Bæjarstjórn Fjallabyggðar

84. fundur 12. desember 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
 • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012

Málsnúmer 1211007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Stígamót leggur fram fjárbeiðni fyrir árið 2013.
  Bæjarráð hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Fræðslu og menningarfulltrúi óskar eftir því að tekjuliður vegna vistunar barna sé færður af skólaskrifstofu, yfir á grunnskóla fyrir árið 2012.
  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 1.3 1210068 Biðskýli
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Bæjarstjóri óskar eftir fjárheimild til að setja upp biðskýli við Langeyrarveg á Siglufirði og er áætlaður kostnaður um 3.5 m.kr.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdinni verði lokið sem fyrst og að umrædd fjárheimild verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Bæjarstjóri óskar eftir fjárheimild til að greiða bætur fyrir flugskýlið í Ólafsfirði og er áætlaður heildarkostnaður bæjarfélagsins um 9.5 m.kr.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrædd fjárheimild verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 7. nóvember 2012, þar sem bæjarfélaginu er veittur frestur til 20. desember til að skila inn upplýsingum um fjárhagsleg viðmið skv. 16.gr. reglugerðar nr. 50/2012. 
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð lögð fram til umræðu, en hún á að taka gildi frá og með 01.01.2013.
  Bæjarráð telur rétt að vísa afgreiðslu hennar og staðfestingu til bæjarstjórnar án athugasemda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Óskað er eftir beinum fjárstuðningi vegna ráðstefnu sem verður í júní á næsta ári, en þema hennar er ferðaþjónusta í dreifbýli.
  Bæjarráð leggur til og felur bæjarstjóra að taka á móti um 60 manna hóp sem mun m.a. skoða Síldarminjasafnið.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Snorraverkefnið óskar eftir stuðningi og fjárbeiðni fyrir árið 2013.
  Bæjarráð hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Meginmarkmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til ófærni.
  Bæjarráð telur rétt að vísa málinu til félagsmálanefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Samtök um kvennaathvarf leggur fram ósk um rekstrarstyrk fyrir árið 2013.
  Bæjarráð hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Landsbyggðin lifi óskar eftir styrk fyrir árið 2013.
  Bæjarráð hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Varasjóður húsnæðislána hefur úthlutað Fjallabyggð kr. 782.634.- vegna sölu á fasteign í Bylgjubyggð.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Lagt fram bréf undirritað af Stefáni Einarssyni dags. 25.10.2012 um fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á Siglufirði.
  Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um byggingarlóðir sem gætu komið til greina.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um framkomnar tillögur vegna lóða sem eru byggingarhæfar í dag.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Óskað er eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar endurnýji samstarfssamninginn til ársloka 2015.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012

  Sólrún Júlíusdóttir lagði fram bókun undir þessum dagskrárlið.

  Minnihluti lýsir yfir miklum vonbrigðum að ekki skuli vera ætlunin að hagræða meira í rekstri bæjarsjóðs en áform eru um. Minnihluti tekur heilshugar undir hagræðingatillögur Hafnarstjórnar, en meirihlutinn kýs að bíða eftir stjórnsýsluúttekt og fresta því hagræðingu. Þá er nauðsynlegt að taka til í yfirstjórn.
  Sé þörf á stjórnsýsluúttekt áður en hagrætt sé í ákveðnum málaflokkum, þá væri ráð að fresta viðbyggingu í Grunnskólanum og fá stjórnsýsluúttekt á þeim áformum.
  Þá lýsir minnihlutinn yfir miklum áhyggjum af rekstri sjávarútvegs á næsta ári, ýmsar vísbendingar eru um það að það verði veruleg tekjuskerðing til sjómanna vegna kjarasamninga og ytri aðstæðna í markaðsmálum. Þetta gæti leitt til lækkunar útsvarstekna Fjallabyggðar og því er rétt að gæta varúðar í áætlanagerð komandi árs.

