Bæjarráð Fjallabyggðar

362. fundur 30. október 2014 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga með greinargerð að fjárhagsáætlun fyrir fyrir árið 2015 - 2018.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála og bæjarstjóri fóru yfir forsendur reiknilíkans og áætlaða útkomu fyrir umrædd ár.
Eftir umræður og yfirferð var ákveðið að vísa framkomnum tillögum að fjárhagsramma til útfærslu og frekari skoðunar hjá deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins. Einnig er óskað eftir ábendingum og tillögum er varðar fjárfestingar á árunum 2015 - 2018 í forgangsröð.
Verkskil deildarstjóra og forstöðumanna eru áætluð 7. nóvember og að umfjöllun nefnda verði lokið 18. nóvember.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
Gera skal ráð fyrir sérstökum launalið vegna langtímaveikinda að upphæð 13 milljónir.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
1. Að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014, sjá hér frávik í liðum 2 - 5.
2. Að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2015.
3. Að matarkostnaður í leikskóla og grunnskóla taki mið af breytingum á vísitölu.
4. Að gjaldskrá dagþjónustu aldraðra verði óbreytt á árinu 2015.
5. Að þjónustugjöld á vegum félagsþjónustu verði óbreytt á árinu 2015.

2.Erindi, tillögur og/eða ábendingar v. fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1409040Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram neðanritaðar tillögur og ábendingar frá íbúum Fjallabyggðar.

1. Frá Björk Óladóttur dags. 10. september.
2. Frá Ingu Margréti Benediktsdóttur dags. 11. september.
3. Frá Sturlu Sigmundssyni og Guðrúnu Unnsteinsdóttur dags. 24. september.
4. Frá Guðrúnu Þórisdóttur 19. september.
5. Frá Jónínu Sigrúnu Björnsdóttur dags. 23. september.
6. Frá Birni Þór Ólafssyni dags. 17. september.
7. Frá Rögnu Kolbrúnu Ragnarsdóttur dags. 12. september.
8. Frá Kristínu Karlsdóttur dags. 18. september.
9. Frá Gyðu Þ. Stefánsdóttur dags. 10. september.
10. Frá Rósu Jónsdóttur dags. 17. september.
11. Frá Hestamannafélaginu Gnýfara dags. 15. september.
12. Frá Arnari Frey Þrastarsyni dags. 8. september.
13. Frá Baldvini Júlíussyni og Margréti Svanbergsdóttur dags. 16. september.

Bæjarráð þakkar framkomnar tillögur og vísar þeim til umfjöllunar til viðkomandi deildarstjóra og fagnefnda.

Fundi slitið.