Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 10.09.2014

Bæjarstjóri fór yfir og lagði fram til tillögu að skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningu verkþátta í tengslum við fjárhagsáætlunarferlið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagðar fram tillögur um næstu skref er varðar áætlun ársins 2015.
Bæjarráð samþykkir neðanritað.
1.
að boða til fundar með fulltrúum KPMG þriðjudaginn 23.09.2014., um áætlun og stöðu Fjallabyggðar.
2.
að taka til afgreiðslu tillögu um álagningarstofna Fjallabyggðar á næsta fundi bæjarráð 23.09.2014 fyrir árið 2015.

Bæjarráð leggur einnig áherslu á neðanritað, er varðar vinnu við áætlun fyrir árið 2015.
1.
að útgönguspá fyrir árið 2014 verði til umræðu þriðjudaginn 28.10.2014.
2.
að allar rekstrartölur fyrir árið 2014 séu yfirfarnar af deildarstjórum.
3.
að allar upplýsingar um viðhaldsverkefni verði til umræðu á þeim fundi.
4.
að allar upplýsingar um fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir verði til yfirferðar og umræðu á sama fundi.
5.
að búið verði að reikna öll laun bæjarstarfsmanna og senda til forstöðumanna til skoðunar og staðfestingar.
6.
að búið sé að fara vandlega yfir öll stöðugildi og nýjar óskir fyrir árið 2015.
7.
að búið sé að reikna innri leigu til að hægt sé að setja hana inn í reiknilíkan bæjarfélagsins.
8. að búið sé að yfirfara og skoða gjaldskrár, koma fram með tillögur um breytingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Ætlunin var að fá fulltrúa KPMG á fund bæjarráðs, en komu þeirra var frestað til 30.09.2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30.09.2014

Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar KPMG, Þorsteinn Þorsteinsson og Arnar Árnason, bæjarfulltrúinn Kristjana R. Sveinsdóttir og varabæjarfulltrúinn Brynja I Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar KPMG voru með fræðslu um fjármál sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 07.10.2014

Lagður fram áætlunarútreikningur fyrir fasteignagjöld fyrir árið 2015. Þar kemur fram að hækkunin muni verða um 6,9% eða um 19,8 m.kr.
Á næsta fundi verða tekjustofnar bæjarfélagsins lagðir fram til umræðu, ásamt greinargerð bæjarstjóra er varðar ramma að áætlun ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16.10.2014

Bæjarstjóri kynnti greinargerð að forsendum að fyrstu drögum að áætlun ársins. Áður en útgönguspá fyrir árið 2014 liggur fyrir og rammi fyrir árið 2015 verður ákveðinn er brýnt bæjarráð taki afstöðu til neðanritaðs:

1. Útsvar.
Lagt er til að viðhalda sömu álagningaprósentu á útsvari fyrir árið 2015, þ.e. 14,48%.

2. Fasteignaskattar og gjöld.
Lagt er til að álagningarstofnar fasteignagjalda verði óbreyttir á árinu 2015.

3. Lagt er til að miðað verði við forsendur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga er varðar aðrar forsendur fyrir áætlunargerð sveitarfélaga fyrir árið 2015.
Áður lagt fram til kynningar.

4. Fjárfestingar og afborganir lána.

Lagt er til að í eignfærða fjárfestingu verði varið um kr. 200.000.000
Miðað er við að afborgun lána sé kr. 64.000.000
Ekki er gert ráð fyrir lántökum.

5. Aðrar áherslur.
Að rekstur málaflokka taki mið af rauntekjum.
Að rekstrarniðurstaðan verði í lok yfirferðar jákvæð.
Að veltufé frá rekstri miðist við 10% - 15% .
Að veltufjárhlutfall verði aldrei lægra en 1,0.
Að skuldahlutfall verði aldrei hærra en lög gera ráð fyrir.
Að handbært fé í árslok verði ekki lægra en verið hefur.

Vísað er einnig í forsendur sem fram komu á 355. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir ofangreindum forsendum.

Eftir yfirferð og umræður lagði bæjarstjóri fram samanburð á gjaldskrám fyrir Fjallabyggð og var ákveðið að skoða þær á næsta fundi.

