Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

58. fundur 06. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ida M. Semey boðaði forföll með stuttum fyrirvara, ekki gafst ráðrúm til að boða varamann hennar.

1.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1909004Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaðan haustfund ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð sem fyrirhugaður er fimmtudaginn 14. nóvember nk. kl. 17:30 í Tjarnarborg. Formaður fór yfir dagskrá fundarins sem liggur nú fyrir og hefur verið auglýst. Nefndin hvetur áðurnefnda aðila til að fjölmenna á fundinn.

2.Söfnunar- og útlánastefna Listasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1908062Vakta málsnúmer

Mikilvægt er að Fjallabyggð eigi söfnunarstefnu og útlánareglur fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúi hefur unnið drög og felur nefndin honum að vinna drögin áfram í samræmi við umræðu fundarins.

3.Málverkagjöf

Málsnúmer 1910007Vakta málsnúmer

Kjartan Stefánsson, fyrir hönd barna Stefáns Friðbjarnarsonar fyrrverandi bæjarstjóra Siglufjarðar, færði Fjallabyggð málverk eftir Herbert Sigfússon að gjöf. Myndefni málverksins er Siglufjörður á þeim tíma sem málverkið var gert, árið 1947. Málverkið var í eigu foreldra þeirra. Markaðs- og menningarnefnd þakkar höfðinglega gjöf.

4.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd fyrir árið 2020 voru lögð fram til kynningar og umfjöllunar.

5.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Drög að gjaldskrám Tjarnarborgar og Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar lðgð fram til kynningar og umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 19:00.