Bæjarstjórn Fjallabyggðar

178. fundur 21. nóvember 2019 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 10.10.2019 þar sem lagður er fram viðauki nr.17/2019 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar útdeilingu launapotts vegna veikinda og kjarasamningshækkana/eingreiðslna við deild 21600. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggaðar hreyfir ekki handbært fé.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.17/2019 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.2 1909068 Minningagarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Á 622. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningagarðs í sveitarfélaginu.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir Minningagarði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og lagt til að erindið verði sent sóknarnefndum til umsagnar.

    Bæjarráð samþykkir að senda erindið á sóknarnefndir í Fjallabyggð til umsagnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.

    Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram ársfjórðungsyfirlit yfir stöðu framkvæmda í október 2019 samkvæmt beiðni eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
    Framkvæmdir eru innan heimildar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags 04.10.2019 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði verði fært til suðurs að afleggjara upp að Hlíð.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við Vegagerðina varðandi tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar Ingi Birgisson.

    Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Fenúr, fagráðs um endurnýtingu úrgangs, dags. 07.10.2019 þar sem fram kemur að haustráðstefna Fenúr verður haldin fimmtudaginn 17. október nk. á Hótel Örk eftir hádegi. Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram erindi Svandísar Ingimundardóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2019 þar sem fram kemur að skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Grand hótel Reykjavík 4. nóv. nk. Megináhersla þingsins verður á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvernig núverandi skipan þess og framkvæmd skilar nemendum til að takast á við framtíðaráskoranir. Leitað var til ungmennaráða sveitarfélaga í þessu skyni og fengu þau sendar til sín spurningar til umfjöllunar. Til baka hafa komið margar góðar tillögur og hugmyndir, sem kynntar verða á skólaþinginu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Guðrúnar Jennýjar Jónsdóttur fh. Ríkisendurskoðunar, dags. 10.10.2019 þar sem fram kemur að með lögum nr. 139/2018 hafi verið gerðar breytingar á lögum nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Með breytingalögunum var kveðið á um að sveitarfélögum sé skylt að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006. Skilyrði úthlutunar er að stjórnmálasamtökin hafi uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda.
    Þá kemur fram í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006 að á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru skuli úthlutun framlaga fara fram á þann hátt að stjórnmálasamtök fái framlög fyrir síðari hluta þess árs í samræmi við kjörfylgi í ný afstöðnum kosningum.
    Ríkisendurskoðun óskar eftir því að sveitarfélagið upplýsi um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Á yfirlitinu þarf að koma fram nafn stjórnmálasamtaka, fjárhæð, nafn, símanúmer og netfang hjá fyrirsvarsmanni viðkomandi stjórnmálasamtaka. Umbeðið yfirlit óskast sent eigi síðar en 24. október 2019.
    Þá er jafnframt áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til við greiðslu framlaga á árinu 2019 að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr.laga nr. 162/2006.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram til umsagnar erindi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 10.10.2019 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram til umsagnar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lagt fram til umsagnar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15. október 2019 Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 08.10.2019.

    Bæjarráð samþykkir lið nr.2 í fundargerðinni og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Bæjaráð samþykkir einnig að fresta lið nr.1 þar til verklagsreglur og samþykktir liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 624. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019

Málsnúmer 1910012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 18.10.2019 um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélags sem haldinn var í Reykjavík 2. október sl. en deildarstjóri sótti fundinn fh. sveitarfélagsins.

    Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar greinargóða yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1704014 Sjókvíaeldi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Hafrannsóknarstofnunnar, dags. 18.10.2019 þar sem óskað er eftir því að fá tímasetningar á áhættumati og burðarþoli fyrir Eyjafjörð.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið á Héðinn Valdimarsson sviðstjóra Hafrannsóknarstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að afskriftum viðskiptakrafna.

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar vegna afskrifta viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 1.356.250.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu verksamnings milli Fjallabyggðar og Minnýjar ehf. skv. 10 gr. verksamnings um ræstingu í Leikskálum.

    Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.6 1906007 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Ragnhildar G. Finnbjörnsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 21.10.2019 þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum 2018-2029. Í skýrslunni er farið yfir mengunarmælingar frá mælistöðvum loftgæða á Íslandi og mælingar settar í samhengi við íslenskar reglugerðir um loftgæði. Að auki hefur Umhverfisstofnun gefið út fylgiskjal ársskýrslunnar, Loftgæði á Íslandi - Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur, en þar er farið almennt í loftgæði á Íslandi, loftmengandi efni sem umhverfisvísa, uppsprettur loftmengunar á Íslandi auk vöktunar. Skjölin eru aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, eða með því að smella hér: https://ust.is/loft/loftgaedi/skyrslur-og-leidbeiningar/ Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram erindi Bertu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hafa tekið höndum saman um að hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir að rusl úr heimilistunnum berist út á götur og haf. Skorað er á sveitarfélög að taka þessi mál föstum tökum og bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum s.s. teygjufestingar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við kaup á einföldum lausnum til að loka sorptunnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 01.04.2019 til 11.10.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram erindi Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra EBÍ dags. 08.10.2019 þar sem fram kemur að á hlutabréfafundi fulltrúaráðs EBÍ þann 20.09.2019 hafi verið samþykkt að áfram yrði greiddur hagnaður af starfsemi félagsins til aðildarsveitafélaga í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Fjallabyggðar í sameignarsjóði EBÍ er 2,467% og greiðsla ársins þann 16. október var því í hlutfalli af 50 mkr. kr. 1.233.500.- Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rögnvaldar Más Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 17.10.2019 þar sem fram kemur að uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi muni fara fram 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi, Hrísey og Árskógströnd.

    Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna inn á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/frettir/category/1/uppskeruhatid-ferdathjonustu-a-nordurlandi-skraning-1

    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Hljóðsmárans ehf., dags 14.10.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:
    1. Stendur til að skipa vinnuhóp um gerð nýrrar menningarstefnu og hvenær á hann þá að skila sínu verki?
    2. Í gögnum á vefsíðu FB fyrir umsækjendur um menningarstyrk 2020 er vísað í menningarstefnu FB frá 2009, sem er mjög metnaðarfull stefna. Hver er áætluð heildarupphæð til menningarstyrkja 2020?

    Svar bæjarráðs :
    1. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar mun taka til umræðu endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.
    2. Heildarupphæð menningarstyrkja fyrir árið 2020 verður ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.


    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Í kjölfar þess að stjórn Eyþings ákvað að leggja til fjármagn að upphæð 2,5 mkr. til að hald málþing ungmenna á Norðurlandi eystra á árinu 2019. Var óskað eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélög á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing. Fulltrúar frá Langanesbyggð, Fjallabyggð og Akureyri hafa verið skipaðir í stýrihóp sem vinnur að undirbúningi verkefnisins.

    Bæjarráð samþykkir að skipa deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í stýrihópinn fh. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Hönnu Dóru Másdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2019 þar sem fram kemur að árlega heldur Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum, Nordregio, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar áhugaverðar ráðstefnur í formennskulandi hvers árs. Nordregio stundar rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála auk þess að þróa og miðla þekkingu um byggða- og skipulagsmál til viðeigandi stofnana innan þessara málaflokka á Norðurlöndum.
    Seigla, færni og sjálfbær ferðaþjónusta eru lykilorð ráðstefnunnar í ár sem haldin verður í Hörpu dagana 27.- 28. nóvember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Þórunnar Sveinsdóttur fh. Vinnueftirlitsins, dags. 16.10.2019 þar sem fram kemur að norræna ráðstefnan „The Working Conditions of Tomorrow“ - nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu verður haldin á Grand Hótel 7. nóvember nk. frá kl. 8:30-14:50
    Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um breytingar á vinnumarkaði sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar og starfsaðstæður, hvernig hægt er að skapa góða vinnustaði sem stuðla að heilsu, öryggi og réttindum starfsfólks og skipulagt samstarf þvert á landamæri og innanlands til þess að uppræta félagsleg undirboð og brotastarfsemi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 17.10.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Eyþings verður haldinn á Dalvík 15. - 16. nóvember nk.

    Fulltrúar Fjallabyggðar eru Gunnar I. Birgisson, Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Jón V. Baldursson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Þórdísar B. Sigþórsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 18.10.2019 þar sem fram kemur að 22. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna Náttúrustofnu verður haldinn 14. nóvember nk. Upplýsingar um staðsetningu og skráningareyðublað verða send út þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lögð fram til umsagnar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lögð fram til umsagnar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.10.2019 um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagt fram til umsagnar frumvarp Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.10.2019 til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 238. og 239. funda stjórnar AFE.

    Fundargerðirnar eru aðgengilegar á heimasíðu AFE https://www.afe.is/is/um-afe/fundargerdir
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22. október 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    76. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 11. október sl.
    108. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 14. október sl.
    17. fundar stjórnar Hornbrekku frá 17. október sl.
    22. fundir ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 17 október sl.
    77. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 18. október sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 625. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019

Málsnúmer 1910013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Á fund bæjarráðs mætti Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins og fór yfir sorphirðumál og hugmyndir að úrbótum og nýjungum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, dags. 22.10.2019 er varðar drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Drög að samþykktum munu liggja fyrir.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 25.10.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar nr. 101 að Laugarvegi 37, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir söluheimild vegna íbúðarinnar og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að setja íbúðina í söluferli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.5 1910097 Aukaaðalfundur AFE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 23.10.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar AFE mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 13 í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lögð fram erindi Magnúsar Magnússonar fh. unglingadeildarinnar Smástráka, dags. 10.10.2019, Sóleyjar Lilju Magnúsdóttur fh. unglingadeildarinnar Djarfs dags. 17.10.2019 og Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tindar, dags. 22.10.2019 og erindi Ingvars Erlingssonar fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, dags. 28.10.2019 vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Tómas Atli Einarsson víkur undir þessum lið.

    Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Guðrúnar Jónsdóttur fh. Stígamóta, dags. 10.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs starfseminnar sem er brotaþolum að kostnaðarlausu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Sólrúnar Önnu Ingvarsdóttur, dags. 18.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferða á alþjóðleg mót í badminton en Sólrún Anna var á dögunum valin í afrekshóp landsliðsins og A-landsliðið.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Brynhildar Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins, dags. 20.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs athvarfsins fyrir rekstrarárið 2020 að upphæð kr. 100.000.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Þorvalds Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi við félagið.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar að skuldastöðu Gnýfara sem er tilkomin vegna byggingar reiðskemmu að Faxavöllum 9.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram til umsagnar frumvarp Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.10.2019 til laga um jarðalög, (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29.mál. Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019 Lagt fram til kynningar fundargerð 8. fundar starfshóps um úrgangsmál frá 16.október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 626. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019

Málsnúmer 1910017FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til október 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 967.265.657 eða 102,87% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2020.

    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn: Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára. Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
    Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.

    Tekjumörk eru sem hér segir:
    Flokkur - Einstaklingar
    Afsláttur
    1. 0 - 3.200.000 - 100%
    2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
    3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
    4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
    5. 5.000.001 - - 0%

    Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk
    Afsláttur
    1. 0 - 4.200.000 - 100%
    2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
    3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
    4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
    5. 6.000.001 - - 0%

    Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.
    Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
    Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
    Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

    Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 15. nóvember nk..
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.4 1902053 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar fh. Blakfélags Fjallabyggðar, dags 21.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsi á Siglufirði vegna Paramóts sem haldið verður 10. apríl frá kl. 15:00-18:00, styrk í formi frírra afnota af íþóttahúsum í Fjallabyggð vegna Sigló Hótel - Benecta mótsins sem haldið verður helgina 28.-29. febrúar, og styrks í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar vegna heimaleikja í 1. deild karla og kvenna í Íslandsmóti og túrneringu vegna neðri deilda á árinu 2020.

    Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar dags. 4.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna árlegs dagsmóts í desember og einnig vegna haustmóts 2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses, dags. 25.10.2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við Pálshús.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur og Þorsteins Ásgeirssonar fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Pálshúss, dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar vegna viðburða um verslunarmannahelgina 2020 vegna 75 ára kaupstaðarréttinda Ólafsfjarðarbæjar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar en áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi svig einnig. Styrk vegna stækkurnar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðar kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vigdísar Rúnar Jónsdóttur fh. Eyþings, dags. 30.10.2019 þar sem fram kemur að drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 eru komin inn í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til 10. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.10.2019 er varðar bókun stjórnar sambandsins frá 23. október sl þar sem samþykkt var að senda erindi Jafnréttisstofu um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Jafnframt er athygli vakin á umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlanir í jafnréttismálum, dags. 23. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Þrastar Friðfinnssonar fh. Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 30.10.2019 þar sem fram kemur að áður boðaðum fundi nefndarinnar sem vera átti 5. nóvember nk. er frestað til 7. nóvember nk. og verður haldinn á Hótel Kea kl. 14. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram erindi Jóns Þ. Stefánssonar fh. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31.10.2019 þar sem fram kemur að frestur til að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 er til 15. nóvember nk.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 25.10.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 5. nóvember 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 627. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019

Málsnúmer 1911004FVakta málsnúmer

  • 5.1 1911020 Norlandia
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Á fund bæjarráðs mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Norlandia og fór yfir starfsemi fyrirtækisins og þær úrbætur sem hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir að lykt berist út í andrúmsloftið. Í sumar var keyptur viðbótarbúnaður sem bætir hreinsunina. Áfram sé unnið að því að koma í veg fyrir lyktarmengun.

    Í síðustu viku kom hins vegar upp bilun í búnaði og lykt borist frá fyrirtækinu.

    Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga fyrir komuna og greinargóð svör.



    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til október 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram erindi Þrastar Friðfinnssonar formanns Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 07.11.2019 ásamt fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 07.11.2019, drögum að breytinu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 vegna breytinga á flutningslínu raforku og umhverfisskýrslu.

    Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram erindi frá Leikhópnum Lottu, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frýrra afnota af Tjarnarborg vegna leiksýningarinnar Hans Klaufi sem leikhópurinn hyggst sýna 30. janúar nk. ásamt 20.000 vegna gistingar og ferðakostnaðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram erindi Viktoríu Særúnar Gestsdóttur, dags. 29.10.2019 er varðar Álfhól, útsýnisskífu á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Láru Kristínar Traustadóttur, dags. 04.11.2019 fh. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem athygli er vakin á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt. Umsagnarferli stendur til 15. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Ingu Elísabetar Vésteinsdóttur, dags. 06.11.2019 fyrir hönd Þjóðskrár Íslands þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á nokkuð víðtækum breytingum á póstnúmerum sem tóku gildi 1. október sl. Upplýsingar eru aðgengilegar á https://www.postur.is/um-postinn/upplysingar/frettir/nytt-postnumer-i-reykjavik/. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram erindi Þórdísar Sveinsdóttur, dags. 21.10.2019 fh. Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir gildum viðurkenndum persónuskilríkjum allra sveitarstjórnarmanna, sveitarstjóra og annarra sem fara með prófkúru sveitarfélagsins ásamt viðeigandi staðfestingu á grundvelli laga nr. 140/2018 og reglugerðar nr. 747/2019.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda umbeðnar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Héðins Unnsteinssonar fh. Capasecnt, móttekið, 25.11.2019 þar sem boðin er þjónusta við frumgreiningu á kostum við sameiningu þeirra sveitarfélaga sem hyggjast eða vilja láta skoða sameiningu. Markmið greiningar er að skoða núverandi stöðu sveitarfélaga og leggja mat á mögulega hagræðingu, úrbætur með skipulagsbreytingum og notkun nýjustu tækni. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnar Nordal fh. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags í október 2019. Þar kemur fram að degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 24. sinn laugardaginn 16. nóvember nk., en hann hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar. Þá eru sem flestir hvattir til að nota tækifærið til þess að minna á mikilvægi þjóðtungunnar t.d. með því að skipuleggja samkomur, halda kynningar eða veita viðurkenningar. Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 06.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 04.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar Skólanefndar Tát frá 11. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12. nóvember 2019 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Fundargerð 109. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
    Fundargerð 58. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
    Fundargerð 5. fundar Vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 29. október sl.
    Fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
    Fundargerð 3. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar frá 8. nóvember sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 628. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019

Málsnúmer 1911009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir stöðu mála gagnvart fyrsta viðbragði vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði en stofnunin auglýsti eftir einstaklingum í viðbragðsteymi þann 16. október í Tunnunni, á heimasíðu HSN og á starfatorgi.

    Engar umsóknir bárust, unnið er að næstu skrefum.



    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    H-Listinn óskar eftir :
    Kostnaðaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
    Framkvæmdaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
    Framkvæmdaráætlun varðandi lóðina í kringum Tjarnarborg í Ólafsfirði.
    Hvaða göngustígar eru á framkvæmdaráætlun ársins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1911005 Gjaldskrár 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2020.