Mikilvægt er að bæjarfulltrúar komi fram með mótaðar tillögur á næsta fund bæjarráðs ef gera á breytingar á umfangi rekstrar á næsta ári.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Eftirfarandi punktar voru lagðir fram til umræðu í bæjarráði:
1. Drög að útgönguspá fyrir árið 2014.
2. Breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2015.
3. Nefndarlaun breytingar.
4. Breytingar á húsaleigu.
5. Lífeyrisskuldbindingar - breytingar á árinu 2014.
6. Aðrar áherslur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 362. fundur - 30.10.2014

Lögð fram tillaga með greinargerð að fjárhagsáætlun fyrir fyrir árið 2015 - 2018.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála og bæjarstjóri fóru yfir forsendur reiknilíkans og áætlaða útkomu fyrir umrædd ár.
Eftir umræður og yfirferð var ákveðið að vísa framkomnum tillögum að fjárhagsramma til útfærslu og frekari skoðunar hjá deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins. Einnig er óskað eftir ábendingum og tillögum er varðar fjárfestingar á árunum 2015 - 2018 í forgangsröð.
Verkskil deildarstjóra og forstöðumanna eru áætluð 7. nóvember og að umfjöllun nefnda verði lokið 18. nóvember.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
Gera skal ráð fyrir sérstökum launalið vegna langtímaveikinda að upphæð 13 milljónir.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
1. Að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014, sjá hér frávik í liðum 2 - 5.
2. Að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2015.
3. Að matarkostnaður í leikskóla og grunnskóla taki mið af breytingum á vísitölu.
4. Að gjaldskrá dagþjónustu aldraðra verði óbreytt á árinu 2015.
5. Að þjónustugjöld á vegum félagsþjónustu verði óbreytt á árinu 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Lagður fram breyttur fjárhagsrammi fyrir áætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015, miðað við samþykktir á síðasta fundi bæjarráðs.

Rekstrarsamningar og styrkir til félagasamtaka vegna fasteignaskatta verða teknir til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12.11.2014

Steinunn Sveinsdóttir vék af fundi vegna tengsla sinna við Síldarminjasafnið og tók Kristjana Sveinsdóttir sæti á fundinum. Kristinn Kristjánsson stjórnaði fundi.
Samningar við Síldarminjasafnið voru samþykktir óbreyttir frá frá árinu 2014 og er samningstíminn í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

Steinunn tók við stjórn fundarins.

1. Lagðar fram upplýsingar um allar umsóknir um styrki fyrir árið 2015.
Um er að ræða styrki sem fagnefndir bæjarfélagsins gera tillögur um sem og styrki og samninga sem bæjarráð samþykkir f.h. bæjarstjórnar.

2. Lagðar fram upplýsingar um helstu viðhaldsverkefni á árinu 2015.
Áætlaður heildar kostnaður vegna viðhaldsverkefna er um 250 m.kr.
Í ramma fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 30 m.kr.
Verkefnum verði forgangsraðað af deildarstjóra tæknideildar og verði þeim upplýsingum komið inn á fund bæjarráðs 25. nóvember.

3. Lagðar fram upplýsingar og áherslur um framkvæmdir á árinu 2015 - 2018.
Áætlaðar heildarframkvæmdir eru metnar af tæknideild um 250 m.kr.
Inni í þeirri tölu er ekki kostnaður við holræsaframkvæmdir.
Í ramma fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 140 m.kr.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17.11.2014

Farið yfir helstu lykiltölur fjárhagasáætlunar og fjárhagsramma.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18.11.2014

Bæjarráð tók neðanritað til afgreiðslu.

1. Samningar.
Bæjarráð yfirfór gerða samninga sem gerðir voru í upphafi árs 2014 og gilda til áramóta 2015 - 2016.

a) Samstarfssamningur um rekstur knattspyrnuvalla kr. 5.637.000.-.
b) Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar kr 7.887.000.-. Innifalið er afborgun af snjótroðara.
Fram kom ábending um að samningur um uppbyggingu skíðagöngubrautar rann út 2014. Bæjarstjóra falið að boða stjórn félagsins til viðræðna.
c) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku kr. 1.600.000.-.
d) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins í Hólsdal kr. 1.600.000.-.
e) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Glæsir kr. 500.000.-.
f) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Gnýfara kr. 500.000.-.
g) Samstarfssamningur við Síldaminjasafnið um byggingu Salthússins kr. 500.000.-.
h) Samningur um rekstur Sigurhæða ses kr. 1.897.000.-.

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun um lið g) um Síldarminjasafnið.

