Stjórn Hornbrekku

18. fundur 15. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
 • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
 • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
 • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varamaður, D lista
 • Þorbjörn Sigurðsson varamaður, D lista
 • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
 • Diljá Helgadóttir varamaður, H lista
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður I lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Formaður, Nanna Árnadóttir, tilkynnti í upphafi fundar að hún hafi beðist lausnar frá störfum sem formaður og nefndarmaður stjórnar Hornbrekku, þar sem hún hefur verið ráðin til starfa við Hornbrekku. Nýr formaður verður skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Stjórn Hornbrekku þakkar Nönnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
Að loknum þessum lið fundargerðar vék Nanna af fundi kl. 12:10 og í hennar stað tók varamaður hennar, Ólafur H. Kárason sæti á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Stjórnin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

3.Mat á þörf fyrir hjúkrunarrými í Hornbrekku

Málsnúmer 1911039Vakta málsnúmer

Ólafur H. Kárason, fulltrúi I-lista, lagði fram tillögu um að deildarstjóra félagsmáladeildar, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku verði falið að greina framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku. Jafnframt verði lagt mat á þörf fyrir stækkun á húsnæði Hornbrekku.
Óskað er eftir að niðurstöður verði lagðar fyrir stjórn Hornbrekku eigi síðar en í lok mars 2020.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:30.