Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

14. fundur 20. nóvember 2014 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Hönnunartillögur - Ræktin Ólafsfirði

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Teiknistofan Víðihlíð 45 hefur unnið tillögur að viðbyggingu fyrir líkamsræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði. Tillögurnar eru tvær; A og B. Tillaga A gerir ráð fyrir viðbyggingu meðfram allri norður hlið núverandi líkamsræktar, 101,7 fermetrar að stærð. Tillaga B gerir ráð fyrir viðbyggingu við austurhlið núverandi líkamsræktar, 96,1 fermetrar að stærð.
Eftir umræður um málið leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að leið A verði fyrir valinu, ef ákveðið verði að ráðast í þessa framkvæmd. Telur nefndin að leið A sé hagkvæmari en leið B.

2.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri kl. 17:30. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2015. Olga vék af fundi kl. 18:00.

Á fundinn mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kl. 18:00. Ríkey gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Ríkey vék af fundi kl. 18:30.

Deildarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans og íþrótta og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Íþrótta- og æskulýðsmála.

Fræðslu- og frístundanefnd mun fjalla frekar um fjárhagsáætlun ársins 2015 á næsa nefndarfundi.

3.Umsókn um styrk vegna aðstöðukostnaðar fyrir gám

Málsnúmer 1410028Vakta málsnúmer

Erindið hefur þegar hlotið afgreiðslu undir 1. lið fundargerðar bæjarráðs 20. október 2014. Erindið gefur því ekki tilefni til ályktunar fræðslu- og frístundanefndar.

4.Umsókn um styrk vegna geymslu á kastvélakerrum Skotfélagsins

Málsnúmer 1410029Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1411043Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.