Afgreiðslu rekstrarstyrkja, viðhalds- og framkvæmdaliða frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna hreinlætismála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna skipulags- og byggingarmála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna umferðar- og samgöngumála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna umhverfismála.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna eignasjóðs.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna þjónustumiðstöðvar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna veitustofnunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20.11.2014

1. Styrkir frá síðasta fundi. Umsóknir til afgreiðslu í bæjarráði:Sjálfsbjörg Siglufirði
75.000
Félag um Ljóðasetur 320.000
Herhúsfélagið

500.000
Fél. eldri borgara á Sigluf og Fljótum 100.000
Fél. eldri borgara i Ólafsfirði 100.000
Arnfinna Björnsdóttir
50.000

Þjóðlagasetur á Siglufirði
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins enda barst umsóknin of seint. Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum.
Sigurður Ægisson
50.000
Aðalheiður Eysteinsdóttir
200.000
Magnús Rúnar Magnússon
20.000
Listhús ses

10.000
ÚÍF
1.500.000
Foreldrafélag Grunnskólans
110.000
Björgunarsveitin Tindur

1.000.000
Björgunarsveitin Strákar
1.000.000
Foreldrafélag Leikskála
55.000
Foreldrafélag Leikhóla
55.000
Ólafsfjarðarkirkja


150.000
Systrarfélag Siglufjarðarkirkju
150.000
Ólafsfjarðarkirkja - barnastarf
150.000
Siglufjarðarkirkja- barnastarf

150.000
Síldarminjasafnið


500.000
Karlakór Siglufjarðar

798.856
Slysavarnardeildin Vörn

500.000

Bæjarráð hafnaði neðanrituðum sumsóknum.
KF - samningur í Boganum


Pæjumót
- styrkir vegna skemmtanahalds


Skotveiðifélag Ólafsfjarðar - geymslugjöld á gámi

Umsókn frá KvennaathvarfiKirkjuvinir SiglufjarðarkirkjuGarðyrkjufélag Fjallabyggðar

Bæjarráð samþykkti samhljóða ofanritað en bæjarfulltrúar D- og B- lista lögðu fram eftirfarandi breytingartillögur:

1. Styrkur til Félags um ljóðasetur verði kr. 250.000, úthlutun 2014 var kr. 220.000.
2. Styrkur til Herhúsfélagsins verði kr. 400.000.
3. Styrkur til Arnfinnu Björnsdóttur verði kr. 40.000, úthlutun 2014 var kr. 50.000.
4. Styrkur til Sigurðar Ægissonar verði kr. 40.000, úthlutun 2014 var kr. 50.000.
5. Styrkbeiðni Magnúsar Rúnars Magnússonar verði hafnað.
6. Styrkbeiðni Listhússins ses. verði hafnað.
7. Styrkur til Slysavarnardeildarinnar Varnar verði kr. 250.000.

Breytingartillögunni var hafnað með 2 atkvæðum meirihluta bæjarráðs.


2. Viðhald og framkvæmdir frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir neðanritaðar tillögur er varðar viðhald og framkvæmdir á árinu 2015.
Viðhaldsliðir eru samþykktir og er deildarstjóra tæknideildar og forstöðumönnum falið að forgagnsraða verkefnum.
Áherslur framkvæmdarliða koma fram undir hverjum lið hér að neðan.
Stofnun Verkefni.Viðhald.

Framkvæmdir.
1.
Leikskólinn Leikhólar


1.750.000.-

750.000.-

Lögð er áhersla á hönnun leikskólalóðar og val á nýjum leiktækjum fyrir árið 2016.
2.
Leikskólinn Leikskálar


1.750.000.-

7.550.000.-

Lögð er áhersla á hönnun leikskólalóðar og val á nýjum leiktækjum fyrir árið 2016.

Lögð er áhersla á hönnun á viðbyggingu og eldra húsnæðið verði endurskoðað með tilliti til starfsmannaaðstöðu.

Lögð er áhersla á framkvæmdir við endurbætur á eldhúsi.
3.
Grunnskólinn Norðurgata 10

3.850.000.-

1.000.000.-

Lögð er áhersla á kaup á nemendaskápum
4.
Barnaskólinn á Ólafsfirði

3.450.000.-

2.500.000.-

Lögð er áhersla á framkvæmdir við dren, háf og neyðarútgang úr tölvustofu.
5.
Tónskólinn Siglufirði


1.550.000.-
6.
Gervigrasvellir100.000.-
7.
Skíðaskáli Ólafsfirði


250.000.-
8.
Troðaraskemma


100.000.-
9.
Íþróttamiðstöð Ólafsfirði

1.650.000.-

600.000.-

Lögð er áhersla á hellulagnir
10.
Sundlaug Siglufirði


2.750.000.-

3.000.000.-

Lögð er áhersla á aðkomu að austanverðu og klórdamm.
11.
Íþróttahús á Siglufirði


2.800.000.-
12.
Bókasafnið Ólafsfirði


250.000.-
13.
Ráðhús Fjallabyggðar


1.500.000.-

2.600.000.-

Lögð er áhersla á loftræstingu

Lögð er áhersla á að ljúka við merkingar og uppsetningu á skjólgardínum á 3. hæð
14.
Tjarnarborg - menningarhús

