Bæjarstjórn Fjallabyggðar

179. fundur 13. desember 2019 kl. 17:00 - 19:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Særún Hlín Laufeyjardóttir boðaði forföll.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019

Málsnúmer 1911013FVakta málsnúmer

 • 1.1 1902053 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 21.11.2019. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í endurnýjun á vatnsdælum vegna neysluvatns á Siglufirði:
  Aflhlutir ehf. kr. 2.950.000
  Vélar ehf. kr. 1.590.000

  Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði Véla ehf. verði tekið.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboð Véla ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi, kr. 1.590.000 í vatnsdælur vegna neysluvatns á Siglufirði. Kostnaður kemur til greiðslu á árinu 2020 og er innan fjárhagsáætlunar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Á 629. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna lausna í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.

  Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.11.2019. Þar er lagt til að keypt verði vöktun málefna og leitarvéla á vef betrumbætt. Kostnaður við uppfærsluna er kr. 170.000.-

  Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 170.000 vegna uppfærslu á vef og vísar til fjárhagsáætlunar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi bókun við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs.
  H-listinn leggur til að eftirtöldum tillögum vegna fjárhagsáætlunar 2020 verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna.

  1. Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.
  2. Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.
  3. Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.
  4. Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.
  5. Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.
  6. Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert af glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.
  7. Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.
  8. H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. & 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.
  9. Engin rafmangshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.
  10. Skutla á milli byggðakjarnana. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnana eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.
  11. Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.
  12. Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Magnúsar B. Jónssonar fh. stjórnar Norðurár bs, dags. 18.11.2019 vegna hækkunar á gjaldskrá á urðunarstaðnum Stekkjarvík. Á fundi stjórnar Norðurár bs. 27. maí 2019 var tekin fyrir gjaldskrá fyrir urðunarstaðinn og eftirfarandi bókað:
  Farið yfir gildandi gjaldskrá Norðurá bs. en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2012 fyrir utan að gjaldflokkur um urðun á sláturúrgangi og dýrahræjum hefur bæst við. Fyrir liggur tillaga að breytingu sem byggir á hækkun neysluvísitölu en frá árinu 2013 hefur hún hækkað um tæp 15%. Gert er ráð fyrir að allir liðir hækki um 5-13% nema flokkurinn kurlað timbur sem lækkar um 11%. Stærstu flokkarnir sem eru blandaður úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum hækkar um 5,1%. Samþykkt að hækkunin taki gildi frá 1. janúar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lögð fram til kynningar kynning starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.11.2019 er varða leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsókn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi það hvort Fjallabyggð uppfylli þau atriði sem um ræðir í leiðbeiningum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.8 1911048 Jólaaðstoð 2019
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram erindi Sigríðar M. Jóhannsdóttur fh. Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða Krossins við Eyjafjörð dags. 14.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna jólaaðstoðar til heimila á Eyjafjarðarsvæðinu sem úthlutað verður 12. desember nk.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins veitir jólaaðstoð til skjólstæðinga sinna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sigurjóns Þórðarsonar fh. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, dags. 15.11.2019 þar sem fram kemur að ekki er lengur þörf á að senda gjaldskrár sem eiga stoð í lögum nr. 7/1998 til umsagnar Heilbrigðisnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 21.11.2019 er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum fyrir Sunnu ehf. kt. 471289-2569 Vetrarbraut 8-10 Siglufirði vegna Seguls 67 flokkur III.

  Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram erindi Jakobs Björnssonar fh. Orkusjóðs, dags. 15.11.2019, þar sem fram kemur að Fjallabyggð hlaut ekki styrk vegna uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla í Ólafsfirði. Eitt þeirra markmiða með úthlutun styrkjanna, sem tilgreint var í auglýsingu þeirra, var að fjölga aflmeiri stöðvum en fyrir væru (50kw). Umsóknir um uppsetningu á 150kw stöðvum reyndust mun fleiri en reiknað var með. Niðurstaðan varð því sú að styrkja einungis uppsetningu slíkra stöðva. Ein undantekning er á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en þar er ekki unnt að setja upp svo aflmikla stöð.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Olís og kannaður vilji fyrirtækisins til þess að setja niður hleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar skólanefndar TÁT frá 22.11.2019 Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur 26. nóvember 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

  Fundargerð 6. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 20. nóvember sl.
  Fundargerð 9. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 21. nóvember sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 630. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019

Málsnúmer 1911019FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til nóvember 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.073.532.554 eða 104,11% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi tillögur til skoðunar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. Á 630. fundi bæjarráðs frestaði ráðið umfjöllun um tillögur H- listans til næsta fundar.

  Tillögur H-listans og afgreiðsla bæjarráðs eru eftirfarandi:

  1.
  Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  2.
  Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  3.
  Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.

  Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar og að svæðið verði hreinsað. Ekki verður lokið við framkvæmdir á árinu 2020.
  Jón Valgeir Baldursson H-lista leggur fram eftirfarandi bókun :
  Mér þykir miður að ekki sé áætlað að ljúka framkvæmdum haustið 2020.

  Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

  4.
  Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að deiliskipuleggja miðbæjarsvæðið á Ólafsfirði á árinu 2020.
  Afgreiðslu bæjarráð vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.


  5.
  Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.

  Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði neðan Samkaupa á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar.
  Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

  6.
  Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert að glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  7.
  Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á afslætti sem þegar hafa komið til á kjörtímabilinu skv. samþykktum um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð.

  8.
  H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. og 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á að skólamáltíðir fyrir alla árganga grunnskólans hafa ekki hækkað í krónum talið frá árinu 2017.

  9.
  Engin rafmagnshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði, fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  10.
  Skutla á milli byggðakjarnanna. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnanna eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  11.
  Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.

  Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

  12.
  Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

  Bæjarráð samþykkir að settar verði 5 mkr. til viðbótar þeim 5 mkr. sem eru áætlaðar á áætlun ársins 2020 til fegrunar í báðum byggðakjörnum og að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum til bæjarráðs svo og að kallað verði eftir tillögum frá bæjarbúum.
  Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlum 2020.

  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 28.11.2019 þar sem fram kemur að Þröstur Þórhallsson fh. Gagginn ehf. hafi óskað eftir leiðréttingu á fasteignagjöldum vegna Hlíðarvegs 20, fastanr. 213-0389 vegna rangs skattflokks á eigninni.

  Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og deildarstjóri tæknideildar leggja til að fasteignagjöld hjá Gagginn ehf. vegna fastanr. 213-0389 verði leiðrétt frá árinu 2016 og endurgreitt í samræmi við endurútreikning eða kr. 791.500.- frá árinu 2016.

  Bæjarráð samþykkir að fasteignagjöld vegna eignar með fastanúmerið 213-0389 verði leiðrétt frá árinu 2016 og að kostnaði kr 791.500.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019. Þar kemur fram að fráveita innan lóðar er í höndum lóðarhafa. Það er því ekki á ábyrgð Fjallabyggðar að veita ofanvatni sem safnast á lóð í fráveitukerfi bæjarins. Aftur á móti ef farið verði í framkvæmdir á lóðinni þá mun lögnin mjög líklega verða grafin á lóðarmörkum í vestur og þar liggur stofnæð vatnsveitunnar og skal því hafa samráð við veitustofnun Fjallabyggðar þegar framkvæmt er.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu og deildarstjóra tæknideildar að boða forsvarsmann Síldarminjasafnsins á fund og fara yfir málið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Á 626. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019 þar sem fram kemur að reiðleiðir hafi verið mokaðar einu sinni til tvisvar árlega með tilliti til veðurs hverju sinni, þ.e. ekki hefur verið mokað þegar mikil snjókoma er í vændum. Horft hafi verið til þess að moka þær t.d. fyrir jól og páska. Deildarstjóri leggur til að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með þeim hætti sem verið hefur.