  Meirihluti bæjarstjórnar áskilur sér rétt til bókunar á næsta fundi bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Lagt fram til kynningar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Formaður bæjarráðs bauð forsvarsmenn Siglunes og Útg. Nes velkomna á fundinn. Gerðu þeir bæjarfulltrúum grein fyrir bréfi sem þeir sendu á ráðuneytið er varðar þeirra rekstur. Svör ráðuneytisins voru lögð fram á fundinum. Bæjarráð telur rétt að kynna sér betur spurningar og svör ráðuneytisins til næsta fundar.
  Bæjarstjóra er falið að láta ráðuneytið vita um þá niðurstöðu og óska eftir frest fram í lok næstu viku
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20. nóvember 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 278. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.

Málsnúmer 1211009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Framkvæmdastjóri Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson, gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur Hornbrekku og stöðu innan sveitarfélagsins.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna lagalega stöðu stofnunarinnar áður en næstu skref eru ákveðin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 2.2 1211063 Beiðni um styrk
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Stjórn Leikfélags Ólafsfjarðar óskar eftir styrkveitingu til félagsins, en félaginu láðist að sækja um á réttum tíma.
  Bæjarráð hafnar umsókninni að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrarbæjar, þar sem fram kemur að ráðið felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að samkomulagi er varðar Menntaskólann á Tröllaskaga.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að lausn málsins fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að breyta fyrri ákvörðun, sem samþykkt var samhljóða bæði í bæjarráði og bæjarstjórn.
  Reglurnar eru almenns eðlis og í samræmi við það sem verið hefur í Fjallabyggð nokkur undanfarin ár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Veraldarvinir hafa leitað eftir samstarfi til þess að vinna að ákveðnum verkefnum í sjálfboðavinnu. Þó svo að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða fellur til nokkur kostnaður, bæjarráð telur því fé betur varið til vinnuskólans.
  Bæjarráð óskar því ekki eftir vinnuframlagi Veraldarvina á næsta ári.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Forstöðumaður bóka- og héraðskjalasafnsins hefur sagt upp störfum og óskar eftir starfslokum eins fljótt og auðið er.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa umrædda stöðu lausa til umsóknar og semja við forstöðumann um starfslok.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Deildarstjóri tæknideildar lagði fram tvo samninga um verkfræðihönnun viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði.
  Við Verkfræðistofu Norðurlands að upphæð kr. 3.631.000.-.
  Við Raftákn samkvæmt tilboði ráðgjafa að upphæð kr. 1.550.000.-.
  Bæjarráð staðfestir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 2.8 1105063 Fasteignasjóður
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem fram kemur að félagsmálanefnd hefur fjallað um hugsanleg kaup á Lindargötu 2 en Fasteignarsjóður Jöfnunarsjóðs hefur boðið bæjarfélaginu eignina til kaups.
  Þar kemur fram að nefndin telur heppilegra að leigja Lindargötu 2 af Jöfnunarsjóði eins og sakir standa.
  Bæjarráð tekur undir niðurstöður nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.

  Bæjarráð Fjallabyggðar harmar mjög að þurft hafi að grípa til uppsagna hjá fyrirtækjunum Siglunesi hf og Útgerðarfélaginu Nesinu ehf.
  Áðurnefndar uppsagnir hafa mikil áhrif á svæðinu, verði þær að veruleika.
  Tapist 35 störf í Fjallabyggð hefði það sömu áhrif fyrir atvinnusvæðið og að 3.500 störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu.
  Bæjarfulltrúar í Fjallabyggð voru í hópi 133 sveitarstjórnarmanna sem vöruðu við áhrifum hækkunar veiðigjalda á samfélagið í umsögn við frumvarpið síðastliðið vor. Í þeirri umsögn var ítrekað að veiðigjöldin væri fyrst og fremst landsbyggðarskattur.
  Útgerðir í Fjallabyggð þyrftu að greiða um 850 milljónir í veiðigjöld, samkvæmt úttekt Daða Más Kristóferssonar hjá HÍ og Stefáns Gunnlaugssonar hjá HA, sem fjölluðu um frumvarpið.
  Ljóst var að slíkar upphæðir yrðu ekki teknar úr samfélaginu án afleiðinga.
  Það er von bæjarráðs Fjallabyggðar að horfið verði frá þessum gríðarlega auknu álögum í formi landsbyggðarskatts sem veiðigjöldin eru, svo að koma megi í veg fyrir að störfum á svæðinu fækki til frambúðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Lagður fram úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta matsmál nr. 3/2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Lagður fram undirritaður samningur við Leyningsás ses frá 19.11.2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Lagt fram til kynningar.
  Bæjarstjóra falið að vinna að tillögu að breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
  Upplýsingar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.