9.250.000.-


15.
Slökkvistöð Fjallabyggðar

550.000.-
16.
Vallarhúsið Ólafsfirði


750.000.-
17.
Menntaskólinn á Tröllaskaga

9.000.000.-
18.
Kirkjugarður Siglufjarðar
5.000.000.-

Lögð er áhersla á landmótun og stígagerð
19.
Gatnakerfi30.000.000.-

30.000.000.-

Lögð er áhersla á að deildarstjóri geri tillögur um framkvæmdir fyrir lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.
20.
Gangstéttar og plön


12.000.000.-

12.000.000

Lögð er áhersla á að deildarstjóri geri tillögur um framkvæmdir fyrir lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.
21.
Stækkun íbúða í Skálahlíð
7.500.000.-

Lögð er áhersla á sameiningu tveggja íbúða á árinu 2015
22.
Umhverfisverkefni með Rauðku10.000.000.-

Lögð er áhersla á stígagerð og umhverfisátak á Vesturtanga

Bæjarráð samþykkir framkonar tillögur.

3. Styrkir til lækkunar fasteignarskatta.

Bæjarráð staðfestir reglur um fasteignagjaldsstyrki - heild um kr. 2.500.000

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20.11.2014

Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri kl. 17:30. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2015. Olga vék af fundi kl. 18:00.

Á fundinn mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kl. 18:00. Ríkey gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Ríkey vék af fundi kl. 18:30.

Deildarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans og íþrótta og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Íþrótta- og æskulýðsmála.

Fræðslu- og frístundanefnd mun fjalla frekar um fjárhagsáætlun ársins 2015 á næsa nefndarfundi.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 21.11.2014

Félagasmálanefnd fór yfir helstu lykiltölur og einstaka gjaldaliði félagsþjónustunnar við fjárhagsáætlunargerð 2015. Deildarstjóra falið að ganga frá tillögunum til bæjarráðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21.11.2014

Vísað til nefndar
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2015 fyrir málaflokkinn atvinnumál.

Atvinnumálanefnd samþykkir að vísa tillögunni til bæjarráðs og leggur áherslu á að veitt verði auknu fé til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24.11.2014

Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir helstu lykiltölur og einstaka gjaldaliði fræðslu- og æskulýðsmála við fjárhagsáætlunargerð 2015.

Undir þessum lið funargerðarinnar var farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um frístundastyrki. Eftirfarandi var fært til bókar:

ÚÍF fasteignaskattur, vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Ólafsfjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Siglufjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Siglufjarðar, SNAG búnaður. Samþykkt að gert verði ráð fyrir þessum búnaðarkaupum á stofnbúnarlið íþróttamiðstöðvarinnar, kr. 360.000.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Fjallaskíðamót. Þar sem umsóknin snýr að kynningar og markaðsetningu mótsins, sem er ætlað fullorðnum, telur nefndin verkefnið ekki falla undir styrkveitingu til ungmenna og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, hækkun á Þjónustusamningi. Vísað til bæjarráðs.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðamót Íslands. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
Hestamannafélagið Gnýfari, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hestamannafélagið Glæsir, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hestamannafélagið Glæsir, fasteignaskattur. Vísað til bæjarráðs.
KF, þjónustusamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Herdís Erlendsdóttir, umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 300.000.
Smástrákar, Unglingasveit Björgunarsv. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
Sævar Birgisson, heimsmeistaramót í skíðagöngu. Umsókn barst of seint. Nefndin synjar umsókninni fyrir sitt leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að aksturskostnaður vegna einstakra deilda og stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði tekinn til gagngerrar athugunar og leitast verði við að ná fram sparnaði á þessum útgjaldalið.

Lagt er til að frístundastyrkir verði hækkaðir í 9.000 kr. og aldursmörk verði jafnframt færð niður í fjögurra ára aldur.

Skoðaður verði möguleiki á rekstarleigu líkamsræktartækja í íþróttamiðstöð.

Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði endurskoðuð, fyrir næsta skólaár, í samræmi við það sem tíðkast í nærliggjandi sveitarfélögum.

Kannað verði hvort að unnt sé að ná fram hagræðingu í rekstri leikskólans með útboði á hádegismat fyrir leikskólann. Leggur nefndin áherslu á að niðurstöður liggi fyrir áður en ráðist verði í breytingar á eldhúsi Leikskála.