  Bæjarráð samþykkir að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.7 1908024 Flóð og úrkoma
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019
  Lagt fram tilboð Véla ehf. í rafmagnsdælur í útrásarbrunna á Siglufirði:
  1. Dreno AT 200/4/240 C.275 400/690V-50HZ
  Hámarks afköst: 180 L/sek @ 4 M

  2.Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
  Hámrksafköst: 200 l/sek @ 5 M

  Deildastjóri tæknideildar leggur til að fest verði kaup á Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ

  Bæjarráð samþykkir að festa kaup á tveimur dælum, Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
  Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lögð fram kostnaðarskipting launa kennara og stjórnenda TÁT fyrir haustönn 2019. Kostnaðarskipting er reiknuð út frá kennslustundafjölda á haustönn og íbúafjölda 1. jan 2019.

  Bæjarráð samþykkir kostnaðarskiptingu TÁT á rekstri skólaársins 2019 - 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Á 629. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Benedikts Snæs Kristinssonar þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar vegna hundasvæða í báðum byggðarkjörnum.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga fyrir hundagerði á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól ásamt áætluðum kostnaði við efniskaup og flutningskostnað samtals kr. 1.883.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar en tekur fram að ekki er áætlaður kostnaður á fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna uppbygginga hundasvæða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Á fund bæjarráðs mættu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri, Kristín M.H. Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála.

  Lögð fram niðurstaða könnunar um nýtingu leikskólaplássa dagana 27. og 30. desember nk.
  Á Leikhólum eru 43 nemendur. Þar hyggjast allir foreldrar hafa börn sín heima dagana 27. og 30. desember.
  Á Leikskálum eru 71 nemandi. Þar hyggjast foreldrar 10 barna nýta leikskólaplássin milli jóla og nýárs.

  Bæjarráð samþykkir að þjónusta í Leikskóla Fjallabyggðar verði skert milli jóla- og nýárs. Skólastjóra falið að skipuleggja starfið í samræmi við þörf.
  Bæjarráð samþykkir að veita þeim foreldrum sem ekki munu nýta leikskólavistun þessa daga afslátt af vistunargjaldi í samræmi við það sem kemur til lækkunar á janúarreikning 2020.

  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lögð fram drög að leigusamningi um aðstöðu fyrir tækjabúnað Tengis ehf. í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttir fh. Eyþings, dags. 28.11.2019 þar sem vakin er athygli á að sóknaráætlun Norðurlands eystra til næstu fimm ára er nú aðgengileg á heimasíðu Eyþings. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram erindi Gústavs Arons Gústavssonar fh. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, dags. 27.11.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um viðbótarframlag vegna skólaaksturs fyrir árið 2019. Framlagið er veitt til þeirra sveitarfélaga sem hafa orðið fyrir íþyngjandi kostnaði við grunnskólaakstur úr dreifbýli á árinu 2019 umfram þau framlög sem Jöfnunarsjóður hefur greitt vegna akstursins. Skilafrestur er til 11. desember nk.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Alexanders Kárasonar fh. lexgames.is, dags. 18.11.2019 vegna kynningar á hjólabrautum og klifursvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram erindi Valgerðar Ágústsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.11.2019 er varðar yfirlit yfir rekstrarkostnað allra leikskóla sveitarfélaga árið 2018. Upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum sveitarfélaga annars vegar og svo frá Hagstofu hins vegar.

  Að gefnu tilefni er bent á að allar upplýsingar um stöðugildi og nemendafjölda koma frá Hagstofu Íslands. Um opinberar upplýsingar er að ræða. Athugasemdir, ef einhverjar eru, mega gjarnan berast fyrir 28. nóvember nk. eftir það verður upplýsingum miðlað á heimasíðu sambandsins.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rögnvalds Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 29.11.2019 þar sem minnt er á að skráning á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna stendur nú yfir, en fresturinn er til 31. desember. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram erindi nemendafélagsins Trölla við Menntaskólann á Tröllaskaga dags. 27. nóvember 2019 er varðar ósk um styrk í formi rútuferða á milli byggðakjarna vegna jólaskemmtunar nemendafélagsins.

