Bæjarráð Fjallabyggðar

363. fundur 04. nóvember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstóri stjórnsýslu og fjármála

1.Flotbryggjur

Málsnúmer 1401114Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá fyrirtækinu Króla frá 30. október um verð í flotbryggjur fyrir höfnina í Ólafsfirði.
Um er að ræða tvær einingar 20 m langar með sambærilegum búnaði og á Siglufirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá hafnarstjórn og verður málið rætt frekar í bæjarráði við uppsetningu á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2015.

2.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1410057Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.

3.Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1410062Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd samþykkti á 2. fundi sínum að leggja til við bæjarráð að Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð og að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að þróa hugmyndina áfram áður en afstaða verður tekin.

4.Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Málsnúmer 1410080Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir verði fulltrúar Fjallabyggðar í fulltrúaráði Eyþings:

Sigurður Valur Ásbjarnarson aðalmaður
Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður

S. Guðrún Hauksdóttir varamaður
Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður

5.Staða framkvæmdaáætlunar ársins hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1407036Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og framkvæmdir bornar saman við áætlun.
Ljóst er að í heildina séð eru framkvæmdir á áætlun, en eftir er að ljúka einstökum verkþáttum og sum verk hafa ekki verið innheimt, reikningar ekki komnir.
Í útkomuspá er gert ráð fyrir um 306 m.kr. en í áætlun ársins var gert ráð fyrir um 321 m.kr. til framkvæmda.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem ætlunin er að bera upp á næsta fundi bæjarstjórnar.
Tillagan er sett upp með tilliti til breytinga á launaliðum og annarra breytinga í samræmi við útkomuspá ársins.

7.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lagður fram breyttur fjárhagsrammi fyrir áætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015, miðað við samþykktir á síðasta fundi bæjarráðs.

Rekstrarsamningar og styrkir til félagasamtaka vegna fasteignaskatta verða teknir til umfjöllunar í bæjarráði.

8.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 1410077Vakta málsnúmer

Alþingisskjal 27 - 27. mál. Tillaga lögð fram til kynningar.

9.Skýrsla um fasteignamat 2015

Málsnúmer 1410070Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Þjóðskrár Íslands til kynningar.

Sjá heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is.

10.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Á öðrum fundi Atvinnumálanefndar var lagt til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með hagsmunaaðilum n.k. mánudag 10. nóvember kl. 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401020Vakta málsnúmer

Fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

12.Rekstraryfirlit september 2014

Málsnúmer 1410083Vakta málsnúmer


Lagðar fram upplýsingar um rekstur bæjarfélagsins fyrstu níu mánuði ársins.
Rekstrarniðurstaða tímabils er 2,4 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -70,0 millj. miðað við -67,6 millj.
Tekjur eru 13,6 millj. hærri en áætlun, gjöld 24,5 millj. hærri og fjárm.liðir 13,2 millj. lægri.

13.Skipurit Fjallabyggðar - breyting

Málsnúmer 1103059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð tók til umræðu hugmyndir um breytingar á skipuriti bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti að vísa skipuriti Fjallabyggðar til frekari umræðu í bæjarráði.

Fundi slitið.