Lagt er til að umsjón með tölvukerfum stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði samræmd eins og hægt er og leitast verði við að á fram aukinni hagræðingu og sparnaði.

Liðir sem falla undir aðkeypta sérfræðiþjónstu skólanna verði færðir undir einn sameiginlegan gjaldalið félags- og skólaþjónustu.

Deildarstjóra falið að ganga frá tillögunum til bæjarráðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26.11.2014

Lögð fram starfsáætlun fyrir næsta ár og áætlunarbók.
Eftir yfirferð var áætlunin samþykkt með breytingum. Hafnarstjórn skilar þar með áætlun í samræmi við ákvörðun síðasta fundar og er áætlun hafnarstjórnar í samræmi við ramma ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 369. fundur - 28.11.2014

Lagt fram yfirlit yfir tillögur til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Niðurstaða rekstrar fyrir 2015 er 72,584 millj. í tekjur umfram gjöld, sem er 11% framlegðarhlutfall.
Veltufjárhlutfall er 1,04
Niðurstaða framkvæmda er 180,000 millj..
Gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok 2015 sé 64,965 millj..

Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 01.12.2014

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.
Þar kom m.a. fram að:
1. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 3,6% á árinu 2015.
2. Rekstrarniðurstaðan verður jákvæð öll árin til 2018.
3. Veltufé frá rekstri er 13,3% árið 2015.
4. Veltufé frá rekstri er jákvætt öll árin til 2018.
5. Skuldir verða greiddar niður um 66 m.kr. árið 2015 og samtals 246 m.kr. öll árin.
6. Til fjárfestinga verði varið um 180 m.kr. á árinu 2015.
7. Til fjárfestinga verði varið samtals um 715 m.kr. á árunum 2015 - 2018.
8. Lántaka verður engin á árunum 2015 - 2018.
9. Handbært fé verður á árinu 2015 um 65 m.kr.
10. Samtala rekstrarniðurstöðu verði öll árin jákvæð.
2015 verður rekstrarniðurstaðan um 73 m.kr.
2016 verður rekstrarniðurstaðan um 70 m.kr.
2017 verður rekstrarniðurstaðan um 73 m.kr.
2018 verður rekstrarniðurstaðan um 59 m.kr.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn 15. desember 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 09.12.2014

Lagt fram til kynningar áherslur er varðar viðhaldsverkefni fyrir árið 2015 og verkefni til framkvæmda á árinu 2015.
Einnig áherslur deildarstjóra tæknideildar er varðar framkvæmdir í gatna- og gangstéttagerð á árinu 2015.

Undir þessum dagskrárlið lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar og óskar að þeim sé svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð.
a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu.
a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði.
a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði.
a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

7. Grunnskóli Fjallabyggðar.
a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs.
a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs rekstur og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Á síðasta fundi bæjarráðs lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar.
Óskaði hún eftir að þeim yrði svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

Eftirfarandi svör eru lögð hér fram á fundi bæjarráðs:

1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð
a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

Svör:
1.a.3.750 kr/m2 yfirlögn (skv. tilboði sumar 2014)
6.500 kr/m2 viðgerðir (skv. tilboði sumar 2014)
b. 1.100 kr/lm sögun á malbiki
45.000 kr/stk götuniðurfall
200.000 kr/stk 600mm brunnur
8.000 kr/lm 200mm fráveitulögn
4.500 kr/lm grafa fyrir lögn sanda og fylla
1.000 kr/m3 gröftur
3.000 kr/m3 fylling
2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu
a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

Svör:
2.a. Meirihlutinn telur rétt að ljúka þeirri framkvæmd sem fyrri bæjarstjórn ákvað að ráðast í og gera vinnuaðstöðu starfsmanna bæjarskrifstofu viðunandi. Með sameiginlegri skrifstofu fyrir báða byggðakjarna næst fram hagræðing í rekstri á skrifstofu bæjarfélagsins og skilvirkni í stjórn þess.

