Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 24.09.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir tillögu að áherslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og 2014 - 2016.
Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum eftirfarandi áherslur.

Í fyrsta lagi:
Bæjarstjóra, skrifstofu- og fjármálastjóra er falið að móta tillögu að ramma fyrir rekstur næsta árs til umfjöllunar í bæjarráði.
1. Að rekstur málaflokka taki mið af áætluðum rekstri fyrir árið 2012.
2. Að laun taki mið af kjarasamningum og hugsanlegum breytingum næstu árin.
3. Að í rekstri verði tekið mið af verðlagsforsendum sem fram koma á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 27. og 28. september n.k.
4. Að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.
5. Að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% en sé miðuð við 15%.
6. Að fjármögnunarhreyfingar miðist við að greiða niður skuldir um 100 m.kr. ár hvert.
7. Að til almennrar fjárfestinga verði varið um 125 m.kr.- á árinu 2013 og hvert ár þar á eftir.
8. Að til fjárfestinga í skólamálum verði varið fjármagni til að ljúka framkvæmdum við uppbygginu skólamannvirkja á árinu 2013.
9. Að lóðarframkvæmdir við skóla ljúki 2014 og þar með verði átaki í uppbyggingu skólamannvirkja í Fjallabyggð lokið að sinni.

Bæjarráði er falið að taka til umfjöllunar tillögur að ramma fjárhagsáætlana og forsendur á næsta fundi sínum sem haldinn verður þriðjudaginn 2. október n.k.

Í öðru lagi:
Deildarstjórar og forstöðumenn tryggi í nánu sambandi við sínar fagnefndir eftirfarandi:
1. Að rekstrartölur fyrir árið 2012 ásamt áætlun séu yfirfarnar og séu til umræðu sem megin forsenda við áætlunargerð fyrir næsta fjárhagsár.
2. Að allar upplýsingar um viðhaldsverkefni einstakra deilda og eða stofnana liggi fyrir í forgangsröð og verði til umræðu hjá viðeigandi fagnefnd.
3. Að allar upplýsingar um fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á vegum einstakra deilda verði settar upp í forgangsröð til yfirferðar og umræðu.

4. Að búið verði að reikna öll laun núverandi starfsmanna og staðfesta þau af deildarstjórum og eða forstöðumönnum. Lögð er áhersla á staðfestingu þeirrar yfirferðar.
5. Að búið sé þar með að fara vandlega yfir öll stöðugildi og reikna auk þess út óskir fagnefnda um viðbótar stöðugildi fyrir árið 2013 komi slíkar óskir fram.
6. Að búið sé að reikna innri leigu þannig að hægt sé að setja hana inn í reiknilíkan bæjarfélagsins og staðfesta hana.
7. Að búið sé að yfirfara og skoða gjaldskrár, komi fram ábendingar eða tillögur.
8. Að koma fram með tillögur um fjárfestingar fyrir árin 2013 - 2016.
9. Að koma fram með tillögur um viðhaldsverkefni fyrir árin 2013 - 2016.

Bæjarráði er falið að taka til umfjöllunar tillögur á fundi sínum sem haldinn verður þriðjudaginn 16. október n.k..

Bæjarráð Fjallabyggðar - 272. fundur - 02.10.2012

Lagðar fram til umfjöllunar, forsendur áætlunar 2013 og 2104 - 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 273. fundur - 09.10.2012

Umfjöllun um forsendur áætlunar 2013 og 2104 - 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18.10.2012

Farið var yfir forsendur að fjárhagsáætlun og þær samþykktar.
Fjárhagsramma og forsendum svo samþykktum vísað til umfjöllunar í fagnefndum.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 25.10.2012

Umræður um fjárhags- og starfsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 01.11.2012

Lögð fram drög að starfsáætlunum vegna fjárhagsáætlunar 2013 fyrir skipulags, umhverfis og hreinlætismál.

 

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 06.11.2012

Farið yfir tillögur að fjárhagsáæltun eftir umfjöllun og niðurstöðu fagnefnda.