  Bæjarráð samþykkir að styrkja nemendafélagið Trölla um rútuferðir vegna jólaskemmtunar. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram erindi Jónínu Björnsdóttur, dags. 22.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi afsláttar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar, íþróttasal vegna íþróttaskóla fyrir 2ja-5 ára börn í Fjallabyggð, fyrir tímabilið september til desember 2019, alls 15 skipti eða 30 klst. í 2/3 af sal.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á að umsóknarfrestur um styrki úr bæjarstjóði fyrir árið 2019 er útrunninn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.20 1911084 Umsókn um styrk
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram erindi Friðriks Ásgeirssonar, dags. 28.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna undankeppni HM með íslenska landsliðinu í bandý í janúar 2020 í Svíþjóð. Einnig er stefnt á lokakeppnina sem er í Finnlandi í desember 2020.
  Í september á þessu ári fór hann til Svíþjóðar í æfingarferð með landsliðinu ásamt því að fara í tvær æfingabúðir hér á Íslandi og spilaði einnig tvo æfingaleiki við Bandaríkin nú í nóvember.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni, en bendir á Verkefnasjóð UÍF sem þó er bundin því að viðkomandi afreksmaður sé skráður í aðildarfélag UÍF.
  Bæjarráð óskar Friðriki og landsliðinu góðs gengis í Svíþjóð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 29.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 3. desember 2019 Lagðar fram til kynningar:
  Fundargerð 110. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 27. nóvember sl.
  Fundargerð 7. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 25. nóvember sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 631. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019

Málsnúmer 1912001FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 632. fundar bæjarráðs staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 6. fundur - 20. nóvember 2019

Málsnúmer 1911012FVakta málsnúmer

 • 4.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
  Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 6. fundur - 20. nóvember 2019 Unnið var að drögum verkefnakistu fyrir kynningarherferð.

  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 7. fundur - 25. nóvember 2019

Málsnúmer 1911014FVakta málsnúmer

 • 5.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
  Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 7. fundur - 25. nóvember 2019 Farið var yfir veikleikapunkta úr SVÓT greiningu.
  Kostnaðaráætlun herferðar metin og lagt upp með birtingarplan fyrir markaðsátakið. Forsendur og umfang reiknivélar á vef Fjallabyggðar skoðaðar. Unnið að lokaskýrslu.


  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 9. fundur - 21. nóvember 2019

Málsnúmer 1911010FVakta málsnúmer

 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 9. fundur - 21. nóvember 2019 Farið yfir umsókn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 9. fundur - 21. nóvember 2019 Rætt um stöðuna í vinnunni hjá stýrihópnum. Gerð drög að verkefnaáætlun fyrir árið 2020. Fyrirhuguð eru verkefni eins og danskennsla, opnir tímar í rækt með leiðbeinanda, fyrirlestur um geðrækt eða sjálfsrækt og gönguskíðanámskeið. Nuddboltanámskeið verður haldið dagana 3. og 7. desember nk. Námskeiðið verður auglýst. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019