3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði
a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

Svör:
3.a. Meirihlutinn telur að brýn þörf sé fyrir viðbyggingu við Leikskála eins og augljóslega má sjá í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 en þar er gert ráð fyrir að ráðist verði í hönnun viðbyggingar og leikskólalóðar á árinu 2015 svo að raunhæft kostnaðarmat liggi fyrir þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verður unnin. Þegar ákvörðun um bráðabirgðahúsnæði var tekin var öllum ljóst að það væri - eins og liggur í hlutarins eðli - aðeins til bráðabirgða. Að mati leikskólastjóra er hægt að búa við þá lausn í eitt til tvö skólaár. Meirihlutinn leggur áherslu á að leikskólabörn og starfsfólk leikskólans búi við góðar aðstæður og eru lagfæringar á eldhúsi Leikskála eitt dæmi um það. Leikskóli Fjallabyggðar hefur verið látinn sitja á hakanum undanfarin ár og það er vilji meirihlutans að snúa þeirri þróun við.
3.b. Áætlaður kostnaður miðast við 350.000 kr/m2
Hönnun húsnæðis liggur ekki fyrir og þar með liggur stærð byggingarinnar ekki fyrir.
Stærð á viðbótarhúsnæði gæti verið um 60 m2.
Heildarkostnaður gæti þar með verið um 21 m.kr.

4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði
a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

Svör:
4. a. Áætlaður kostnaður miðast við 300.000 - 350.000 kr/m2
Tillaga að hönnun viðbyggingar liggur fyrir, en málið hefur ekki fengið umfjöllun í bæjarráði eða fagnefnd. Málið verður til umræðu eftir áramót.
Framkomin tillaga miðast við um 102 m2.
Áætlaður kostnaður er því um 31 - 36 m.kr.

5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

Svör:
5. Bæjaryfirvöld hafa fullan hug á að uppfylla þann samning sem undirritaður var við Rauðku ehf. Endanleg hönnun svæðisins liggur ekki fyrir og því er ekki hægt að áætla kostnað fyrr en búið er að ákveða hvað skal gera, þ.e. hversu langir vegir/göngustígar eiga að vera, hvernig landmótun á svæðinu verður o.s.frv..
Því hefur hönnun svæðisins forgang á árinu 2015 í samráð við Rauðku ehf. en Rauðka ehf. hefur lagt áherslu á að framkvæmdir hefjist á árinu og hefur fyrsti áfangi verið ákveðinn á því ári.
6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

Svör:
Að sjálfsögðu eru umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði og má þar nefna framkvæmdir á tjaldsvæðinu sem og að lagfæringar, tiltekt á eyrinni og við námusvæðið í Ólafsfirði. Í áætlun er gert ráð fyrir um 5,0 m. kr. til þess verkefnis og um 4,0 m.kr. frá Vegagerð vegna frágangs á umræddum svæðum. Þá má geta þess að gert er ráð fyrir 17,5 m.kr. til annarra verkefna þ.á.m. umhverfisverkefna sem ákveðin verða þegar nær dregur sumri.
7. Grunnskóli Fjallabyggðar
a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

Svör:
a. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
b. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
c. Sjáanlegur sparnaður er í því fyrir Fjallabyggð til lengri tíma litið að reka tvær byggingar á grunnskólastigi en fjórar, en ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
d. Ekki er hægt að tala um aukinn fjármagnskostnað er varðar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins þar sem lántaka hefur verið í lágmarki og engin lán tekin á síðustu árum.
Fjármagnstekjur hafa lækkað í takt við lækkun á handbæru fé og einnig er rétt að minna á að vextir hafa á sama tíma lækkað hjá innlánsstofnunum.
e. Afskriftir af grunnskólahúsnæði við Tjarnarstíg er 6,8 millj. og við Norðurgötu 6,2 millj. Afskriftir af leikskólanum við Brekkugötu eru 2,3 millj. og 2,7 millj. af skólanum við Ólafsveg. Tónskólinn við Aðalgötu er afskrifaður um 0,5 millj. og húsnæðið við Aðalgötu í Ólafsfirði er afskrifað um 0,4 millj.
Gamla grunnskólahúsnæðið við Hlíðarveg á Siglufirði er afskrifað árlega um 0,2 millj.
8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs
a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs reksturs og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?

Svör:
Lausafjárstaðan hefur lækkað á liðnum árum en hefur verið viðunandi.
Framkvæmdir síðastliðinna ára hafa haft áhrif á lausafjárstöðu bæjarins en enn sem komið er hefur ekki þurft að taka lán.
a.Lausafjárstaða bæjarfélagsins er öllum kunn, sjá áætlun síðustu ára og til ársins 2018.
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir 65 millj. í handbært fé í lok árs.
Megin þungi framkvæmda fellur á sumarmánuðina. Svo gæti farð að skammtímalán þurfi til að laga lausafjárstöðuna á því tímabili.
Veltufé frá rekstri er mælikvarði á hve auðvelt er fyrir bæjarfélagið að standa undir áhvílandi skuldbindingum.
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir veltufé standi að mestu undir rekstri, framkvæmdum og afborgunum lána.