Málsnúmer 1211012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Lagður fram samningur við HLH ehf., kt.480409-0430 um fjárhagslega úttekt og tillögur til frekari hagræðingar
  í rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
  Sólrún Júlíusdóttir situr hjá og óskar að bókað sé að hún hafi ekki forsendur til að meta úttektaraðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Lagður fram samningur um rekstur á skíðasvæðinu í Tindaöxl.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samnig og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Bæjarráð samþykkir eftirtalda styrki.
  1. Til Sjónarhóls, kr. 25.000.-
  2. Til Hestamannafélagsins Glæsis - styrkur til greiðslu á fasteignaskatti.
  3. Til Ferðafélagsins Trölla, kr. 300.000.-
  4. Til Sævars Birgissonar, kr. 50.000.-
  5. Til Foreldrafélags Grunnskólans, kr. 50.000.-
  6. Til Björgunarsveitarinnar Tinds, kr. 500.000.-
      Til sömu aðila styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
  7. Til Björgunarsveitarinnar Stráka kr. 500.000.-
      Til sömu aðila styrkur til greiðslu fasteignaskatts.
  8. Til Foreldrafélags Leikskála, kr. 50.000.-
  9. Til Foreldrafélags Leikhóla, kr. 50.000.-
  Bæjarráð hafnaði neðantöldum umsóknum um fjármagn.
  1.  Frá Unglingadeildinni Smástrákum.
  2.  Frá Arndísi Lilju Jónsdóttur.
  3.  Frá Hestamannafélaginu Glæsi.
  4.  Frá Neytendasamtökunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 22.937.- til greiðslu á stöðuleyfi gáms hjá Skotveiðifélagi Ólafsfjarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Lögð fram endanleg útfærsla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sem og þriggja ára áætlun fyrir Fjallabyggð.
  Eftir yfirferð var samþykkt samhljóða að vísa áætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.

  Jökull Bergmann kom á fund bæjarráðs og var hann boðinn velkominn til fundar.
  Til umræðu voru hugmyndir hans um þjónustu við þyrluskíðun í bæjarfélaginu.

  Afgreiðslu frestað.

  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 49. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 4. desember 2012.
  Fundargerð 801. fundar frá 23. nóvember lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 14. fundur - 12. nóvember 2012.

Málsnúmer 1211005FVakta málsnúmer

 • 4.1 1211028 Kjörbréf
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 14. fundur - 12. nóvember 2012.
  Tilefni fundarins er að gefa út kjörbréf til varamanns á T lista, til að taka sæti tímabundið á einum fundi bæjarstjórnar þann 14. nóvember 2012, í forföllum aðalmanns og fyrsta varamanns.
  Gefið er út kjörbréf til Guðrúnar Unnsteinsdóttur. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.

Málsnúmer 1211006FVakta málsnúmer

Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.

  Á 146. fund nefndarinnar mætti Guðmundur Garðarsson og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri. Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskaði Guðmundur eftir að gefið yrði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram. Afgreiðslu liðarins var frestað til næsta fundar.

  Málið er tekið fyrir að nýju og er erindið samþykkt.

  Einnig felur nefndin tæknideild Fjallabyggðar að hefja viðræður við sveitarstjórn Skagafjarðar um kostnaðarskiptingu smölunar í landi Fjallabyggðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Valgeiri T. Sigurðssyni f.h. Síldarleitarinnar sf. vegna reksturs gististaðarins Black Death Menningarhús að Tjarnargötu 16 á Siglufirði. Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.

  Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

  Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.
  Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hólaveg 16 á Siglufirði.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.
  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar), 3. mál. Óskað er eftir því að umsögnin berist eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi.
   
