Bæjarráð Fjallabyggðar

627. fundur 05. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Jón Valgeir Baldursson boðaði forföll.

1.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til október 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 967.265.657 eða 102,87% af tímabilsáætlun.

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2020.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn: Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára. Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar
Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.
Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 15. nóvember nk..

3.Trúnaðarmál - v. upplýsingamála

Málsnúmer 1902094Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Styrkumsóknir vegna afnota af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 1910086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar fh. Blakfélags Fjallabyggðar, dags 21.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsi á Siglufirði vegna Paramóts sem haldið verður 10. apríl frá kl. 15:00-18:00, styrk í formi frírra afnota af íþóttahúsum í Fjallabyggð vegna Sigló Hótel - Benecta mótsins sem haldið verður helgina 28.-29. febrúar, og styrks í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar vegna heimaleikja í 1. deild karla og kvenna í Íslandsmóti og túrneringu vegna neðri deilda á árinu 2020.

Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar dags. 4.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna árlegs dagsmóts í desember og einnig vegna haustmóts 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020

6.Umsókn um framkvæmdarstyrk

Málsnúmer 1910146Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses, dags. 25.10.2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við Pálshús.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

7.Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 1910145Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur og Þorsteins Ásgeirssonar fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Pálshúss, dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar vegna viðburða um verslunarmannahelgina 2020 vegna 75 ára kaupstaðarréttinda Ólafsfjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

8.Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 1910139Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

9.Umsókn um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1910141Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar en áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi svig einnig. Styrk vegna stækkurnar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðar kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

10.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Vigdísar Rúnar Jónsdóttur fh. Eyþings, dags. 30.10.2019 þar sem fram kemur að drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 eru komin inn í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til 10. nóvember nk.

11.Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 1910148Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.10.2019 er varðar bókun stjórnar sambandsins frá 23. október sl þar sem samþykkt var að senda erindi Jafnréttisstofu um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Jafnframt er athygli vakin á umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlanir í jafnréttismálum, dags. 23. október sl.

12.Fundur í svæðisskipulagsnefnd 7. nóvember 2019

Málsnúmer 1910150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þrastar Friðfinnssonar fh. Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 30.10.2019 þar sem fram kemur að áður boðaðum fundi nefndarinnar sem vera átti 5. nóvember nk. er frestað til 7. nóvember nk. og verður haldinn á Hótel Kea kl. 14.

13.Auglýsing um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 1910152Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Þ. Stefánssonar fh. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31.10.2019 þar sem fram kemur að frestur til að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 er til 15. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

14.Til umsagnar 230. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1910140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 25.10.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019

Málsnúmer 1901024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október sl.

Fundi slitið - kl. 13:30.