Handbært fé í árslok
2010 270.253 millj.
2011 214.508 millj.
2012 108.317 millj.
2013 206.144 millj.
2014 upphafsáætlun 60.889 millj.
2014 útkomuspá 73.267 millj.
2015 áætlun 64.965 millj.

Í fyrri umræðu þann 1.12.2014, var gert ráð fyrir að handbært fé verði:
2016, 52.898 millj.
2017, 47.106 millj.
2018, 39.989 millj.
Almennt er miðað við og bæjarráð Fjallabyggðar lagði áherslu á að veltufjárhlutfall eigi ekki að vera lægra en 1,0 til að lausafjárstaðan sé í ásættanlegu ástandi.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2015 -2018 uppfyllir þau skilyrði.

Í ljósi þess að í tillögu að fjárhagsáætlun er handbært fé að lækka, þarf bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort endurskoða eigi fjárhagsáætlunina til að handbært fé sé sem næst útkomuspá 2014.
Meirihluti bæjarráðs leggur þar með til að í áætlun 2016 - 2018 sé miðað við 170 m.kr. í fjárfestingar.

Farið var yfir samantekt um mál sem var vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

Þau mál sem eftir var að bóka með formlegum hætti og afgreiða eru eftirfarandi:

1. Útvarp frá bæjarstjórnarfundum
FM. Trölli.is vildi kanna hvort áhugi væri fyrir því að útvarpa frá fundum bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að erindinu verði hafnað að sinni og tekið upp á næsta ári.

2. Endurnýting á affallsvatni - Sundlaugin í Ólafsfirði

Bæjarráð leggur til að deildarstjóri leggi fram greinargerð um áætlaðan kostnað og beri saman við ávinning.

3. Endurbætur að Hóli á Siglufirði
Um er að ræða styrkbeiðni að upphæð 2 milljónir á ári í 4 ár.

Erindi hafnað.

Bæjarráð leggur til að fundin verði önnur lausn á málinu.

Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi óskar að bókað sé að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.

4. Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - Fjallskilanefnd

Bæjarráð telur rétt að vinnuhópur sem skipaður var á 350. fundi bæjarráðs, 5. ágúst 2014, komi fram með tillögur áður en gerðar verði breytingar á samþykktum bæjarfélagsins er þetta mál varðar.

5. Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Meirihluti bæjarráðs frestar málinu þar til eftir áramót.

6. Sláttuvélar við knattspyrnuvelli - endurnýjun á vélarkosti

Meirihluti bæjarráðs óskar eftir tillögum frá deildarstjóra tæknideildar, ásamt ábendingum frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar og íþrótta- og tómstundafulltrúa um endurnýjun tækja og búnaðar fyrir næstu ár.
Rétt er einnig að kanna kosti þess að koma á fót tækjadeild á vegum þjónustumiðstöðvar.

7. Styrkumsókn - áhaldakaup - erindi Lísebetar Haukdóttur.

Bæjarráð hafnar búnaðarkaupum í Íþróttamiðstöð Ólafsfirði.

8. Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg - búnaðarkaup

Bæjarráð hafnar erindinu að þessu sinni og leggur til að fundin verði hagkvæmari lausn á málinu.

9. Snjóflóðaeftirlit - Skíðasvæðið Skarðsdal
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir þær breytingar sem þarf að gera á fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.

Rekstrarbreytingar 2015 samtals gjöld upp á 1,2 millj. og lækkun vegna framkvæmda upp á samtals 25 millj. 2016 - 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

S. Guðrún Hauksdóttir óskaði að bókað yrði:
"Ég undirrituð lýsi yfir vonbrigðum með hvernig staðið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 af hálfu meirihlutans. Mikilvægar upplýsingar hafa komið mjög seint fram t.d. er fyrst nú á milli fyrri og síðari umræðu verið að taka til afgreiðslu mál sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar á árinu. Skortur á upplýsingum hefur gert bæjarfulltrúm minnihlutans erfitt fyrir að rækja skyldur sínar, sem kjörnir fulltrúar og áskil ég mér rétt til frekari bókana við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn".

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 15.12.2014

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.
Stefnuræðuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar.

Helstu stærðir í milljónum króna eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2015 kr. 71,4 jákvæð.
2016 kr. 69,1 jákvæð.
2017 kr. 73,0 jákvæð.
2018 kr. 58,5 jákvæð.