    Gjaldaliðir gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Áfram verður gjaldfrjálst í líkamsrækt og sund fyrir öryrkja og 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar. Stakt gjald í sund fyrir börn helst óbreytt og einnig árskort fyrir börn í sund.
    Viðauki við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar - um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði. Gjaldaliðir hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldskrá tjaldsvæða Fjallabyggðar helst óbreytt milli ára.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Grunnskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir hressingu, mjólkuráskrift og skólamáltíðir helst óbreytt milli ára.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Leikskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir morgunmat, hádegismat og síðdegisverð helst óbreytt milli ára.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Árgjald er óbreytt milli ára.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Hafnarsjóðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Tjarnarborgar hækka að hámarki um 2,5%. Útleiga vegna leirtaus, borða og stóla helst óbreytt milli ára.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Slökkviliðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár Félagsþjónustu hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda eru eftirfarandi:
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%).
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).
    Sorphirðugjöld hækki um 2,5% í 45.100 kr. úr 44.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
    Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
    Tekjumörk eru sem hér segir:
    Flokkur - Einstaklingar - Afsláttur:
    1. 0 - 3.200.000 - 100%,
    2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
    3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
    4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
    5. 5.000.001 - - 0%
    Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
    1. 0 - 4.200.000 - 100%
    2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
    3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
    4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
    5. 6.000.001 - - 0%

    Gjaldaliðir gjaldskrár Þjónustumiðstöðvar hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliður gjaldskrár vatnsveitu í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir stofngjald fráveitu, fáveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldskrá fyrir garðslátt í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár byggingarfulltrúa Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir hunda- og kattaleyfi í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
    Gjaldskrá sorphirðu í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
    Þá verður tekið upp nýtt fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöðvum í Fjallabyggð sem hér greinir, í þeim tilgangi að auka flokkun og draga úr kostnaði við urðun: Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m3) og sumarhús (8 klipp, 2m3) sem afhent eru í þjónustuveri Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði og bókasafni í Ólafsfirði. Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort. Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skylt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m3 sem samsvarar 240 ltr. heimilistunnu. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 12.300,-.
    Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Ráðhússins á Siglufirði og á bókasafni í Ólafsfirði á kr. 29.900,- sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25m3 eða samtals 4m3.

    Bæjarráð samþykkir gjaldskrár fyrir árið 2020 og vísar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

    Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

    1.
    1910146 - Umsókn um framkvæmdastyrk.
    Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við Pálshús til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk vegna framkvæmda við Pálshús kr. 1.500.000.

    2.
    1910145 - Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar
    Bæjarráð vísaði erindi vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.
    Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á kaffisamsæti í Menningarhúsinu Tjarnarborg í tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðarbæjar í tengslum við fyrirhugaða viðburði Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Fjallasala ses., um verslunarmannahelgina 2020 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að undirbúa viðburðinn.

    3.
    1910141 - Umsókn um styrki frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl. þar var óskað eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020, sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Styrk vegna stækkunar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

    Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning um skíðasvæði í Tindaöxl við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Í áætlun er gert ráð fyrir óbreyttri upphæð 4,5 mkr. með vísitöluhækkun.
    Bæjarráð synjar umsókn um styrk vegna Fjarðargöngu og unglingamóts Íslands og bendir á að í auglýsingu með umsóknum um styrki til bæjarsjóðs var skýrt tekið fram að framlag sveitarfélagsins til ÚÍF yrði hækkað og úthlutun einstakra frístundastyrkja hætt.
    Bæjarráð óskar eftir umsögn og kostnaðarmati vegna tveggja garðhýsa og stækkunar á flöt frá deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.

    4.
    1910139 - Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. Nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu en vísar þeim hluta er fjallar um söguskilti til markaðs- og menninganefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020 skv. reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til mennigarmála.

    5.
    1910111 - Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    6.
    1910110 - Endurnýjun á samstarfssamningi.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað var eftir endurnýjun á samstarfssamningi við félagið.

    Bæjarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning við félagið til tveggja ára. Árlegur styrkur verður kr. 600.000.

    7.
    1910086 - Styrkumsóknir vegna afnota af íþróttamiðstöð.
    Bæjarráð vísaði erindum frá Óskari Þórðarsyni, fh. Blakfélags Fjallabyggðar og Maríu Jóhannsdóttur fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember 2019. Þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsi á Siglufirði, vegna Paramóts sem haldið verður 10. apríl frá kl. 15:00-18:00, styrk í formi frírra afnota af íþóttahúsum í Fjallabyggð vegna Sigló Hótel - Benecta mótsins sem haldið verður helgina 28.-29. febrúar og styrks í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar vegna heimaleikja í 1. deild karla og kvenna í Íslandsmóti og túrneringu vegna neðri deilda á árinu 2020. Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur, fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, dags. 4.11.2019 þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna árlegs dagsmóts í desember og einnig vegna haustmóts 2020.
    Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar styrki í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar samkvæmt umsókn.

    8.
    1910085 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Brynhildi Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk til reksturs athvarfsins fyrir rekstrarárið 2020 að upphæð kr. 100.000.
    Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 25.000.-

    9.
    1910070 - Styrkur vegna keppnisferða.
    Bæjarráð vísaði erindi frá Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna keppnisferða á alþjóðleg mót í badminton en Sólrún Anna var á dögunum valin í afrekshóp landsliðsins og A-landsliðið.
    Bæjarráð synjar umsókn um styrk en bendir Sólrúnu Önnu að leita til þess íþróttafélags sem hún keppir fyrir. Bæjarráð óskar Sólrúnu Önnu til hamingju með að vera valin í afrekshóp landsliðsins og A- landsliðið og óskar henni góðs gengis.

    10.
    1910068 - Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.
    Bæjarráð vísaði erindi Guðrúnar Jónsdóttur fh. Stígamóta til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna reksturs starfseminnar sem er brotaþolum að kostnaðarlausu.
    Bæjarráð synjar umsókn að þessu sinni.

    11.
    1910063 - Styrkumsóknir frá Björgunarsveitum.
    Bæjarráð vísaði erindum frá Magnúsi Magnússyni, fh. unglingadeildarinnar Smástráka, Sóleyju Lilju Magnúsdóttur, fh. Unglingadeildarinnar Djarfs, Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tinds og Ingvari Erlingssyni, fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október sl. vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
    Unglingadeildin Smástrákar kr. 600.000.
    Unglingadeildin Djarfur kr. 600.000.
    Björgunarsveitin Tindur kr. 1.000.000.
    Björgunarsveitin Strákar 1.000.000.