Málsnúmer 1911017FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit tímabilsins 1.1.19 - 25.11.19 fyrir Fjallabyggðarhafnir. Rekstrarhorfur eru góðar fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 7.2 1902009 Aflatölur 2019
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 26. nóvember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018. 2019 Siglufjörður 26656 tonn í 1836 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 376 tonn í 356 löndunum. 2018 Siglufjörður 22379 tonn í 1764 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 467 tonn í 447 löndunum. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 7.3 1911005 Gjaldskrár 2020
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Vísað er til erindis Ramma hf frá 20.09.19 varðandi ljósabaujur í innsiglingu á Siglufirði.
  Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur frá Vegagerðinni og reiknað er með að ljósabaujurnar (3 stk) verði komnar í gagnið í desember 2019. Framkvæmdin er styrkhæf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lögð fram tillaga að viðhaldsáætlun fyrir árið 2020.
  Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða viðhaldsáætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Hafnarstjórn leggur áherslu á að sorpgámar á gámasvæðum verði læstir og vill undirstrika að sorpgámar á hafnarsvæði eru fyrir skip sem greiða fyrir losun í þá. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 7.7 1911017 Lausn frá störfum
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram bréf frá Jónasi Sumarliðasyni þar sem hann segir upp störfum og reiknar með að hætta 1. mars 2020.
  Hafnarstjóra falið að ganga frá starfslokum Jónasar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 27.nóvember 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019

Málsnúmer 1911018FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Nefndin hafnar umsókn húseigenda að Hólavegi 27. Nefndin samþykkir að gengið verði frá nýjum lóðarleigusamning við húseiganda að Hólavegi 31 og lóðarmörk stækkuð til suðurs að lóðarmörkum Hólavegar 27 í samræmi við samkomulag sem húseigendur að Hólavegi 31 gerðu við bæjaryfirvöld árið 2006. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Tæknideild falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarinnar fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða lýsingu. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Tæknideild falin úrvinnsla málsins. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnis og matslýsingu kerfisáætlunar 2020-2029 og vísar erindinu áfram til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 4. desember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019

Málsnúmer 1911015FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Lagt var fyrir annað erindi Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir að leigja tíma í sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot og flotþerapíu og leggur fram nokkrar hugmyndir að framkvæmd. Fræðslu- og frístundanefnd hafnar erindi Önnu Huldu um hitun sundlaugar á Siglufirði vegna þeirrar skerðingar sem hitun laugarinnar hefur í för með sér fyrir aðra notendur laugarinnar. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að ræða við Önnu Huldu um nýtingu hitaðrar lendingarlaugar á Ólafsfirði fyrir samflot og flotþerapíu. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum lið.
  Leikskólastjóri lagði fram ósk um breytingu á skóladagatali leikskólans á þann veg að eftir hádegi þriðjudagsins 19. maí verði leikskóli lokaður vegna námsskeiðs/námsferðar starfsfólks. Á skóladagatali er gert ráð fyrir starfsdögum á leikskólanum 20. og 22. maí vegna námsferðar en vegna óhagstæðrar flugáætlunar er nauðsynlegt að hefja ferðalag á hádegi 19. maí. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir ósk leikskólastjóra fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
  Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk haustið 2019. Af fjórum prófum eru niðurstöður þriggja yfir meðaltali á landsvísu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
  Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls frá október 2019. Mun fleiri jákvæðar vísbendingar eru í niðurstöðum nú en í síðustu mælingu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
  Stöðuskýrsla frá Tröppu ráðgjöf ehf. lögð fram til kynningar. Vinna Tröppu við ráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar gengur vel og er á áætlun. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að fulltrúi Tröppu ehf. komi með kynningu á vinnunni og stöðu hennar í janúar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 4. desember 2019 Skýrsla starfshóps Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um tillögu að gæðaviðmiðum fyrir starf frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn lögð fram til kynningar. Fjallabyggð hefur verið boðin þátttaka á kynningarfundi hjá Akureyrarbæ í janúar og munu deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar sækja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019

Málsnúmer 1911016FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Eftirfarandi fyrirspurn hefur borist markaðs- og menningarnefnd frá Gunnari Smára Helgasyni f.h. lesanda trolla.is:

  "Hæhæ, mig langar að vita hvort menningarnefndin gæti tekið það til umhugsunar fyrir næsta ár að hér sé kveikt á jólatrénu á Siglufirði á laugardegi en ekki sunnudegi eins og síðasliðin ár. Einnig væri hægt að hafa einhvern annan dag en sunnudag. Það er ekkert um að vera hér á sunnudögum til að trekkja fólk að jólatrénu og við erum alltaf á eftir Ólafsfirðingum sem gera mikið úr deginum með sölubásunum sínum sem mér finnst alveg vera frábært hjá þeim en við gætum búið til lengri fimmtudag t.d. eða haft þetta á laugardegi þegar búðir eru opnar."

  Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrirspurnina og bendir á að undanfarin ár hefur verið misjafnt á hvaða degi kveikt er á jólatrénu á Siglufirði. Nefndin telur mikilvægt að kveikt sé á jólatrénu um helgi og í síðasta lagi kl. 16:00. Í ár var horft til þess að vera með athöfnina í framhaldi af hátíðarkirkjuskóla barnanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Drög að söfnunar- og útlánareglum fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að halda áfram vinnu við gerð reglna í samræmi við umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2020 en frestur til að skila inn tilnefningum rann út 24. október sl. Nefndin þakkar íbúum fyrir tilnefningar en nokkrar bárust. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg 23. janúar 2020. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Elías Þorvaldsson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020.

  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  Bæjarstjórn óskar Elíasi Þorvaldssyni til hamingju með útnefninguna bæjarlistarmaður Fjallabyggðar 2020.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Gildandi menningarstefna Fjallabyggðar er útgefin árið 2009. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að farið verði í endurgerð stefnunnar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með hugmynd að næstu skrefum í vinnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Samkomulag um starfslok

Málsnúmer 1912005Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um starfslok við Gunnar Inga Birgisson.

Fráfarandi bæjarstjóri sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum frá og með 1. desember sl. Gunnar Ingi mun ekki vinna uppsagnarfrestinn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um starfslok og þakkar honum fyrir vel unnin störf og samstarfið og óskar honum velfarnaðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, Helga Helgadóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Nanna Árnadóttir.

Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2020 er 257 mkr.
Útsvarsprósenta er 14.48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
Skatttekjur ársins 2020 eru áætlaðar 1.329 mkr., en útkomuspá ársins 2019 er 1.275 mkr.
Heildartekjur 2020 verða 3.002 mkr., en eru áætlaðar 2.939 mkr. í útgönguspá 2019.
Gjöld ársins 2020 eru áætluð 2.732 mkr., en eru 2.643 mkr. fyrir árið 2019.
Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 5.845 mkr. og eigið fé er 3.857 mkr. eða 66% eiginfjárhlutfall.
Skuldahlutfall bæjarsjóðs er áætlað 66,2% fyrir 2020.

Vaxtaberandi skuldir eru 365 mkr., en voru 636 mkr. árið 2018. Gert er ráð fyrir að greiða aukalega 84mkr. inn á skuldir á árinu 2020 vegna láns sem varð að taka vegna lífeyrisskuldbindinga v. Brúar og er þar með greitt upp.
Veltufé frá rekstri er áætlað 550 mkr., sem eru 18,3% af rekstrartekjum.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 441 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a)
Íþróttamiðstöð Siglufjarðar endurbætur (125m.)
b)
Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75m.)
c)
Lóðir Leikhóla og Tjarnarborgar (60m.)
d)
Malbiksyfirlagnir (45m)
e)
Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (77m)
f)
Göngustígar og gangstéttar (15m)
g)
Götulýsing - endurnýjun í LED (12m).


Af mörgu er að taka í áætluninni. Gert er ráð fyrir 1.áfanga af 3 vegna gervigrasvallar í Ólafsfirði og 1. áfanga á viðbyggingu vegna breytinga á aðgengi og aðstöðu í íþróttamiðstöð á Siglufirði. Áfram verður unnið að Heilsueflandi samfélagi og í anda þess verður áfram gjaldfrjálst í sund og rækt fyrir eldri borgara og öryrkja, frístundastyrkur til barna og unglinga verður hækkaður úr 32.500 kr. í 35.000 kr. og styrkur vegna barna- og unglingastarfs til UÍF verður hækkaður um milljón.
Á árinu 2020 verður lokið við leikskólalóðina í Ólafsfirði.
Verð á skólamáltíðum helst óbreytt í krónum talið á milli ára, þrátt fyrir vísitöluhækkun.