  Þar sem erindið var sent með of skömmum fyrirvara gafst nefndinni ekki tími til að taka afstöðu til málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.
  Sigurður Valur Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli. Einnig er óskað eftir samþykki nefndarinnar á staðsetningu lagersvæðis en tvö svæði koma til greina, við flugvöllinn og Innri-Höfnina.
  Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfið og mælir með staðsetningu lagersvæðis við suðurenda flugvallarins, en bendir á að það þarf að hafa samráð við Isavia þar sem svæðið sker lóð flugvallarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15. nóvember 2012.
  Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga frá Vegagerðinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.

Málsnúmer 1211014FVakta málsnúmer

Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Undir þessum dagskrárlið sátu: Birgir Guðmundsson og Gísli Eiríksson frá Vegagerðinni, Guðmundur Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Birgir og Gísli kynntu fundarmönnum viðbragðsáætlun, áhættumat, mat á umfangi og flutningi á hættulegum efnum  í Héðinsfjarðargöngum. Eftir framsögu Gísla og Birgis kynnti Guðmundur Gunnarsson athugasemdir Mannvirkjastofnunar við viðbragðsáætlunina.
   
  Nefndin samþykkir framlagða viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga en bendir á að athugasemdir og ábendingar frá Mannvirkjastofnun skuli hafðar til hliðsjónar við endurskoðun áætlunarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Undir þessum dagskrárlið sátu: Guðmundur Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar.
  Lagt er fram bréf þar sem Sigurður Sigurðsson sækir um lokaúttekt á sumarhúsum nr. 5, 9 og 11 á Þverá í Ólafsfirði.
   
  Gunnar Guðmundsson tjáði nefndinni að notkun á þeim samlokueiningum sem eru í fyrrgreindum húsum er bönnuð. Tiltekið er á byggingarnefndarteikningum að í utanhússklæðningu á húsunum eru notaðar einingar sem eru eldtefjandi, en komið hefur í ljós að svo er ekki. Einingarnar eru úr brennanlegri einangrun. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 hefði Sigurður getað sótt um undanþágu fyrir umræddum einingum til umhverfisráðherra. Nú er komin út ný byggingarreglugerð nr. 112/2012 og er þar búið að fella út áðurgreinda undanþáguheimild.
   
  Nefndin getur ekki veitt heimild fyrir umræddum einingum og þar með lokaúttekt en bendir á að hugsanlega sé hægt að sækja um undanþágu til ráðherra þar sem byggingarleyfi fyrir umræddum húsum var gefið út í gildistíð eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir lóðina Vesturtangi 7 á Siglufirði.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lagt fram kynningarbréf frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS. Samtökin taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála.
   
  Nefndin þakkar erindið en óskar ekki eftir samstarfi að sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember er varðar gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. Samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er niðurstaðan sú að þar sem meira en þrír mánuðir hafa liðið frá endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagstillögu þar til auglýsing um hana hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda þá hafi tillagan þegar verið orðin ógild þegar sú auglýsing var birt.
  Tæknideild Fjallabyggðar hefur yfirfarið allar deiliskipulagsáætlanir sem þetta varðar og kom í ljós að alls tíu deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulögum eru ekki í gildi.
   
  Nefndin leggur til að farið verði með eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að auglýsa eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
  1. Eyrarflöt Siglufirði.
  2. Frístundabyggð við Saurbæjarás Siglufirði.
  3. Frístundabyggð vestan Óss í Ólafsfirði.
  4. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap Siglufirði.
  5. Snjóflóðavarnir og útivistarsvæði við Hornbrekku Ólafsfirði.
  6. Flæðar í Ólafsfirði.
  7. Snjóflóðavarnir ofan byggðar Siglufirði.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi f.h. Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra óskar eftir umsögn Fjallabyggðar um athugasemdir Brynju I. Hafsteinsdóttur f.h. nokkurra landeigenda á Siglunesi við útgáfu starfsleyfis fyrir efnistöku á Siglunesi.
   