Veltufé frá rekstri samstæðu:
2015 kr. 264,3
2016 kr. 261,1
2017 kr. 261,9
2018 kr. 247,6

Handbært fé í árslok:
2015 kr. 63,8
2016 kr. 60,5
2017 kr. 63,5
2018 kr. 60,1

Fjárfestingar samstæðu:
2015 kr. 180,0
2016 kr. 170,0
2017 kr. 170,0
2018 kr. 170,0

Lántaka samstæðu:
2015 kr. 0
2016 kr. 0
2017 kr. 0
2018 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2015 kr. 65,8
2016 kr. 66,3
2017 kr. 60,9
2018 kr. 52,9

Skuldir og skuldbindingar samstæðu:
2015 kr. 1.739,7
2016 kr. 1.715,3
2017 kr. 1.692,4
2018 kr. 1.675,1

Tekjur samstæðu:
2015 kr. 1.999,5
2016 kr. 1.999,5
2017 kr. 1.999,5
2018 kr. 1.999,5

Undirritaðar leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita foreldrum og forráðamönnum heimild til að flytja frístundastyrk á milli systkina".

S. Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir
Sólrún Júlíusdóttir

Tillaga samþykkt samhljóða.

Til máls um fjárhagsáætlun tóku:
Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Við undirritaðar bæjarfulltrúar D lista samþykkjum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, en ítrekum fyrri bókun frá 372. fundi bæjarráðs, þar sem gerðar voru athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Mikilvægar upplýsingar hafa komið mjög seint fram í ferlinu t.d. raunhæf útkomuspá fyrir 2014 og framkvæmdaáætlun. Þetta hefur gert störf okkar bæjarfulltrúa minnihlutans erfið. Einnig gerum við athugasemdir við að hlutfall launa af tekjum hækkar mikið milli ára eða úr 49% árið 2013 í 54% í fyrirliggjandi áætlun án þess að við því sé brugðist".

S. Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Þó geri ég fyrirvara um áherslur í fjárfestingaliðum.
Það er von mín að samráð verði haft við alla bæjarfulltrúa, við nánari útfærslur á viðhaldi og framkvæmdum á komandi ári.
Þá geri ég athugasemdir við það að gögn hafa oft á tíðum komið seint fram, sem gerir vinnu okkar í minnihlutanum erfiða, sem dæmi þá birtust ekki gögn í fundargátt fyrir þennan bæjarstjórnarfund fyrr en í morgun eða einungis nokkrum klukkutímum fyrir fund. Samkvæmt fundarsköpum eiga öll gögn að liggja fyrir tveimur sólarhringum fyrir fund.
Þá er vert að benda á að spurningum mínum varðandi hagræðingu í skólamálum er enn ósvarað og í því ljósi bendi ég á að í fjárhagsáætlun fyrir ári síðan fyrir árið 2014, var áætlað að setja í Fræðslu- og uppeldismál um 592m, en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er áætlað að setja 661m í sama lið. Forsendan fyrir því að eyða öllum þessum fjármunum í skólahúsnæði var hagræðing. Því er það enn óskýrt, svo ekki sé meira sagt, í hverju sú hagræðing var og verður fólgin".

Undirrituð óskuðu eftir að eftirfarandi yrði bókað við síðari umræðu um fjárhagsáætlun:

"Nú þegar lokið hefur verið við gerð fjárhagsáætlunar er ljóst að þær forsendur er forverar okkar gáfu sér um framtíðarhorfur bæjarsjóðs standast ekki skoðun. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 var ákveðið að fara ekki eftir viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun á kjarasamningum og var gert ráð fyrir mun minni hækkun en raunin varð. Áætlanir vegna lífeyrisskuldbindinga voru einnig verulega vanáætlaðar og hafa mikil áhrif á stöðu bæjarsjóðs. Því er ljóst að framkvæmdafé sveitarfélagsins verður mun minna á kjörtímabilinu en boðað hafði verið eða aðeins um 170-180 milljónir króna á ári".

Steinunn María Sveinsdóttir
Kristinn Kristjánsson
Kristjana R. Sveinsdóttir
Ríkharður Hólm Sigurðsson

Helga Helgadóttir óskaði að bókað yrði að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014, tók Fjallabyggð þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga sem fólst í því að hækka ekki gjaldskrár og stuðla þannig að lægri verðbólgu og hófstylltari launahækkunum. Ákvörðun um launaforsendur og gjaldskrárhækkanir átti svo að endurskoða þegar kjarasamningar hjá opinberum starfsmönnum lægju fyrir. Vísast hér í stefnuræðu bæjarstjóra fyrir árið 2014, þar sem markmið þessi koma fram. Einnig má benda á að eðlilegt hefði verið að núverandi meirihluti hefði tekið launa- og tekjuáætlun til endurskoðunar þegar kjarasamningar lágu fyrir í haust.


Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018.