Öldungaráð Fjallabyggðar

3. fundur 08. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Stefánsdóttir varamaður
  • Björg Friðriksdóttir varamaður
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
  • Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu
Fundargerð ritaði: Helga Helgadóttir
Konráð Baldvinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Hrafnhildur Stefánsdóttir, Ingvar Ágústsson boðaði forföll og í hans stað mætti Björg S. Friðriksdóttir, Jón Valgeir Baldursson boðaði forföll og í hans stað mætti Særún Hlín Laufeyjardóttir, Nanna Árndóttir boðaði forföll og varamaður einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2020 sem eru eftirfarandi:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.

Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%

Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk eru sem hér segir:

Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.200.000 - 100%
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

Áfram verður boðið upp á heimsendar máltíðir um helgar til þeirra öryrkja og eldri borgara sem kaupa máltíðir virka daga. Heimsending á helgarmáltíðum hófust í október og hefur mælst vel fyrir. Líkt og á virkum dögum eru máltíðir keyptar af HSN fyrir Siglufjörð og dvalarheimilinu Hornbrekku fyrir Ólafsfjörð.

Starfsemi dagdvalar og félagsstarfs eldri borgara og öryrkja í Hornbrekku, Skálarhlíð og Húsi eldri borgara verður áfram efld.

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur sótt um styrk í Lýðheilsusjóð Landlæknisembættisins meðal fyrirhugaðra verkefna ef styrkur fæst er fyrirlestur um geðheilsu og útvíkkun á leiðsögn í rækt fyrir eldri borgara. Áfram verður boðið upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og í ár.

Öldungaráð lýsir ánægju sinni með forsendur fjárhagsáætlunar og þau verkefni sem áætluð eru á árinu 2020.

Fundi slitið - kl. 13:30.