Lokatillaga til fyrri umræðu verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 8. nóvember n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 08.11.2012

Eftirfarandi tillaga vegna fjárhagsáætlunar 2013 var samþykkt með 2 atkvæðum. 

- Gjaldskrá Leiskóla Fjallabyggðar hækki um 2% frá 01.01.2013. 
- Heildarframlag til frístundakorta hækki um 475 þús. 
- Snjóaeftirlit á skíðasvæði á Siglufirði verði greitt af Fjallabyggð. 
- Heildarkostnaður við skíðasvæði í Ólafsfirði 2013 verði 8.5 milljónir. 
- Skólahús við Hlíðarveg á Siglufirði verði sett í sölumeðferð. Afhending húsnæðisins verði miðuð við 1. ágúst 2013. 
- Ekki verður tekinn ákvörðun um ráðstöfun framkvæmdafjár hafnarinnar fyrr en nauðsynlegar upplýsingar, s.s. um Hafnarbryggju, liggja fyrir. 
- Ráðinn verði ráðgjafi til þess að gera stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Niðurstöður og tillögur úr þeirri úttekt liggi fyrir 1. maí 2013. 
- Málefni Upplýsingamiðstöðva færast undir menningarnefnd. Á Siglufirði verður hún starfrækt í bókasafni og starfsmenn bókasafns og héraðsskjalasafns sinna starfi upplýsingafulltrúa. Stefnt er að því að gera þjónustusamning við verktaka um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði.


Egill Rögnvaldsson sat hjá þar sem hann er ósáttur við aðferðarfræðina við framkomna tillögu og ekki sáttur við forgangsröðun í framkvæmdum fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 14.11.2012

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu.

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2013 og 2014-2016.

I.                    Inngangur.

Frumvarp fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 er hér lagt fram í dag til fyrri umræðu miðvikudaginn 14. nóvember 2012, en síðari umræða verður miðvikudaginn 12. desember nk.

Á bæjarráðsfundum 20. nóvember og 27. nóvember n.k. verða ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar munu eða hyggjast gera á milli bæjarstjórnarfunda.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var unnin á forsendum og tillögum frá fulltrúum framboða í fagnefndum, sem og ábendingum frá bæjarfulltrúum í bæjarráði/ bæjarstjórn Fjallabyggðar og baklandi þeirra. Allar ábendingar voru teknar til skoðunar, en ekki var hægt að verða við öllum framkomnum óskum við gerð áætlunar fyrir árið 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur hér í dag, með tillögum sínum, fram sín markmið og þar með þeim áherslum um frekari uppbyggingu samfélagsins. Þeim er hér með fylgt úr hlaði. Samstaða var um neðanritað í bæjarráði;

  1. Bæjarráð hefur sannreynt stöðu bæjarfélagsins með útkomuspá fyrir árið 2012.
  2. Bæjarráð hefur lagt mat á þróun og breytingar næstu þrjú árin.
  3. Bæjarráð hefur forgangsraðað verkefnum, til að ná fram settum markmiðum.
  4. Bæjarráð leggur áherslu á að skuldir bæjarfélagsins og rekstur verði ávalt í góðu jafnvægi.

Bæjarráð leggur því hér í dag fram fyrir bæjarstjórn niðurstöður sínar sem og stjórnenda, starfsmanna og fagnefnda Fjallabyggðar þ.e. fjárhagsáætlun fyrir 2013.

Fjárhagsáætlunarferlið var ákveðið á fundi í bæjarráði 18.09.2012, en þá var tímaáætlun fram til áramóta ákveðin.  Mótuð tillaga um áætlun fyrir 2013 var síðan í burðarliðnum um síðustu mánaðarmót og niðurstaða bæjarráðs liggur nú hér fyrir. Ætlunin og ákveðið var að fyrri umræða yrði á aukafundi þann 28.11.2012 næst komandi, en þar sem frágangi var hraðað og niðurstaða í útkomu fyrir árið 2012 var mun betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir, þá gaf það möguleika á að halda fyrri umræðuna á föstum fundartíma bæjarstjórnar hér í dag. Í áætlun ársins koma fram tillögur er byggja á forsendum sem bæjarráð setti í upphafi áætlunargerðar fyrir árið 2012 sem og með áherslum sem komu fram við frekari vinnu bæjarráðs nú í haust. Þriggja ára áætlun fylgir með í þessari umræðu en kann að taka breytingum á milli umræðna.