    12.
    1908033 - Vatnslitamyndir af snjóflóðarvarnagörðum á Siglufirði.
    Bæjarráð vísaði erindi frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 17. september sl. varðandi kaup á vatnslitamyndum af snjóflóðagörðum sem Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð til kaupa, kaupverðið var kr. 450.000.- en kr. 225.000.- var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

    Bæjarráð samþykkir kostnað vegna kaupa á vatnslitamyndum kr. 225.000.

    13.
    1908024 - Flóð og úrkoma
    Bæjarráð vísaði umsögn bæjarstjóra vegna fráveitumála og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð haustið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. þar sem eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:
    1. Áframhaldandi vinna við að fanga linda-/ofanvatn og tengja það í sérstakar ofanvatnslagnir.
    2. Fjárfest verði í færanlegum dælum með mikla afkastagetu sem notaðar verði við útrásarbrunna til að létta á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu.
    3. Gert verði samkomulag við Veðurstofu Íslands um að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggðar ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á utanverðum Tröllaskaga.
    4. Brýnt verði fyrir húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjallara á eyrinni á Siglufirði, að setja einstreymisloka á hús og að drenkerfi með dælu verði lagt í kringum húsin.
    Bæjarráð samþykkir að setja kr. 6.000.000 á framkvæmdaráætlum ársins 2020 til að festa kaup á tveimur auka dælum við dælubrunna. Þegar hefur verið fjárfest í færanlegri dælu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja eftir lið 1, 3 og 4 og leggja fyrir bæjarráð.

    14.
    1908001 - Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.
    Bæjarráð vísaði umsögn deildarstjóra tæknideildar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. varðandi drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

    Bæjarráð hefur samþykkt tillögu að gjaldskrá byggingarfulltrúa Fjallabyggðar með að hámarki 2,5% hækkun á gjaldaliðum. Drög að leiðbeiningum fela í sér meiri hækkun einstakra liða og hafnar bæjarráð því að notast við leiðbeiningar/viðmið sem koma fram í drögum að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

    15.
    1907030 - Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða.
    Bæjarráð vísaði erindi Benedikts Snæs Kristinssonar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 25. júlí sl. þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar íbúa er varða ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.

    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu og vísa til deildarstjóra tæknideildar til að kostnaðarmeta verkefnið og koma með hugmyndir að mögulegum staðsetningum.

    16.
    1906017 - Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga.
    Bæjarráð vísaði erindi Stefnu ehf. til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 18. júní sl. varðandi niðurstöður könnunar fyrir lausnir í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.
    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óskar eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

    17.
    1905083 - Hvað höfum við gert? Sýningarréttur fyrir skóla.
    Bæjarráð vísaði erindi Þrastar Gylfasonar fh. félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi og Tinnu Jóhannsdóttur fh. Sagafilm til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. júlí sl. þar sem umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála var lögð fram og lagt var til að kaup á sýningarrétti verði skoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu að þessu sinni.

    18.
    1905082 - Erindi til sveitarstjórnar Flugklasinn Air 66N.
    Bæjarráð vísaði erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Flugklasans Air 66N til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 4. júní sl. þar sem óskað var eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár frá 2020-2023.
    Bæjarráð samþykkti að greiða árlegt framlag, 300 kr. á íbúa og er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2020.

    19.
    1801060 - Vefsvæði - Aukasíður Fjallabyggðar.
    Bæjarráð vísaði umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 30. apríl sl. þar sem samþykkt var að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

    Bæjarráð samþykkir uppfærslu á vefsvæðum Héraðsskjalasafns og Listaverkasafns Fjallabyggðar.

    20.
    1905001 - Erindi er varðar framkvæmdir við Álfhólf - Útsýnisskífu.
    Bæjarráð vísaði erindi Viktoríu Særúnar Gestdóttur dags. 29. október 2019 til umsagnar deildarstjóra tæknideildar á 628. fundi bæjarráðs.
    Í umsögn deildarstjóra tæknideildar kemur fram að kostnaðurinn við framkvæmdina er áætlaður kr. 2.000.000.-

    Bæjarráð samþykkir að á árinu 2020 verði gert ráð fyrir kostnaði kr. 2.000.000 á framkvæmdaráætlun 2020 á liðnum: Ýmis smáverk.

    21.
    1910151 - Styrkumsókn - Hans Klaufi.

    Bæjarráð vísaði erindi frá Leikhópnum Lottu til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg vegna leiksýningarinnar Hans Klaufi sem leikhópurinn hyggst sýna 30. janúar nk. ásamt kr. 20.000 vegna gistingar og ferðakostnaðar.

    Bæjarráð samþykkir að veita leikhópnum Lottu styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg vegna leikskýningarinnar Hans Klaufa en hafnar styrk vegna gistingar og ferðakostnaðar.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Helga Helgadóttir og Helgi Jóhansson undir lið 4.

    Helgi Jóhannsson víkur undir liðum 1, 2 og 4 undir þessu máli og eru þessir liðir samþykktir með 6 atkvæðum.

    Tómas Atli Einarsson víkur undir lið 11 undir þessu máli og er hann samþykktur með 6 atkvæðum.

    Helgi Jóhannsson situr hjá afgreiðslu í lið nr. 17 og er hann samþykktur með 6 atkvæðum.

    Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum, allir liðir nema 1, 2, 4 og 11.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2020. Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2020.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í janúar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.6 1910047 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Á 78. fundi fræðslu- og frístundanefndar bókaði nefndin eftirfarand: Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 15.11.2019 þar sem fram kemur að sparnaður foreldra miðað við 8,5 tíma vistun á dag er kr. 1.361 fyrir einn dag og kr. 2.722 fyrir tvo daga. Kostnaður sveitafélagsins ef leikskólinn verði lokaður þessa tvo daga verður samtals kr. 238.530.

