Bæjarráð Fjallabyggðar

372. fundur 11. desember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - 2015

Málsnúmer 1412022Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum íþrótta- og tómstundafulltrúa verða morgunopnanir eins á Siglufirði og í Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir helgaropnun beggja vegna laugardaga og sunnudaga.

2.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Lögð fram og rædd tillaga að breyttu skipuriti fyrir Fjallabyggð.
Einnig drög að starfslýsingum og minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 1412019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breyttum erindisbréfum, í tengslum við breytingu á skipuriti Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til umræðu í bæjarstjórn.

4.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - 2014

Málsnúmer 1412021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

5.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Samþykkt að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

6.Kaupsamningur vegna sölu á Siglunesi SI-70

Málsnúmer 1412029Vakta málsnúmer

Í bréfi dagsettu 5. desember 2014, er Fjallabyggð boðinn forkaupsréttur að Siglunesi SI 70, skipaskrárnúmer 1146, en gerður hefur verið kaupsamningur um skipið á milli Sögu útgerðar ehf og PSP ehf.
Vísað er til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Bæjarráð mun ekki nýta sér forkaupsrétt.

7.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að Ferðastefnu Fjallabyggðar.

8.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
Þar sem ekki næst að bjóða út tryggingarnar og ganga frá samningum fyrir áramót, óskar deildarstjóri eftir því að útboði verði frestað til næsta vors og að samið verði um skammtímaframlengingu í eitt ár við núverandi tryggingafélag.

Bæjarráð samþykkir fram komna ósk.

9.Styrkumsóknir 2015 - Frístundamál

Málsnúmer 1409037Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að kanna hvert yrði eignarhald á SNAG búnaðinum sem tengdist umsókn Golfklúbbs Siglufjarðar.

Samkvæmt upplýsingum er gert ráð fyrir að búnaðurinn verði í eigu Fjallabyggðar til útleigu fyrir alla golfáhugamenn.

10.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarráðs lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar.
Óskaði hún eftir að þeim yrði svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

Eftirfarandi svör eru lögð hér fram á fundi bæjarráðs:

1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð
a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

Svör:
1.a.3.750 kr/m2 yfirlögn (skv. tilboði sumar 2014)
6.500 kr/m2 viðgerðir (skv. tilboði sumar 2014)
b. 1.100 kr/lm sögun á malbiki
45.000 kr/stk götuniðurfall
200.000 kr/stk 600mm brunnur
8.000 kr/lm 200mm fráveitulögn
4.500 kr/lm grafa fyrir lögn sanda og fylla
1.000 kr/m3 gröftur
3.000 kr/m3 fylling
2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu
a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

Svör:
2.a. Meirihlutinn telur rétt að ljúka þeirri framkvæmd sem fyrri bæjarstjórn ákvað að ráðast í og gera vinnuaðstöðu starfsmanna bæjarskrifstofu viðunandi. Með sameiginlegri skrifstofu fyrir báða byggðakjarna næst fram hagræðing í rekstri á skrifstofu bæjarfélagsins og skilvirkni í stjórn þess.

3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði
a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

Svör:
3.a. Meirihlutinn telur að brýn þörf sé fyrir viðbyggingu við Leikskála eins og augljóslega má sjá í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 en þar er gert ráð fyrir að ráðist verði í hönnun viðbyggingar og leikskólalóðar á árinu 2015 svo að raunhæft kostnaðarmat liggi fyrir þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verður unnin. Þegar ákvörðun um bráðabirgðahúsnæði var tekin var öllum ljóst að það væri - eins og liggur í hlutarins eðli - aðeins til bráðabirgða. Að mati leikskólastjóra er hægt að búa við þá lausn í eitt til tvö skólaár. Meirihlutinn leggur áherslu á að leikskólabörn og starfsfólk leikskólans búi við góðar aðstæður og eru lagfæringar á eldhúsi Leikskála eitt dæmi um það. Leikskóli Fjallabyggðar hefur verið látinn sitja á hakanum undanfarin ár og það er vilji meirihlutans að snúa þeirri þróun við.
3.b. Áætlaður kostnaður miðast við 350.000 kr/m2
Hönnun húsnæðis liggur ekki fyrir og þar með liggur stærð byggingarinnar ekki fyrir.
Stærð á viðbótarhúsnæði gæti verið um 60 m2.
Heildarkostnaður gæti þar með verið um 21 m.kr.