Tekin var umræða um áherslur og breytingar sem fagnefndir og deildarstjórar lögðu fram og er rétt hér að þakka þessum aðilum mikla vinnu og vel framsettar tillögur.

II.                  Almenn atriði.

Tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt af bæjarráði og með greinargerð og starfsáætlunum sem unnar voru af deildarstjórum bæjarfélagsins eftir umræður í fagnefndum.

Vinnuferlið greinir frá verklagi starfsmanna og kjörinna fulltrúa við undirbúning að tillögu að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2013. Í upphafi áætlunargerðar voru settir rammar að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir hvern málaflokk og deildir.

Náið samráð deildarstjóra var haft við aðalbókara, launafulltrúa, skrifstofu- og fjármálastjóra, bæjarstjóra og endurskoðanda við gerð tillagna til fjárhagsáætlunar og við undirbúning.

Í fyrstu drögum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar, vinnuplani sem var til umræðu í bæjarráði 18.10.2011  var farið yfir forsendur að fjárhagsáætlun og þær samþykktar.
Fjárhagsramma og forsendum var svo samþykktum vísað til umfjöllunar í fagnefndum.

Deildarstjórum var ætlað að vinna náið með sínum fagnefndum en einstakar tillögur voru settar fram til umræðu og yfirferðar í bæjarráði.

Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi bæjarfélagsins á árinu 2013 en gert er ráð fyrir að heildarúttekt fari fram á stjórnsýslu  á árinu 2013 og þar með á rekstri bæjarfélagsins.

Rétt er að minna á að deildarstjórum er heimilt að lækka starfshlutfall einstakra starfsmanna að höfðu samráði við fagnefndir.

Forsendur tekjuhluta frumvarpsins eru þessar á árinu 2013.

  • Útsvar er og verður 14.48% fyrir árið 2013.
  • Fasteignagjöld verða óbreytt á árinu en sorphirðugjald hækkar og lóðarleiga á fyrirtæki lækkar.    

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarstofnar fyrir árið 2013 verði þannig:

Heiti.

2011

2012

2013

Fasteignaskattur skv. a.lið

0.49%

0,49%

0.49%

Fasteignaskattur skv. b.lið

1.32%

1.32%

1.32%

Fasteignaskattur skv. c.lið

1.65%

1.65%

1.65%

Lóðarleiga

1,9 %

1.9%

1.9%

Lóðarleiga fyrirtækja

5.0%

5.0%

3.5%

Vatnsskattur, skv. a.lið

0.35%

0.35

0.35%

Vatnsskattur, skv. b.lið  

0.35%

0.35%

0.35%

Aukavatnsgjald

13

13

13

Holræsagjald skv. a.lið

0.36%            

0.36%            

0.36%

Holræsagjald skv. b.lið

0.36%            

0.36%

0.36%

Sorphirðugjald

25.400          

25.400            

31.400

Sorpeyðingargjald

      

III.                Meginforsendur áætlunar fyrir árið 2013 eru;

Tekjuáætlun - samanburður - A og B hluti.

Áætlun um skatttekjur byggir á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum sbr. lög nr. 122/1996 um breytingu á lögum nr. 4/1995 og 79/1996.

Skatttekjur Fjallabyggðar skiptast í útsvar, fasteignaskatt og  framlag úr Jöfnunarsjóði.  

Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20.11.2012

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram bókun undir þessum dagskrárlið.

