfi hans.

5. Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.

6. Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert að glæsilegu svæði sem gaman verði fyrir gesti og bæjarbúa að heimsækja.

7. Komið verði til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.

8. H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. og 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.

9. Engin hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöð/tjaldsvæði.

10. Skutla á milli byggðakjarna. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarna, eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.

11. Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.

12. Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Samþykkt er að tillögum H-lista verði vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020 og 2021 - 2023, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur - 26.11.2019

Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi bókun við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs.
H-listinn leggur til að eftirtöldum tillögum vegna fjárhagsáætlunar 2020 verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna.

1. Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.
2. Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.
3. Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.
4. Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.
5. Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.
6. Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert af glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.
7. Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.
8. H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. & 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.
9. Engin rafmangshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.
10. Skutla á milli byggðakjarnana. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnana eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.
11. Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.
12. Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi tillögur til skoðunar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. Á 630. fundi bæjarráðs frestaði ráðið umfjöllun um tillögur H- listans til næsta fundar.

Tillögur H-listans og afgreiðsla bæjarráðs eru eftirfarandi:

1.
Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

2.
Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

3.
Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.

Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar og að svæðið verði hreinsað. Ekki verður lokið við framkvæmdir á árinu 2020.
Jón Valgeir Baldursson H-lista leggur fram eftirfarandi bókun :
Mér þykir miður að ekki sé áætlað að ljúka framkvæmdum haustið 2020.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

4.
Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipuleggja miðbæjarsvæðið á Ólafsfirði á árinu 2020.
Afgreiðslu bæjarráð vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.


5.
Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.

Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði neðan Samkaupa á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

6.
Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert að glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

7.
Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á afslætti sem þegar hafa komið til á kjörtímabilinu skv. samþykktum um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð.

8.
H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. og 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á að skólamáltíðir fyrir alla árganga grunnskólans hafa ekki hækkað í krónum talið frá árinu 2017.

9.
Engin rafmagnshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði, fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

10.
Skutla á milli byggðakjarnanna. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnanna eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

11.
Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

12.
Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Bæjarráð samþykkir að settar verði 5 mkr. til viðbótar þeim 5 mkr. sem eru áætlaðar á áætlun ársins 2020 til fegrunar í báðum byggðakjörnum og að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum til bæjarráðs svo og að kallað verði eftir tillögum frá bæjarbúum.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlum 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13.12.2019

Farið yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2020, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 179. fundur - 13.12.2019

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, Helga Helgadóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Nanna Árnadóttir.

Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2020 er 257 mkr.
Útsvarsprósenta er 14.48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
Skatttekjur ársins 2020 eru áætlaðar 1.329 mkr., en útkomuspá ársins 2019 er 1.275 mkr.
Heildartekjur 2020 verða 3.002 mkr., en eru áætlaðar 2.939 mkr. í útgönguspá 2019.
Gjöld ársins 2020 eru áætluð 2.732 mkr., en eru 2.643 mkr. fyrir árið 2019.
Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 5.845 mkr. og eigið fé er 3.857 mkr. eða 66% eiginfjárhlutfall.
Skuldahlutfall bæjarsjóðs er áætlað 66,2% fyrir 2020.

Vaxtaberandi skuldir eru 365 mkr., en voru 636 mkr. árið 2018. Gert er ráð fyrir að greiða aukalega 84mkr. inn á skuldir á árinu 2020 vegna láns sem varð að taka vegna lífeyrisskuldbindinga v. Brúar og er þar með greitt upp.
Veltufé frá rekstri er áætlað 550 mkr., sem eru 18,3% af rekstrartekjum.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 441 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a)
Íþróttamiðstöð Siglufjarðar endurbætur (125m.)
b)
Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75m.)
c)
Lóðir Leikhóla og Tjarnarborgar (60m.)
d)
Malbiksyfirlagnir (45m)
e)
Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (77m)
f)
Göngustígar og gangstéttar (15m)
g)
Götulýsing - endurnýjun í LED (12m).


Af mörgu er að taka í áætluninni. Gert er ráð fyrir 1.áfanga af 3 vegna gervigrasvallar í Ólafsfirði og 1. áfanga á viðbyggingu vegna breytinga á aðgengi og aðstöðu í íþróttamiðstöð á Siglufirði. Áfram verður unnið að Heilsueflandi samfélagi og í anda þess verður áfram gjaldfrjálst í sund og rækt fyrir eldri borgara og öryrkja, frístundastyrkur til barna og unglinga verður hækkaður úr 32.500 kr. í 35.000 kr. og styrkur vegna barna- og unglingastarfs til UÍF verður hækkaður um milljón.
Á árinu 2020 verður lokið við leikskólalóðina í Ólafsfirði.
Verð á skólamáltíðum helst óbreytt í krónum talið á milli ára, þrátt fyrir vísitöluhækkun.

Breytingar á gjaldaliðum fasteignagjalda verða með eftirfarandi hætti:
Vatnsskattur verður lækkaður í 0,29% úr 0,31% og holræsagjald verður lækkað í 0,29% úr 0,32%.

Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram tíu, febrúar til nóvember.

Afsláttur á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja verður óbreyttur 70.000 kr.

Einnig verða tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja hækkuð verulega og verða sem hér segir:

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%


Rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar stendur traustum fótum. Aðhald og ráðdeild í rekstri skila rekstrarafgangi upp á 257 mkr. og veltufé frá rekstri upp á 550 mkr. sem gerir bæjarsjóði kleift að hafa hátt framkvæmdarstig og greiða niður vaxtaberandi skuldir um 115 mkr. á árinu 2020.
Á næsta ári er reiknað með að ljúka við stærsta umhverfismál byggðalagsins, það er að segja holræsa útrásir og dælubrunna í báðum byggðakjörnum.

Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegt samstarf.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023.

Bókun frá H-lista:
Bæjarfulltrúar H-listans lögðu fram tillögur í 12-liðum við gerð þessara fjárhagsáætlunar, af þeim voru nokkrar tillögur samþykktar, þökkum kærlega fyrir það og við samþykkjum þessa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.