Bæjarráð Fjallabyggðar

369. fundur 28. nóvember 2014 kl. 15:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Niðurstaða rekstrar fyrir 2015 er 72,584 millj. í tekjur umfram gjöld, sem er 11% framlegðarhlutfall.
Veltufjárhlutfall er 1,04
Niðurstaða framkvæmda er 180,000 millj..
Gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok 2015 sé 64,965 millj..

Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Skipurit Fjallabyggðar - breyting

Málsnúmer 1103059Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir drög að nýju skipuriti.
Fyrri umræða um skipulagsbreytinguna fer fram mánudaginn 15. desember 2014 og síðari umræða fer fram miðvikudaginn 14. janúar 2015.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa breytingar á samþykktum bæjarfélagsins.
Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fundi slitið.