    Bæjarráð samþykkir að fela skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að kanna áhuga foreldra á því að hafa börn sín í fríi dagana 27. og 30. desember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá við afgreiðslu á drögunum og leggur fram eftirfarandi bókun:
    H-listinn í Fjallabyggð leggur til að frístundastyrkurinn verði hækkaður í kr. 40.000 á árinu 2020 og að hann verði á rafrænu formi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Á 627. fundi bæjarráðs þann 05.11.2019 var lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað var eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020 og Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi einnig svig. Styrk vegna stækkunar á flöt sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem geymslu fyrir stangir og einnig aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3.-4. ára. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

    Fyrir mistök við ritun fundargerðar var erindið dagsett 28.10.2019 en það rétta er að erindið barst sveitarfélaginu þann 27.10.2019 en málið stofnað í málakerfi sveitarfélagsins þann 28.10.2019.
    Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum í ritun fundargerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 15.11.2019 þar sem óskað var eftir að gert yrði ráð fyrir kostnaði, kr. 450.000 í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að standa straum af kostnaði við að halda barnamenningarhátíð í Fjallabyggð, líkt og tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Sótt yrði um styrk til Barnamenningarsjóðs á móti framlagi Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði kr. 450.000 vegna Barnamenningarhátíðar í fjárhagsáætlum ársins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.11 1911036 Vatnsgjald
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðaneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 11.11.2019 þar sem óskað var eftir umsögn varðandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Önnu G. Björnsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.11.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að nýta sér tækifæri til að koma með hugmyndir og ábendingar vegna væntanlegrar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2020-2024.
    Ábendingar og hugmyndir þurfa að berast fyrir 20.11.2019 á frn@frn.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignarmarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á norðurlandi frá 04.11.2019 Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19. nóvember 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    78. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 11.11.2019
    248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14.11.2019
    23. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 14.11.2019
    18. fundar stjórnar Hornbrekku frá 15.11.2019
    121. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 14.11.2019
    Bókun fundar Afgreiðsla 629. fundar bæjarráðs staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 11. október 2019

Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer

  • 7.1 1910008 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 11. október 2019 Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2019

Málsnúmer 1910010FVakta málsnúmer

  • 8.1 1910047 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019

Málsnúmer 1911002FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019 Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
    Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um fjárhagsáætlun sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
    Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 lögð fram til kynningar og umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.2 1911005 Gjaldskrár 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019 Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Leikskóla Fjallabyggðar.
    Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara sátu undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þeim hluta umræðu um gjaldskrá sem snéri að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
    Tillaga að gjaldskrám fyrir leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð vegna fjárhagsársins 2020 lögð fram til kynningar og umræðu. Í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Leikskóla Fjallabyggðar er verð á morgun-, hádegis- og síðdegisverði óbreytt frá gildandi gjaldskrá og í tillögu að gjaldskrá ársins 2020 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar er ekki gert ráð fyrir hækkun á verði skólamáltíða og mjólkuráskrift.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Umsögn forstöðumanns íþróttamannvirkja og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögð fram til kynningar vegna fyrirspurnar Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir samstarfi við íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar með afnotum af sundlaugum fyrir hóptíma/samflot og einkatíma í floti. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Önnu Huldu fyrir erindið en sér sér ekki fært um að verða við erindinu í þeirri mynd sem það er en hvetur hana jafnfram um að senda inn nýtt erindi hafi hún áhuga á því að bjóða upp á flot í sundlaugum Fjallabyggðar á eigin vegum. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.5 1910047 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 11. nóvember 2019 Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019

Málsnúmer 1910006FVakta málsnúmer

  • 10.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 13. október 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018. 2019 Siglufjörður 19608 tonn í 1619 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 341 tonn í 335 löndunum. 2018 Siglufjörður 16024 tonn í 1604 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 392 tonn í 410 löndunum. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Hafnarstjóri fór yfir rekstur Fjallabyggðarhafna. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lögð fram skýrsla eftir skyndiúttekt sem Samgöngustofa framkvæmdi á hafnaraðstöðu, Siglufirði. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögu að svari við úttektinni. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar Ingi Birgisson.

    Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.4 1909012 Hafnafundur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Hafnarstjóri sótti hafnarþing í Þorlákshöfn 27. september síðastliðinn. Hafnarstjóri fór yfir erindi sem flutt voru á þinginu. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lagt fram erindi frá verkfræðistofunni Vista. Hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er falið að koma með umsögn um erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lagt fram erindi frá Ramma ehf vegna ljósa á baujur í innsiglingunni á Siglufirði. Hafnarstjóri hefur haft sambandi við siglingasvið Vegagerðarinnar og bíður eftir umsögn og tillögum frá þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14. október 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019

Málsnúmer 1911001FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir þau markaðsmál sem hún hefur unnið að fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    Hafnarstjórn felur Anítu Elefsen að sækja aðalfund Cruise Europe sem haldinn verður í Edinburgh 16. - 19. mars 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Hafnarstjóri fór yfir viðhaldsáætlun Fjallabyggðarhafna fyrir árið 2020.
    Fram komu ábendingar um endurbætur á lýsingu á hafnarsvæði vestan við Hafnarbryggju.
    Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.4 1911005 Gjaldskrár 2020
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Erindi frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Nú þegar eru bókaðar 25 komur skemmtiferðaskipa árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Hafnarstjóri fór yfir sorphirðumál á hafnarsvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Bókun færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Bókun færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar hafnarstjórnar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Stjórn Hornbrekku - 17. fundur - 17. október 2019