  Nefndin ítrekar bókun 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar þar sem fram koma skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni f.h. Leyningsáss ses. er varðar skíðasvæðið í Skarðdal. Í bréfinu er óskað eftir því að vinna vegna hönnunar á nýjum vegi verði komið af stað þar sem málið sé búið að vera í biðstöðu í langan tíma.
   
  Nefndin felur tæknideild að hefja viðræður við Vegagerðina vegna hönnunar á nýjum vegi að framtíðarstaðsetningu skíðaskála í Skarðdal.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lögð fram drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Fjallabyggðar fyrir árið 2012 sem voru unnin af umhverfisfulltrúa.
   
  Nefndin samþykkir framlögð drög og felur umhverfisfulltrúa að skila skýrslunni inn til Umhverfisstofnunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 5. desember 2012.
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit til 30. september 2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.

Málsnúmer 1211008FVakta málsnúmer

Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Umræður um fjárhags- og starfsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Lagt fram til kynninar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.3 1105063 Fasteignasjóður
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað um áframhaldandi leigu eða kaup á fasteigninni að Lindargötu 2 - sambýli fatlaðra. Félagsmálanefnd leggur til að ekki verði ráðist í kaup á fasteigninni að svo stöddu. Málinu vísað til bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins sem lýtur að sameiningu tveggja eins herbergja íbúða í Skálarhlíð í eina. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði boðið út í desembermánuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Fyrir liggur beiðni frá forstöðumanni sambýlisins um styrk vegna reksturs bifreiðar sambýlisins. Styrkur afreiddur að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 22. nóvember 2012.
  Lagt fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar félagsmálanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.

Málsnúmer 1211010FVakta málsnúmer

Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 8.1 1211081 Laus staða húsvarðar á Siglufirði
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Valgerður Sigurðardóttir f.h. kennara.
   
  Staða húsvarðar er laus í Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði. Skólastjóri mun auglýsa starfið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.2 1211079 Skýrsla Markviss og símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Valgerður Sigurðardóttir f.h. kennara.
   
  Lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.3 1211078 Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2011-2012
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Valgerður Sigurðardóttir f.h. kennara.
   
  Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.4 1211074 Fyrirspurn frá Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur óskað eftir upplýsingum frá skólaskrifstofu um það hvort leik- og grunnskóli í Fjallabyggð séu með jafnréttisáætlun.
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur svarað fyrirspurn KÍ. Grunnskóli Fjallabyggðar hefur sett sér jafnréttisáætlun samkvæmt lögum og verið er að vinna að undirbúningi og fræðslu um jafnrétti og vinna við innleiðingu í Leikskóla Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.5 1211030 Beiðni um tilfærslu liða innan málaflokks 04 fyrir árið 2012
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.6 1211093 Heimsókn fræðslunefndar í nýjan tónskóla í Tjarnarborg
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 3. desember 2012.
  Skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar tók á móti fræðslunefnd í nýjum tónskóla í Tjarnarborg.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. desember 2012.

Málsnúmer 1211013FVakta málsnúmer

Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 9.1 1211010 Tillögur að endurbótum á íþróttamiðstöð, Siglufirði
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. desember 2012.
  Ármanna Viðar Sigurðsson, deildarstjóri Tæknideildar mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndinni drög að teikningum vegna endurbóta á íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar frístundanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.2 1203038 Forvarnarstefna Fjallabyggðar
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. desember 2012.
  Drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar. Nefndin fór yfir drögin og fram komu ábendingar um skírara orðalag. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun koma þeim ábendingum á framfæri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar frístundanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.3 1211045 Rekstraryfirlit 30. september 2012
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. desember 2012.
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokkssins til 30. september 2012. Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu málaflokkssin í dag.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar frístundanefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.

