Hafnarstjórn Fjallabyggðar

63. fundur 26. nóvember 2014 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070Vakta málsnúmer

Hafnir eru hvattar til að setja sér umhverfisstefnu.
Hafnarstjórn mun taka umræðu eftir áramót á grundvelli forsenda sem Hafnarsambandið mun taka saman og senda til að staðla og auðvelda höfnunum til að setja eigin umhverfisstefnu.

Samþykkt samhljóða.

2.Úttekt á eignum bæjarfélagsins

Málsnúmer 1406057Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að skoða eignir bæjarfélagsins.
Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um að verkefnið verði á dagskrá á næsta fjárhagsári og verður verkið boðið út.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að fram fari skoðun á þeim eignum sem tilheyra höfninni.
Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun fyrir næsta ár og áætlunarbók.
Eftir yfirferð var áætlunin samþykkt með breytingum. Hafnarstjórn skilar þar með áætlun í samræmi við ákvörðun síðasta fundar og er áætlun hafnarstjórnar í samræmi við ramma ársins.

4.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2014

Málsnúmer 1401022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 369. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið.