Bæjarráð Fjallabyggðar

357. fundur 30. september 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1409083Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 8. október nk.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar.

2.Erindi frá blakstelpunum í Skriðum

Málsnúmer 1409070Vakta málsnúmer

Dagana 7.- 9. nóvember fer fram Íslandsmót í blaki undir merkjum Glóa hér í Fjallabyggð.
Um er að ræða mót í 3.deild - 5.deild kvenna, um 25 lið taka þátt í mótinu.
Bæjarráð samþykkir notkun á íþróttahúsinu á Siglufirði umrædda daga og veitir félaginu styrk sem nemur leigu á húsnæðinu.

3.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014

Málsnúmer 1409061Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að óska eftir fjarfundi með fjárlaganefnd 15. október.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa erindin fyrir fjárlaganefnd og senda bæjarfulltrúum til kynningar.

4.Gervigrasvöllur í Fjallabyggð - horft til framtíðar

Málsnúmer 1409076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra KF, dagsett 16. september 2014, er varðar gervigrasvöll í Fjallabyggð.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um áætlaðan kostnað og hugsanlega samstarfsaðila.

5.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 15. september 2014, er varðar 3. áfanga framkvæmda við upptökustoðvirki á vegum Ofanflóðanefndar á Siglufirði.
Þar kemur fram að Ofanflóðanefnd er samþykk því að ráðast í 3. áfanga með fyrirvara um nægar fjárheimildir á fjárlögum.

6.Styrkumsókn - opnunartími á íþróttamannvirkjum - áhaldakaup

Málsnúmer 1409082Vakta málsnúmer

Í erindi Lísebetar Haukdóttur frá 18. september 2014, er sótt um leyfi til að opna íþróttamiðstöð fyrir fimleika á laugardögum í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir opnun íþróttasalar frá kl. 10:00 - 14:00 og byggir ákvörðun bæjarráðs á kostnaðarmati íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Ósk um að bæjarfélagið fjárfesti í tækjum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Erindinu er einnig vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

7.Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 1409015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga, dagsett 24. september 2014, um reglugerð er varðar starfsemi slökkviliða.

8.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1401071Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.

9.Við stólum á þig - erindi Péturs H Sigurgunnarssonar

Málsnúmer 1409073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf félagsmanna MND og SEM varðandi hugmyndir um styrki til félaganna í formi kaupa á innkaupatöskum fyrir bæjarbúa með merki bæjarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.Stöðufundur - aðgerðarstjórnun

Málsnúmer 1409072Vakta málsnúmer

Fundargerð Ríkislögreglustjóra (almannavarnardeild) frá 18.09.2014, lögð fram til kynningar.

11.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar KPMG, Þorsteinn Þorsteinsson og Arnar Árnason, bæjarfulltrúinn Kristjana R. Sveinsdóttir og varabæjarfulltrúinn Brynja I Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar KPMG voru með fræðslu um fjármál sveitarfélaga.

12.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1409111Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 9. og 10. október nk. í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

Fundi slitið.