Málsnúmer 1212001FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 10.1 1212003 Jól og áramót 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur gengið frá samkomulagi við alla aðila sem sjá um menningartengda viðburði vegna jóla og áramóta á vegum sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.2 1208088 Starfsmannamál í Tjarnarborg
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að afla gagna um umfang starfa og leigu á Tjarnarborg fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.3 1212007 Málefni upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Samkvæmt bókun bæjarráðs frá 8. nóvember sl. eiga málefni upplýsingamiðstöðva að færast undir menningarmál. Menningarnefnd leggur til að forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns sjái um að skipuleggja starfið er varðar þrjá málaflokka, þ.e. bókasafn, héraðsskjalasafn og upplýsingamiðstöð. Ráðinn verði sumarstarfsmaður í 50% starf í fjóra mánuði ár hvert og að orlof starfsmanna taki mið af þessum breytingum.  
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.4 1211070 Uppsögn á starfi forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sagt upp starfi sínu. Menningarnefnd þakkar Rósu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.5 1212017 Umsókn til Menningarráðs Eyþings vegna 2013 - Stofn- og rekstrarstyrkur
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið umsókn um stofn- og rekstrarstyrk til Menningarráðs Eyþings vegna listaverkasafnsins. Sótt er um 1.000.000 kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.6 1212018 Viðgerðir á listaverkum í eigu Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Forvörður Listasafns Íslands mun heimsækja Fjallabyggð á næstunni og hefja vinnu við viðgerð á listaverkum í eigu Fjallabyggðar. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 10.7 1210093 Starfsemi safna 2011 - skýrsla um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2012.
  Hagstofa Íslands hefur óskað eftir upplýsingum um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði fyrir 2011. Búið er að senda skýrsluna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar menningarnefndar staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1203096Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, tillögu bæjarráðs frá 278. fundi, 20. nóvember 2012 með viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna framkvæmda að upphæð 11 m.kr. og rekstrargjalda 2 m.kr. sem tekið verður af eigin fé.
Um er að ræða kostnað við biðskýli við Langeyrarveg á Siglufirði að upphæð 3,5 m.kr. og bætur fyrir flugskýli í Ólafsfirði að upphæð 9,5 m.kr.

12.Breytingar á nefndarskipan

Málsnúmer 1212038Vakta málsnúmer

a) Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum að aðalmenn í nefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar verði deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson og  formaður skipulags- og umhverfisnefndar Helga Jónsdóttir.

b) Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum breytingu Sjálfstæðisflokksins, að formaður bæjarráðs verði Þorbjörn Sigurðsson og varamaður í bæjarráði verði Ólafur H. Marteinsson.

13.Ólafsvegur 30, Ólafsfirði íbúð 201 - Kauptilboð

Málsnúmer 1212037Vakta málsnúmer

Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Borist hefur tilboð í Ólafsveg 30, Ólafsfirði, íbúð 201 frá leigjanda íbúðarinnar, Zofiu Giza.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að ganga að tilboðinu.

14.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013 og 2014-2016.

Inngangur.    

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var lögð fram til fyrri umræðu  14.11.2012  og er til endanlegrar afgreiðslu í dag við síðari umræðu 12.12.2012 sem og áætlun fyrir árin 2014 - 2016. Samþykkt var að breytingar, tillögur og umræður þeim samfara færi fram í bæjarráði á milli fyrri og síðari umræðu.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka málefnalegar umræður.

Megin áhersla meirihluta bæjarstjórnar er að allur rekstur bæjarfélagsins verður tekinn til frekari skoðunar á fyrri hluta árs 2013 og komi fram tillögur til hagræðingar verða þær kynntar og ræddar fyrir sumarfrí bæjarstjórnar.

Ætlunin er að meta að nýju núverandi þjónustustig bæjarfélagsins og raunverulega þjónustuþörf sem og að kafa ofan í stöðugildi og annan rekstur bæjarfélagsins. Allar stofnanir bæjarfélagsins verða til skoðunar og er yfirstjórn bæjarfélagsins ekki undanskilin.

Ég vil hér ítreka þakkir til starfsmanna og deildarstjóra bæjarfélagsins sem hafa ásamt fagráðum og bæjarráði lagt grunn að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar næstu árin.

Gerð var grein fyrir meginforsendum í greinargerð í upphafi áætlunargerðar, einnig með starfsáætlunum deildarstjóra og síðan með samantekt í stefnuræðu við framlagningu fjárhagsáætlunarinnar við fyrri umræðu. Verður sú yfirferð ekki endurtekin hér.

