Bæjarráð Fjallabyggðar

632. fundur 13. desember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar vill þakka viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem stóðu vaktina á meðan óveðrið gekk yfir dagana 10. til 12. desember fyrir mikið og óeigingjarnt starf við björgunaraðgerðir.

Bæjarráð óskar eftir að fá greinargerð frá viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, slökkviliði, lögreglu, Rauða krossinum, HSN, þjónustumiðstöð og öðrum stofnunum Fjallabyggðar.

Von er á fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Fjallabyggðar síðar í dag.


2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Farið yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2020, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Laugarvegur 37 - íbúð 101

Málsnúmer 1910107Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í íbúð 101 að Laugarvegi 37, Siglufirði.

Bæjarráð hafnar tilboðinu.

4.Áskorun til sveitarfélaga vegna heimilissorps

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fréttabréfi vegna klippikorta sem tekin verða í notkun á gámasvæðum Fjallabyggðar í janúar 2020. Markmið klippikorta er að auka flokkun og draga úr urðunarkostnaði. Einnig lagt fram fréttabréf um samstarf Plastpan og Íslenska gámafélagsins um plastendurvinnslu og sveitarfélaginu boðið að prufa festingar fyrir sorptunnur sem hannaðar hafa verið úr endurunnu plasti. Ef festingar reynast vel mun íbúum bjóðast þessi lausn til frambúðar.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið fái festingar á ruslatunnur til prufu og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

5.Umsókn um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1910141Vakta málsnúmer

Á 629. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar óskaði ráðið eftir umsögn og kostnaðarmati vegna tveggja garðhýsa og stækkunar á marksvæði skíðasvæðisins í Tindaöxl vegna umsóknar SÓ um styrk, dags. 27.10.2019

Bæjarráð hafnar beiðni um styrk. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna garðhýsis undir tímatöku á framkvæmdaráætlun ársins 2020.

6.Fyrirspurn um hleðslustöðvar

Málsnúmer 1912017Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Steingríms Kristinssonar, dags. 04.12.2019 er varðar áætlanir bæjarfélagsins um uppsetningu og fjölgun rafhleðslustöðva fyrir rafbíla í Fjallabyggð, einkum Skálahlíð.

Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni vegna rafhleðslustöðvar við Skálahlíð á fjárhagsárinu 2020.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi möguleika íbúa Skálarhlíðar á að hlaða rafknúin ökutæki sín.

7.Kerfisáætlun 2020-2029

Málsnúmer 1911066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Landsnets, dags. 22.11.2019 þar sem fram kemur að vinna við kerfisáætlun 2020-2029 er hafin og er verkefnis- og matslýsing nú aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is til og með 23.12.2019.

8.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

Málsnúmer 1912022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aflsins, dags 06.12.2019 þar sem óskað er eftir styrk til relsturs Aflsins. Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hefur starfað frá árinu 2002. Starfsemi byggir á einstaklingsviðtölum og sjálfshjálparhópum sem sýnt hefur verið fram á að er mikilvægur þáttur í því ferli að takast á við afleiðingar ofbeldis. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Aflið um 50.000 kr. sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

9.Úttekt á rekstri og mannvirkjum Akureyrarflugvallar

Málsnúmer 1912021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttekt á rekstri og mannvirkjum Akureyrarflugvallar sem gefin var út í nóvember 2019. Úttektin er unnin af Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 383. mál til umsagnar

Málsnúmer 1912012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 04.12.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

11.Fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga 28. nóvember 2019

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra skv. 12. gr. lögreglulaga frá 28. nóvember sl.

12.Fundargerð frá fundi stjórnar MN 27. nóv. 2019

Málsnúmer 1912007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 27. nóvember sl.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019

Málsnúmer 1901024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember sl.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar:
Fundargerð 79. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4. desember sl.
Fundargerð 249. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 4. desember sl.
Fundargerð 59. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 5. desember sl.

Fundi slitið - kl. 10:15.