Minnihluti lýsir yfir miklum vonbrigðum að ekki skuli vera ætlunin að hagræða meira í rekstri bæjarsjóðs en áform eru um. Minnihluti tekur heilshugar undir hagræðingatillögur Hafnarstjórnar, en meirihlutinn kýs að bíða eftir stjórnsýsluúttekt og fresta því hagræðingu. Þá er nauðsynlegt að taka til í yfirstjórn.
Sé þörf á stjórnsýsluúttekt áður en hagrætt sé í ákveðnum málaflokkum, þá væri ráð að fresta viðbyggingu í Grunnskólanum og fá stjórnsýsluúttekt á þeim áformum.
Þá lýsir minnihlutinn yfir miklum áhyggjum af rekstri sjávarútvegs á næsta ári, ýmsar vísbendingar eru um það að það verði veruleg tekjuskerðing til sjómanna vegna kjarasamninga og ytri aðstæðna í markaðsmálum. Þetta gæti leitt til lækkunar útsvarstekna Fjallabyggðar og því er rétt að gæta varúðar í áætlanagerð komandi árs.

Meirihluti bæjarstjórnar áskilur sér rétt til bókunar á næsta fundi bæjarráðs.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22.11.2012

Umræður um fjárhags- og starfsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 04.12.2012

Lögð fram endanleg útfærsla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sem og þriggja ára áætlun fyrir Fjallabyggð.

Eftir yfirferð var samþykkt samhljóða að vísa áætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 12.12.2012

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013 og 2014-2016.

Inngangur.    

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var lögð fram til fyrri umræðu  14.11.2012  og er til endanlegrar afgreiðslu í dag við síðari umræðu 12.12.2012 sem og áætlun fyrir árin 2014 - 2016. Samþykkt var að breytingar, tillögur og umræður þeim samfara færi fram í bæjarráði á milli fyrri og síðari umræðu.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka málefnalegar umræður.

Megin áhersla meirihluta bæjarstjórnar er að allur rekstur bæjarfélagsins verður tekinn til frekari skoðunar á fyrri hluta árs 2013 og komi fram tillögur til hagræðingar verða þær kynntar og ræddar fyrir sumarfrí bæjarstjórnar.

Ætlunin er að meta að nýju núverandi þjónustustig bæjarfélagsins og raunverulega þjónustuþörf sem og að kafa ofan í stöðugildi og annan rekstur bæjarfélagsins. Allar stofnanir bæjarfélagsins verða til skoðunar og er yfirstjórn bæjarfélagsins ekki undanskilin.

Ég vil hér ítreka þakkir til starfsmanna og deildarstjóra bæjarfélagsins sem hafa ásamt fagráðum og bæjarráði lagt grunn að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar næstu árin.

Gerð var grein fyrir meginforsendum í greinargerð í upphafi áætlunargerðar, einnig með starfsáætlunum deildarstjóra og síðan með samantekt í stefnuræðu við framlagningu fjárhagsáætlunarinnar við fyrri umræðu. Verður sú yfirferð ekki endurtekin hér.

Hins vegar verður hér farið yfir megin markmið ársins, breytingar frá fyrri umræðu og þau atriði önnur sem vert er að leggja áherslu á og væntingar eru um.

Rétt er að mynna á útkomuspá fyrir árið 2012 er varðar rekstur og fjárfestingar bæjarfélagsins og var sú nálgun forsenda fyrir áætlunargerð næstu ára.

Sú aðferðarfræði  hefur gefist vel að á fundum bæjarráðs, milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn, nú 20.11.2012, 27.11.2012 og 04.12.2012 að þá séu ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar og eða bæjarstjóri vilja koma á framfæri.

Bæjarráð tók sér góðan tíma til að ræða tillögur að áætlun ársins eða októbermánuð og ræddi síðan ítarlega breytingar fyrir síðari umræðu á fundum sínum í nóvember til að marka stefnu bæjarfélagsins fyrir næstu þrjú fjárhagsár.

Neðanritað var tekið til skoðunar og umfjöllunar sérstaklega á milli umræðna í bæjarráði og er hér m.a. vísað í minnisblað bæjarstjóra,
sem tekið var fyrir í bæjarráði 04.12.2012.

Tekjur.

Fimmtudaginn 29.11.2012 komu loks tölur frá Jöfnunarsjóði
Framlög hækka frá upphafsáætlun sem nemur um              kr. 17.864.000.-

Gjöld.