4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði
a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

Svör:
4. a. Áætlaður kostnaður miðast við 300.000 - 350.000 kr/m2
Tillaga að hönnun viðbyggingar liggur fyrir, en málið hefur ekki fengið umfjöllun í bæjarráði eða fagnefnd. Málið verður til umræðu eftir áramót.
Framkomin tillaga miðast við um 102 m2.
Áætlaður kostnaður er því um 31 - 36 m.kr.

5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

Svör:
5. Bæjaryfirvöld hafa fullan hug á að uppfylla þann samning sem undirritaður var við Rauðku ehf. Endanleg hönnun svæðisins liggur ekki fyrir og því er ekki hægt að áætla kostnað fyrr en búið er að ákveða hvað skal gera, þ.e. hversu langir vegir/göngustígar eiga að vera, hvernig landmótun á svæðinu verður o.s.frv..
Því hefur hönnun svæðisins forgang á árinu 2015 í samráð við Rauðku ehf. en Rauðka ehf. hefur lagt áherslu á að framkvæmdir hefjist á árinu og hefur fyrsti áfangi verið ákveðinn á því ári.
6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

Svör:
Að sjálfsögðu eru umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði og má þar nefna framkvæmdir á tjaldsvæðinu sem og að lagfæringar, tiltekt á eyrinni og við námusvæðið í Ólafsfirði. Í áætlun er gert ráð fyrir um 5,0 m. kr. til þess verkefnis og um 4,0 m.kr. frá Vegagerð vegna frágangs á umræddum svæðum. Þá má geta þess að gert er ráð fyrir 17,5 m.kr. til annarra verkefna þ.á.m. umhverfisverkefna sem ákveðin verða þegar nær dregur sumri.
7. Grunnskóli Fjallabyggðar
a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

Svör:
a. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
b. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
c. Sjáanlegur sparnaður er í því fyrir Fjallabyggð til lengri tíma litið að reka tvær byggingar á grunnskólastigi en fjórar, en ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
d. Ekki er hægt að tala um aukinn fjármagnskostnað er varðar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins þar sem lántaka hefur verið í lágmarki og engin lán tekin á síðustu árum.
Fjármagnstekjur hafa lækkað í takt við lækkun á handbæru fé og einnig er rétt að minna á að vextir hafa á sama tíma lækkað hjá innlánsstofnunum.
e. Afskriftir af grunnskólahúsnæði við Tjarnarstíg er 6,8 millj. og við Norðurgötu 6,2 millj. Afskriftir af leikskólanum við Brekkugötu eru 2,3 millj. og 2,7 millj. af skólanum við Ólafsveg. Tónskólinn við Aðalgötu er afskrifaður um 0,5 millj. og húsnæðið við Aðalgötu í Ólafsfirði er afskrifað um 0,4 millj.
Gamla grunnskólahúsnæðið við Hlíðarveg á Siglufirði er afskrifað árlega um 0,2 millj.
8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs
a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs reksturs og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?

Svör:
Lausafjárstaðan hefur lækkað á liðnum árum en hefur verið viðunandi.
Framkvæmdir síðastliðinna ára hafa haft áhrif á lausafjárstöðu bæjarins en enn sem komið er hefur ekki þurft að taka lán.
a.Lausafjárstaða bæjarfélagsins er öllum kunn, sjá áætlun síðustu ára og til ársins 2018.
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir 65 millj. í handbært fé í lok árs.
Megin þungi framkvæmda fellur á sumarmánuðina. Svo gæti farð að skammtímalán þurfi til að laga lausafjárstöðuna á því tímabili.
Veltufé frá rekstri er mælikvarði á hve auðvelt er fyrir bæjarfélagið að standa undir áhvílandi skuldbindingum.
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir veltufé standi að mestu undir rekstri, framkvæmdum og afborgunum lána.

Handbært fé í árslok
2010 270.253 millj.
2011 214.508 millj.
2012 108.317 millj.
2013 206.144 millj.
2014 upphafsáætlun 60.889 millj.
2014 útkomuspá 73.267 millj.
2015 áætlun 64.965 millj.