Breytingar á gjaldaliðum fasteignagjalda verða með eftirfarandi hætti:
Vatnsskattur verður lækkaður í 0,29% úr 0,31% og holræsagjald verður lækkað í 0,29% úr 0,32%.

Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram tíu, febrúar til nóvember.

Afsláttur á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja verður óbreyttur 70.000 kr.

Einnig verða tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja hækkuð verulega og verða sem hér segir:

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%


Rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar stendur traustum fótum. Aðhald og ráðdeild í rekstri skila rekstrarafgangi upp á 257 mkr. og veltufé frá rekstri upp á 550 mkr. sem gerir bæjarsjóði kleift að hafa hátt framkvæmdarstig og greiða niður vaxtaberandi skuldir um 115 mkr. á árinu 2020.
Á næsta ári er reiknað með að ljúka við stærsta umhverfismál byggðalagsins, það er að segja holræsa útrásir og dælubrunna í báðum byggðakjörnum.

Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegt samstarf.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023.

Bókun frá H-lista:
Bæjarfulltrúar H-listans lögðu fram tillögur í 12-liðum við gerð þessara fjárhagsáætlunar, af þeim voru nokkrar tillögur samþykktar, þökkum kærlega fyrir það og við samþykkjum þessa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

13.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeim aðstæðum sem sköpuðust í Fjallabyggð og víðar á landinu þegar óveður gekk yfir fyrr í vikunni, þar sem rafmagns-, heitavatns-, útvarps- og fjarskiptakerfi virkuðu ekki sem skildi og olli mikilli óvissu og óöryggi. Þetta eru algjörlega óboðlegar aðstæður í nútímasamfélagi þar sem allt byggir á tækni. Allir viðbragðsaðilar reiða sig á gsm kerfið þegar kemur að boðunum og þykir mildi að ekkert hafi komið uppá í þeim efnum. Í þeim aðstæðum sem upp komu var Fjallabyggð algjörlega einangruð og ekki hægt að sækja hjálp til nærliggjandi sveitarfélaga þar sem bæði Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegur voru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þurftu því viðbragðsaðilar alfarið sjálfir að leysa öll þau verkefni sem þessar aðstæður sköpuðu. Strax í upphafi rafmagnsleysisins gekk erfiðlega að nálgast eldsneyti vegna rafmagnstruflana og vegna tæknilegra vandamála í kerfi Olís beggja vegna gangnana sem olli erfiðleikum þegar leið á björgunarstörf. Enn á eftir að meta það tjón sem varð af völdum langvarandi rafmagnsleysis og aftaka veðurs. Ofan á þá eyðileggingu sem óveðrið orsakaði var heilsu og eignum einstaklinga sem og verðmætum fyrirtækja stefnt í hættu. Viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem sinnt hafa björgunarstörfum undanfarna daga verður seint fullþakkað. Þessir aðilar hafa komið fólki til aðstoðar, komið á rafmagni og hita í Fjallabyggð ásamt því að tryggja fjarskiptasamband og unnið þrekvirki fyrir íbúa Fjallabyggðar og færir sveitarfélagið þeim bestu þakkir.
Mikinn lærdóm má draga af þessari stöðu. Díselstöðvar sem voru varaafl fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð hafa verið aflagðar, en þær voru teknar niður vegna afhendingaröryggis sem koma átti með hringtengingu raforku, sem augljóslega brást í þessu veðri. Auk þess er óeðlilegt að varaaflstöðvar fyrir fjarskiptakerfi viðbragðsaðila séu ekki fyrir hendi.
Það er skýlaus krafa Fjallabyggðar að til úrbóta verði gripið því ekki er hægt að una við óbreytt ástand.

Fundi slitið - kl. 19:25.