Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

78. fundur 11. nóvember 2019 kl. 16:30 - 20:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Diljá Helgadóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Þorgeir Bjarnason. Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 lögð fram til kynningar og umræðu.

2.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Tillaga að gjaldskrám fyrir leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð vegna fjárhagsársins 2020 lögð fram til kynningar og umræðu. Í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Leikskóla Fjallabyggðar er verð á morgun-, hádegis- og síðdegisverði óbreytt frá gildandi gjaldskrá og í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar er ekki gert ráð fyrir hækkun á verði skólamáltíða og mjólkuráskrift.

3.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Reglur um frístundastyrki til barna á aldrinum fjögurra til átján ára uppfærðar m.t.t. næsta fjárhagsárs. Árið 2020 verður frístundastyrkur til barns kr. 35.000 og hækkar um 2.500 kr á milli ára.

4.Fyrirspurn varðandi flot í sundlaugum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1910001Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Umsögn forstöðumanns íþróttamannvirkja og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögð fram til kynningar vegna fyrirspurnar Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir samstarfi við íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar með afnotum af sundlaugum fyrir hóptíma/samflot og einkatíma í floti. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Önnu Huldu fyrir erindið en sér sér ekki fært um að verða við erindinu í þeirri mynd sem það er en hvetur hana jafnfram um að senda inn nýtt erindi hafi hún áhuga á því að bjóða upp á flot í sundlaugum Fjallabyggðar á eigin vegum.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1910047Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýjárs 2019

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.