Í fyrri umræðu þann 1.12.2014, var gert ráð fyrir að handbært fé verði:
2016, 52.898 millj.
2017, 47.106 millj.
2018, 39.989 millj.
Almennt er miðað við og bæjarráð Fjallabyggðar lagði áherslu á að veltufjárhlutfall eigi ekki að vera lægra en 1,0 til að lausafjárstaðan sé í ásættanlegu ástandi.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2015 -2018 uppfyllir þau skilyrði.

Í ljósi þess að í tillögu að fjárhagsáætlun er handbært fé að lækka, þarf bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort endurskoða eigi fjárhagsáætlunina til að handbært fé sé sem næst útkomuspá 2014.
Meirihluti bæjarráðs leggur þar með til að í áætlun 2016 - 2018 sé miðað við 170 m.kr. í fjárfestingar.

Farið var yfir samantekt um mál sem var vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

Þau mál sem eftir var að bóka með formlegum hætti og afgreiða eru eftirfarandi:

1. Útvarp frá bæjarstjórnarfundum
FM. Trölli.is vildi kanna hvort áhugi væri fyrir því að útvarpa frá fundum bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að erindinu verði hafnað að sinni og tekið upp á næsta ári.

2. Endurnýting á affallsvatni - Sundlaugin í Ólafsfirði

Bæjarráð leggur til að deildarstjóri leggi fram greinargerð um áætlaðan kostnað og beri saman við ávinning.

3. Endurbætur að Hóli á Siglufirði
Um er að ræða styrkbeiðni að upphæð 2 milljónir á ári í 4 ár.

Erindi hafnað.

Bæjarráð leggur til að fundin verði önnur lausn á málinu.

Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi óskar að bókað sé að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.

4. Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - Fjallskilanefnd

Bæjarráð telur rétt að vinnuhópur sem skipaður var á 350. fundi bæjarráðs, 5. ágúst 2014, komi fram með tillögur áður en gerðar verði breytingar á samþykktum bæjarfélagsins er þetta mál varðar.

5. Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Meirihluti bæjarráðs frestar málinu þar til eftir áramót.

6. Sláttuvélar við knattspyrnuvelli - endurnýjun á vélarkosti

Meirihluti bæjarráðs óskar eftir tillögum frá deildarstjóra tæknideildar, ásamt ábendingum frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar og íþrótta- og tómstundafulltrúa um endurnýjun tækja og búnaðar fyrir næstu ár.
Rétt er einnig að kanna kosti þess að koma á fót tækjadeild á vegum þjónustumiðstöðvar.

7. Styrkumsókn - áhaldakaup - erindi Lísebetar Haukdóttur.

Bæjarráð hafnar búnaðarkaupum í Íþróttamiðstöð Ólafsfirði.

8. Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg - búnaðarkaup

Bæjarráð hafnar erindinu að þessu sinni og leggur til að fundin verði hagkvæmari lausn á málinu.

9. Snjóflóðaeftirlit - Skíðasvæðið Skarðsdal
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir þær breytingar sem þarf að gera á fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.

Rekstrarbreytingar 2015 samtals gjöld upp á 1,2 millj. og lækkun vegna framkvæmda upp á samtals 25 millj. 2016 - 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

S. Guðrún Hauksdóttir óskaði að bókað yrði:
"Ég undirrituð lýsi yfir vonbrigðum með hvernig staðið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 af hálfu meirihlutans. Mikilvægar upplýsingar hafa komið mjög seint fram t.d. er fyrst nú á milli fyrri og síðari umræðu verið að taka til afgreiðslu mál sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar á árinu. Skortur á upplýsingum hefur gert bæjarfulltrúm minnihlutans erfitt fyrir að rækja skyldur sínar, sem kjörnir fulltrúar og áskil ég mér rétt til frekari bókana við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn".

11.Siglufjörður, landnýtingartillögur, tangi og miðbær

Málsnúmer 1403070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær.

12.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar frá 9. desember 2014 sem fulltrúar bæjarfélagsins, Leyningsáss og fleiri, áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar um tillögur að veglínum að nýjum byrjunarstað skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Fundi slitið.