Bæjarráð Fjallabyggðar

630. fundur 26. nóvember 2019 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Endurnýjun á vatnsdælum neysluvatns á Siglufirði

Málsnúmer 1911054Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 21.11.2019. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í endurnýjun á vatnsdælum vegna neysluvatns á Siglufirði:
Aflhlutir ehf. kr. 2.950.000
Vélar ehf. kr. 1.590.000

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði Véla ehf. verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboð Véla ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi, kr. 1.590.000 í vatnsdælur vegna neysluvatns á Siglufirði. Kostnaður kemur til greiðslu á árinu 2020 og er innan fjárhagsáætlunar 2020.

3.Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1906017Vakta málsnúmer

Á 629. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna lausna í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.11.2019. Þar er lagt til að keypt verði vöktun málefna og leitarvéla á vef betrumbætt. Kostnaður við uppfærsluna er kr. 170.000.-

Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 170.000 vegna uppfærslu á vef og vísar til fjárhagsáætlunar 2020.

4.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi bókun við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs.
H-listinn leggur til að eftirtöldum tillögum vegna fjárhagsáætlunar 2020 verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna.

1. Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.
2. Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.
3. Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.
4. Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.
5. Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.
6. Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert af glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.
7. Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.
8. H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. & 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.
9. Engin rafmangshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.
10. Skutla á milli byggðakjarnana. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnana eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.
11. Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.
12. Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.









5.Breyting á gjaldskrá Norðurár bs

Málsnúmer 1911056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Magnúsar B. Jónssonar fh. stjórnar Norðurár bs, dags. 18.11.2019 vegna hækkunar á gjaldskrá á urðunarstaðnum Stekkjarvík. Á fundi stjórnar Norðurár bs. 27. maí 2019 var tekin fyrir gjaldskrá fyrir urðunarstaðinn og eftirfarandi bókað:
Farið yfir gildandi gjaldskrá Norðurá bs. en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2012 fyrir utan að gjaldflokkur um urðun á sláturúrgangi og dýrahræjum hefur bæst við. Fyrir liggur tillaga að breytingu sem byggir á hækkun neysluvísitölu en frá árinu 2013 hefur hún hækkað um tæp 15%. Gert er ráð fyrir að allir liðir hækki um 5-13% nema flokkurinn kurlað timbur sem lækkar um 11%. Stærstu flokkarnir sem eru blandaður úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum hækkar um 5,1%. Samþykkt að hækkunin taki gildi frá 1. janúar 2020.

6.Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019

Málsnúmer 1901028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

7.Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla

Málsnúmer 1911026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.11.2019 er varða leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsókn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi það hvort Fjallabyggð uppfylli þau atriði sem um ræðir í leiðbeiningum.

8.Jólaaðstoð 2019

Málsnúmer 1911048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigríðar M. Jóhannsdóttur fh. Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða Krossins við Eyjafjörð dags. 14.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna jólaaðstoðar til heimila á Eyjafjarðarsvæðinu sem úthlutað verður 12. desember nk.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins veitir jólaaðstoð til skjólstæðinga sinna.

9.Sveitarfélög sem standa að rekstri HNv

Málsnúmer 1911055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sigurjóns Þórðarsonar fh. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, dags. 15.11.2019 þar sem fram kemur að ekki er lengur þörf á að senda gjaldskrár sem eiga stoð í lögum nr. 7/1998 til umsagnar Heilbrigðisnefndar.

10.Umsókn um rekstrarleyfi veitinga

Málsnúmer 1911057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 21.11.2019 er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum fyrir Sunnu ehf. kt. 471289-2569 Vetrarbraut 8-10 Siglufirði vegna Seguls 67 flokkur III.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

11.Styrkir til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla

Málsnúmer 1908027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jakobs Björnssonar fh. Orkusjóðs, dags. 15.11.2019, þar sem fram kemur að Fjallabyggð hlaut ekki styrk vegna uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla í Ólafsfirði. Eitt þeirra markmiða með úthlutun styrkjanna, sem tilgreint var í auglýsingu þeirra, var að fjölga aflmeiri stöðvum en fyrir væru (50kw). Umsóknir um uppsetningu á 150kw stöðvum reyndust mun fleiri en reiknað var með. Niðurstaðan varð því sú að styrkja einungis uppsetningu slíkra stöðva. Ein undantekning er á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en þar er ekki unnt að setja upp svo aflmikla stöð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Olís og kannaður vilji fyrirtækisins til þess að setja niður hleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð í Ólafsfirði.

12.Til umsagnar 266. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1911050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

13.Fundargerðir skólanefndar TÁT

Málsnúmer 1910013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar skólanefndar TÁT frá 22.11.2019

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

Fundargerð 6. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 20. nóvember sl.
Fundargerð 9. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 21. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 17:45.