Launaliðir
Tryggingargjald  - til umræðu er hækkun í 7,89 úr 7,79       kr.    1.000.000,-
Ýmsar leiðréttingar launa:                                                    kr.    6.238.000,-
          Veitustofnun                 1.080.000
          Íbúðasjóður                       315.000
          Hafnarsjóður                   -259.000
         Skipulagsmál                       -36.000
          Fræðslumál                    5.834.000
          Menningarmál                 -219.000    
          Íþrótta- og tómst. mál    1.817.000
          Félagsmál                          535.000
          Sameiginl. kostnaður     -2.829.000

Rekstrarliðir ýmsir
Tekið er frá fjármagn vegna mála sem eru til skoðunar      kr.    5.000.000,-
Fræðslu og uppeldismál - styrkir                                         kr.       150.000,- Atvinnumál ? styrkir                                                                       kr.       300.000,-
Sameiginlegur kostnaður - úttekt og styrkir                         kr.    3.575.000,-

Fjárfestingar.

Heildartalan 235 m.kr. verður óbreytt á milli umræðna.
Fjárfestingar við höfnina dragast saman um                        kr.  12.500.000.-
Fjárfestingar í gatnagerð, stígum,gangstéttum aukast        kr.  12.500.000.-

Áherslur í fjárfestingum á árinu 2013 verða því sem hér segir:

1.      Grunnskólinn á Siglufirði, útboð                         175.000.000.-

2.      Brunaviðvörunarkerfi Tjarnarborg                          1.500.000.-

3.      Neyðarútgangur í Grunnskóla Ólafsfirði               5.000.000.-

4.      Hönnun - eftirlit - skipulag                                    3.500.000.-

5.      Vetrarbraut á Siglufirði, útboði lokið                      7.000.000.-        

6.      Kirkjugarður á Siglufirði, útboði lokið                    4.000.000.-

7.      Gámasvæðið á Siglufirði, útboði lokið                10.000.000.-

8.      Holræsi og vatn fyrir Hótel, útboð                        7.000.000.-

9.      Framkvæmdir á hafnarsvæði, óskilgr.                 12.500.000.-

10.  Aðrar fjárfestingar, óskilgr. tæknideild.                9.500.000.-

Samtals fjárfestingar 2013                              235.000.000.-

Rétt er einnig að taka fram nokkur samstarfsverkefni undir viðhaldi sem verið er að vinna að í samstarfi við Vegagerð ríkisins en þau eru;

·        Stígur að Múlatindi Ólafsfirði

·        Stígur með Snorrabraut til suðurs

·        Upplýsingaskilti - útskot vestan brúar á Ólafsfirði

·        Umferðar og öryggisáætlun

Aðrar ábendingar hafa ekki komið fram á milli umræðna frá bæjarfulltrúum.

Megin málið er, að til að mæta fyrirsjáanlegum útgjöldum er varðar fjárfestingar var ákveðið að lækka fjárfestingar á vegum hafnarsjóðs úr 25 m.kr. í 12.5 m.kr. og var verkefnum forgangsraðað eins og fram hefur komið. Deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra er falið að miða framkvæmdir við framkomna ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar.

Frá fyrri umræðu er einnig búið að afgreiða neðanritað:

1.      Undirrita samkomulag við Leyningsás.

2.      Leggja fram tillögu að samningi við skíðasvæðið í Ólafsfirði.

3.      Ræða stöðu Hornbrekku en ætlunin er að taka þá umræðu á árinu 2013.

4.      Unnið er að frágangi og samkomulag við SVN um lóðir á hafnarsvæði Siglufjarðar.

5.      Úttekt á rekstri bæjarfélagsins er ákveðinn og mun hún hefjast í janúar og er áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram bókun á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2012 og þar kemur fram m.a.

”Minnihluti lýsir yfir miklum vonbrigðum að ekki skuli vera ætlunin að hagræða meira í rekstri bæjarsjóðs en áform eru um. Minnihluti tekur heilshugar undir hagræðingatillögur Hafnarstjórnar, en meirihlutinn kýs að bíða eftir stjórnsýsluúttekt og fresta því hagræðingu. Þá er nauðsynlegt að taka til í yfirstjórn.
Sé þörf á stjórnsýsluúttekt áður en hagrætt sé í ákveðnum málaflokkum, þá væri ráð að fresta viðbyggingu í Grunnskólanum og fá stjórnsýsluúttekt á þeim áformum.“
Fram kom á þeim fundi að vert er að hafa miklar áhyggjur af rekstri sjávarútvegs á næsta ári. Vísbendingar eru um verulega tekjulækkun hjá sjómönnum vegna ytri ástæðna þ.e. í markaðsmálum á Evrusvæðinu. Þetta gæti leitt til lækkunar útsvarstekna og minni tekna hjá hafnarsjóði Fjallabyggðar.

Einhugur var í bæjarráði um að vert sé að gæta varúðar í áætlanagerð komandi árs.

Til skoðunar
sérstaklega.

Rétt er að nefna og skoða sérstaklega útkomu eftirtalinna málaflokka sem gefa til kynna meiri breytingar en framsettar verðlagshækkanir og leita skýringa á þeim breytingum sem áætlunin gerir ráð fyrir. Sjá málaflokkayfirlit í fylgigögnum með áætlun.

Helstu ástæðurnar eru;

1.      Skýringar á 12.8% hækkun vegna Brunamála                      

·        Starfsmat viðræður í gangi - niðurstöður ekki komnar

2.      Skýringar á 14.9% hækkun á Umhverfismál             

·        Flutningur á starfi umhverfisfulltrúa á milli málaflokka.

3.      Lækkun á skipulags- og byggingarmál                                

·        Flutningur á starfi umhverfisfulltrúa á milli málaflokka

4.      Skýringar á 7.8% hækkun á Atvinnumál.                              

·        Hækkun vegna Tröllaverkefnis - samþykkt bæjarráðs

5.      Skýringar á 8.8 % hækkun á Sameiginlegum kostnaði.        

·        Stjórnsýsluúttekt og hækkun á tryggingargjaldi


En hver er staðan 11.12.2012 - hvernig tókst til á árinu 2012 miðað áætlun.

Á árinu voru neðangreind verkefni sett í forgang af fagnefndum, deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana sem bæjarstjórn samþykkti á árinu 2011.

Stærstu verkefni í framkvæmdum og viðhaldi voru (SVÁ)

Framkvæmdir 2012

Áætlun 2012

Viðhald 2012

Áætlun 2012

Leikhólar Ólafsfirði

0

0

642.000

2.310.000

Leikskálar Siglufirði

0

200.000

1.826.000

3.360.000

Grunnskóli, Hlíðarvegi 18-20

0

0

128.000

1.215.000

Grunnskóli, Norðurgötu 10

4.065.000

10.000.000

492.000

2.460.000

Barnaskólinn Ólafsfirði

248.100.000

249.000.000

198.000

1.265.000

Tónskólinn Ólafsfirði

0

0

13.000

65.000

Tónskólinn Siglufirði

0

0

64.000

75.000

Menntaskólinn á Tröllaskaga

3.500.000

Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 07.05.2013


Lagt fram minnisblað endurskoðanda Fjallabyggðar og uppfært fjárhagslíkan með áramótastöðu og samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun 2013.  
Gera þarf lítilsháttar breytingar á fjárhagsáætlun ársins vegna fjármagnsliða og afskrifta og verður lögð fram viðaukatillaga á næsta bæjarstjórnarfundi sem tekur tillit til þess að upphæð kr. 109 þúsund.

Að mati endurskoðanda er áætlun efnahags raunhæf og veltufjárstaða í ágætu lagi. Í heildina tekið er talið að áætlunin sé raunhæf en varfærin tekjulega séð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28.05.2013

Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra er falið að lagfæra áætlun 2013 - 2016 í samræmi við viðauka og framkomnar ábendingar bæjarráðs og leggja tillögu fyrir næsta fund í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 04.06.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016.

Eftir umfjöllun og breytingar á tillögunni samþykkir bæjarráð að viðaukatillaga með umræddum breytingum verði lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 300. fundur - 18.06.2013

Lagt fram bréf frá Haraldi L. Haraldssyni er varðar aukið tímamagn við gerð úttektar fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 3 verði samþykktur í ljósi fram kominna upplýsinga.