Málsnúmer 1910007FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 17. fundur - 17. október 2019 Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Fræðsluáætlun Hornbrekku er komin vel á veg. Auk starfsmanna Hornbrekku taka starfsmenn félagsþjónustunnar þátt í þeim námsþáttum sem í boði eru. Hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar 2020. Gert er ráð fyrir að áætlunin fari í kynningu fyrir nefndir eftir 5. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 17. fundur - 17. október 2019 Undir þessum lið fundargerðarinnar var lagður fram listi yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni Hornbrekku auk þess sem Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir þörf á endurnýjun á ýmsum búnaði stofnunarinnar sem taka þarf tillit til við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 17. fundur - 17. október 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019

Málsnúmer 1911008FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019 Formaður, Nanna Árnadóttir, tilkynnti í upphafi fundar að hún hafi beðist lausnar frá störfum sem formaður og nefndarmaður stjórnar Hornbrekku, þar sem hún hefur verið ráðin til starfa við Hornbrekku. Nýr formaður verður skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
    Stjórn Hornbrekku þakkar Nönnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
    Að loknum þessum lið fundargerðar vék Nanna af fundi kl. 12:10 og í hennar stað tók varamaður hennar, Ólafur H. Kárason sæti á fundinum.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019 Fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Stjórnin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 18. fundur - 15. nóvember 2019 Ólafur H. Kárason, fulltrúi I-lista, lagði fram tillögu um að deildarstjóra félagsmáladeildar, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku verði falið að greina framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku. Jafnframt verði lagt mat á þörf fyrir stækkun á húsnæði Hornbrekku.
    Óskað er eftir að niðurstöður verði lagðar fyrir stjórn Hornbrekku eigi síðar en í lok mars 2020.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 18. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 22. fundur - 17. október 2019

Málsnúmer 1910008FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 22. fundur - 17. október 2019 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð aðal- og varafulltrúa sem kosnir hafa verið í Ungmennaráð Fjallabyggðar velkomna til fyrsta fundar ráðsins.

    Fulltrúar ráðsins eru:

    Aðalfulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
    Ronja Helgadóttir 10. bekk
    Steinunn Svanhildur Heimisdóttir 9. bekk

    Varafulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar:
    Nadía Sól Huldudóttir 10. bekk
    Frímann Geir Ingólfsson 9. bekk

    Aðalfulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Hörður Ingi Kristjánsson
    Dagný Lára Heiðarsdóttir

    Varafulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga:
    Jón Pétur Erlingsson
    Guðríður Harpa Elmarsdóttir

    Aðalfulltrúi UÍF
    Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir
    UÍF mun tilnefna varafulltrúa í ráðið.

    Fundarmenn kusu formann og varaformann úr hópi aðalfulltrúa.
    Formaður ungmennaráðs er Steinunn Svanhildur Heimisdóttir og varaformaður Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir.

    Formaður tók við stjórnun fundarins.

    Nefndarmenn fóru yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 22. fundur - 17. október 2019
    Farið var yfir spurningar sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi til ungmennaráða í landinu. Svör við spurningum verða lögð fram á Skólaþingi sveitarfélaga 2019 sem fram fer 4. nóvember nk.
    Ungmennaráðið svaraði spurningunum og fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda svör fyrir hönd ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 23. fundur - 14. nóvember 2019

Málsnúmer 1911007FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 23. fundur - 14. nóvember 2019 Eyþing hefur lagt til fjármagn til að halda málþing ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað var eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna. Fjallabyggð ákvað að taka þátt og fyrirhugað málþing verður á Húsavík dagana 10.-11. desember. Frá Fjallabyggð munu þrír fulltrúar, ungmenni úr Ungmennaráði Fjallabyggðar fara með starfsmanni. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 5. fundur - 29. október 2019

Málsnúmer 1910014FVakta málsnúmer

  • 16.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
    Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 5. fundur - 29. október 2019 Dregnir fram sjö styrkleikar úr SVÓT greiningu til að vinna með inn í markaðsátakið. Hugmyndir að kynningarleiðum og umfang átaksins rætt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

17.Fundargerðir skólanefndar TÁT

Málsnúmer 1910013Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 16. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

18.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019

Málsnúmer 1910015FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Nefndin þakkar fyrir athugasemdina en bendir á að vegslóðinn sem um ræðir er ekki skilgreindur í vegakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að loka vegslóðanum og leggur til að þar verði gerður göngustígur. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Nefndin þakkar fyrir erindið og felur deildarstjóra tæknideildar að bera þetta upp á næsta fundi með Vegagerðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Lóðin Bakkabyggð 8 er þá laus til úthlutunar. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Nefndin samþykkir að setja auglýsingu í Tunnuna þar sem hundaeigendur eru minntir á að hreinsa upp eftir hunda sína. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Tæknideild falið að ganga frá lóðarleigusamning við Guðnýju Róbertsdóttur og Örlyg Kristfinnsson vegna Aðalgötu 22 og skrá sæluhúsið hjá Þjóðskrá í framhaldi af því. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi á þessum stað en bendir á svæði fyrir gáma sem staðsett er við Vesturstíg. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14. nóvember 2019

Málsnúmer 1911005FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14. nóvember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14. nóvember 2019 Nefndin samþykkir breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14. nóvember 2019 Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Helgi Jóhannsson, fulltrúi H-lista lagði fram efirfarandi bókun:

    Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun flestra þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra. Því miður liggur engin framkvæmdaáætlun fyrir fundinum sem heyra undir málaflokkana.
    Sem nefndarmaður skil ég ekki af hverju framkvæmdaáætlun er ekki lögð fram samhliða. Er virkilega ekki gert ráð fyrir að nefndin hafi eitthvað um hana að segja og komið með ábendingar um hana.
    Framkvæmdaáætlun er það sem flestir vilja sjá og hafa skoðun á, en svo virðist vera að meirihlutinn í bæjarstjórn Fallabyggðar haldi henni bara útaf fyrir sig.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