Hins vegar verður hér farið yfir megin markmið ársins, breytingar frá fyrri umræðu og þau atriði önnur sem vert er að leggja áherslu á og væntingar eru um.

Rétt er að mynna á útkomuspá fyrir árið 2012 er varðar rekstur og fjárfestingar bæjarfélagsins og var sú nálgun forsenda fyrir áætlunargerð næstu ára.

Sú aðferðarfræði  hefur gefist vel að á fundum bæjarráðs, milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn, nú 20.11.2012, 27.11.2012 og 04.12.2012 að þá séu ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar og eða bæjarstjóri vilja koma á framfæri.

Bæjarráð tók sér góðan tíma til að ræða tillögur að áætlun ársins eða októbermánuð og ræddi síðan ítarlega breytingar fyrir síðari umræðu á fundum sínum í nóvember til að marka stefnu bæjarfélagsins fyrir næstu þrjú fjárhagsár.

Neðanritað var tekið til skoðunar og umfjöllunar sérstaklega á milli umræðna í bæjarráði og er hér m.a. vísað í minnisblað bæjarstjóra,
sem tekið var fyrir í bæjarráði 04.12.2012.

Tekjur.

Fimmtudaginn 29.11.2012 komu loks tölur frá Jöfnunarsjóði
Framlög hækka frá upphafsáætlun sem nemur um              kr. 17.864.000.-

Gjöld.

Launaliðir
Tryggingargjald  - til umræðu er hækkun í 7,89 úr 7,79       kr.    1.000.000,-
Ýmsar leiðréttingar launa:                                                    kr.    6.238.000,-
          Veitustofnun                 1.080.000
          Íbúðasjóður                       315.000
          Hafnarsjóður                   -259.000
         Skipulagsmál                       -36.000
          Fræðslumál                    5.834.000
          Menningarmál                 -219.000    
          Íþrótta- og tómst. mál    1.817.000
          Félagsmál                          535.000
          Sameiginl. kostnaður     -2.829.000

Rekstrarliðir ýmsir
Tekið er frá fjármagn vegna mála sem eru til skoðunar      kr.    5.000.000,-
Fræðslu og uppeldismál - styrkir                                         kr.       150.000,- Atvinnumál ? styrkir                                                                       kr.       300.000,-
Sameiginlegur kostnaður - úttekt og styrkir                         kr.    3.575.000,-

Fjárfestingar.

Heildartalan 235 m.kr. verður óbreytt á milli umræðna.
Fjárfestingar við höfnina dragast saman um                        kr.  12.500.000.-
Fjárfestingar í gatnagerð, stígum,gangstéttum aukast        kr.  12.500.000.-

Áherslur í fjárfestingum á árinu 2013 verða því sem hér segir:

1.      Grunnskólinn á Siglufirði, útboð                         175.000.000.-

2.      Brunaviðvörunarkerfi Tjarnarborg                          1.500.000.-

3.      Neyðarútgangur í Grunnskóla Ólafsfirði               5.000.000.-

4.      Hönnun - eftirlit - skipulag                                    3.500.000.-

5.      Vetrarbraut á Siglufirði, útboði lokið                      7.000.000.-        

6.      Kirkjugarður á Siglufirði, útboði lokið                    4.000.000.-

7.      Gámasvæðið á Siglufirði, útboði lokið                10.000.000.-

8.      Holræsi og vatn fyrir Hótel, útboð                        7.000.000.-

9.      Framkvæmdir á hafnarsvæði, óskilgr.                 12.500.000.-

10.  Aðrar fjárfestingar, óskilgr. tæknideild.                9.500.000.-

Samtals fjárfestingar 2013                              235.000.000.-

Rétt er einnig að taka fram nokkur samstarfsverkefni undir viðhaldi sem verið er að vinna að í samstarfi við Vegagerð ríkisins en þau eru;

·        Stígur að Múlatindi Ólafsfirði

·        Stígur með Snorrabraut til suðurs

·        Upplýsingaskilti - útskot vestan brúar á Ólafsfirði

·        Umferðar og öryggisáætlun

Aðrar ábendingar hafa ekki komið fram á milli umræðna frá bæjarfulltrúum.