20.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019

Málsnúmer 1910016FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019 Rætt um fyrirhugaðan haustfund ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð sem fyrirhugaður er fimmtudaginn 14. nóvember nk. kl. 17:30 í Tjarnarborg. Formaður fór yfir dagskrá fundarins sem liggur nú fyrir og hefur verið auglýst. Nefndin hvetur áðurnefnda aðila til að fjölmenna á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019 Mikilvægt er að Fjallabyggð eigi söfnunarstefnu og útlánareglur fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúi hefur unnið drög og felur nefndin honum að vinna drögin áfram í samræmi við umræðu fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 20.3 1910007 Málverkagjöf
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019 Kjartan Stefánsson, fyrir hönd barna Stefáns Friðbjarnarsonar fyrrverandi bæjarstjóra Siglufjarðar, færði Fjallabyggð málverk eftir Herbert Sigfússon að gjöf. Myndefni málverksins er Siglufjörður á þeim tíma sem málverkið var gert, árið 1947. Málverkið var í eigu foreldra þeirra. Markaðs- og menningarnefnd þakkar höfðinglega gjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019 Drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd fyrir árið 2020 voru lögð fram til kynningar og umfjöllunar. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 20.5 1911005 Gjaldskrár 2020
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 6. nóvember 2019 Drög að gjaldskrám Tjarnarborgar og Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar lðgð fram til kynningar og umfjöllunar. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

21.Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 8. nóvember 2019

Málsnúmer 1911003FVakta málsnúmer

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 8. nóvember 2019 Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2020 sem eru eftirfarandi:

    Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.

    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%

    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.

    Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
    Tekjumörk eru sem hér segir:

    Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
    1. 0 - 3.200.000 - 100%
    2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
    3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
    4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
    5. 5.000.001 - - 0%

    Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
    1. 0 - 4.200.000 - 100%
    2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
    3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
    4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
    5. 6.000.001 - - 0%

    Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.

    Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

    Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

    Áfram verður boðið upp á heimsendar máltíðir um helgar til þeirra öryrkja og eldri borgara sem kaupa máltíðir virka daga. Heimsending á helgarmáltíðum hófust í október og hefur mælst vel fyrir. Líkt og á virkum dögum eru máltíðir keyptar af HSN fyrir Siglufjörð og dvalarheimilinu Hornbrekku fyrir Ólafsfjörð.

    Starfsemi dagdvalar og félagsstarfs eldri borgara og öryrkja í Hornbrekku, Skálarhlíð og Húsi eldri borgara verður áfram efld.

    Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur sótt um styrk í Lýðheilsusjóð Landlæknisembættisins meðal fyrirhugaðra verkefna ef styrkur fæst er fyrirlestur um geðheilsu og útvíkkun á leiðsögn í rækt fyrir eldri borgara. Áfram verður boðið upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og í ár.

    Öldungaráð lýsir ánægju sinni með forsendur fjárhagsáætlunar og þau verkefni sem áætluð eru á árinu 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

22.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14. nóvember 2019

Málsnúmer 1911006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14. nóvember 2019 Drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustu Fjallabyggðar fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar félagsmálanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 22.2 1911005 Gjaldskrár 2020
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14. nóvember 2019 Drög að gjaldskrá félagsþjónustu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar félagsmálanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14. nóvember 2019 Drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar félagsmálanefndar staðfest á 178. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

23.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

a) Breyting á nefndarskipan hjá I-lista :

1) Í stjórn Hornbrekku verður Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður í stað Nönnu Árnadóttur.

2) Í skipulags- og umhverfisnefnd verður Nanna Árnadóttir aðalmaður í stað Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur.
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Nönnu Árnadóttur.

Samþykkt með 7 atkvæðum breyting á nefndarskipan hjá I-lista.

b) Í stjórn samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á norðausturlandi verður Helga Helgadóttir aðalmaður fyrir hönd Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Varamaður verður Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

24.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Fyrri umræða
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2020-2023.
Til máls tóku: Gunnar I. Birgisson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:
1.
Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48 og óbreyttri álagningarprósentu fasteignagjalda.
2.
Hækkun þjónustugjalda á milli ára - ekki hærri en 2,5%
3.
Verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá 2,6%
4.
Lækkun holræsaskatts um rúmlega 10% og að vatnsskattur lækki um tæplega 7%
5.
Hækkun frístundastyrks um tæplega 7,7%
6.
Tekjuviðmið vegna afsláttar aldraðra og öryrkja hækki á einstakling um rúmlega 5% og á hjón/sambýlisfólk um 4,2%.

Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 3.568 m.kr.
Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 180 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 273 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 558 m.kr. eða 18,8%.
Greidd verða niður vaxtaberandi lán bæjarsjóðs upp á 115 m.kr. og verða vaxtaberandi skuldir um 300 m.kr. í lok árs.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 441 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a)
Íþróttamiðstöð Siglufjarðar - endurbætur (125m).
b)
Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75m).
c)
Lóðir Leikhóla og Tjarnarborgar (60m).
d)
Malbiksyfirlagnir (45m).
e)
Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (77m).
f)
Göngustígar og gangstéttar (15m).
g)
Götulýsing - endurnýjun í LED (12m).

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 28% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 45% að þeim meðtöldum.

Eiginfjárhlutfall verður 0,66 en var 0,58 árið 2016 .
Veltufjárhlutfall verður 1,33 og handbært fé í árslok 2020 verður 195 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 895 m.kr.

H-listinn leggur til að eftirtöldum tillögum vegna fjárhagsáætlunar 2020 verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna.


1. Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.

2. Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.

3. Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.

4. Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn í Ólafsfirði og nánasta umhverfi hans.

5. Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.

6. Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert að glæsilegu svæði sem gaman verði fyrir gesti og bæjarbúa að heimsækja.

7. Komið verði til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.

8. H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. og 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.

9. Engin hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöð/tjaldsvæði.

10. Skutla á milli byggðakjarna. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarna, eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.

11. Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.

12. Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Samþykkt er að tillögum H-lista verði vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020 og 2021 - 2023, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.







Fundi slitið.