Megin málið er, að til að mæta fyrirsjáanlegum útgjöldum er varðar fjárfestingar var ákveðið að lækka fjárfestingar á vegum hafnarsjóðs úr 25 m.kr. í 12.5 m.kr. og var verkefnum forgangsraðað eins og fram hefur komið. Deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra er falið að miða framkvæmdir við framkomna ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar.

Frá fyrri umræðu er einnig búið að afgreiða neðanritað:

1.      Undirrita samkomulag við Leyningsás.

2.      Leggja fram tillögu að samningi við skíðasvæðið í Ólafsfirði.

3.      Ræða stöðu Hornbrekku en ætlunin er að taka þá umræðu á árinu 2013.

4.      Unnið er að frágangi og samkomulag við SVN um lóðir á hafnarsvæði Siglufjarðar.

5.      Úttekt á rekstri bæjarfélagsins er ákveðinn og mun hún hefjast í janúar og er áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram bókun á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2012 og þar kemur fram m.a.

”Minnihluti lýsir yfir miklum vonbrigðum að ekki skuli vera ætlunin að hagræða meira í rekstri bæjarsjóðs en áform eru um. Minnihluti tekur heilshugar undir hagræðingatillögur Hafnarstjórnar, en meirihlutinn kýs að bíða eftir stjórnsýsluúttekt og fresta því hagræðingu. Þá er nauðsynlegt að taka til í yfirstjórn.
Sé þörf á stjórnsýsluúttekt áður en hagrætt sé í ákveðnum málaflokkum, þá væri ráð að fresta viðbyggingu í Grunnskólanum og fá stjórnsýsluúttekt á þeim áformum.“
Fram kom á þeim fundi að vert er að hafa miklar áhyggjur af rekstri sjávarútvegs á næsta ári. Vísbendingar eru um verulega tekjulækkun hjá sjómönnum vegna ytri ástæðna þ.e. í markaðsmálum á Evrusvæðinu. Þetta gæti leitt til lækkunar útsvarstekna og minni tekna hjá hafnarsjóði Fjallabyggðar.

Einhugur var í bæjarráði um að vert sé að gæta varúðar í áætlanagerð komandi árs.

Til skoðunar
sérstaklega.

Rétt er að nefna og skoða sérstaklega útkomu eftirtalinna málaflokka sem gefa til kynna meiri breytingar en framsettar verðlagshækkanir og leita skýringa á þeim breytingum sem áætlunin gerir ráð fyrir. Sjá málaflokkayfirlit í fylgigögnum með áætlun.

Helstu ástæðurnar eru;

1.      Skýringar á 12.8% hækkun vegna Brunamála                      

·        Starfsmat viðræður í gangi - niðurstöður ekki komnar

2.      Skýringar á 14.9% hækkun á Umhverfismál             

·        Flutningur á starfi umhverfisfulltrúa á milli málaflokka.

3.      Lækkun á skipulags- og byggingarmál                                

·        Flutningur á starfi umhverfisfulltrúa á milli málaflokka

4.      Skýringar á 7.8% hækkun á Atvinnumál.                              

·        Hækkun vegna Tröllaverkefnis - samþykkt bæjarráðs

5.      Skýringar á 8.8 % hækkun á Sameiginlegum kostnaði.        

·        Stjórnsýsluúttekt og hækkun á tryggingargjaldi


En hver er staðan 11.12.2012 - hvernig tókst til á árinu 2012 miðað áætlun.

Á árinu voru neðangreind verkefni sett í forgang af fagnefndum, deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana sem bæjarstjórn samþykkti á árinu 2011.

Stærstu verkefni í framkvæmdum og viðhaldi voru (SVÁ)

Framkvæmdir 2012

Áætlun 2012

Viðhald 2012

Áætlun 2012

Leikhólar Ólafsfirði

0

0

642.000

2.310.000

Leikskálar Siglufirði

0

200.000

1.826.000

3.360.000

Grunnskóli, Hlíðarvegi 18-20

0

0

128.000

1.215.000

Grunnskóli, Norðurgötu 10

4.065.000

10.000.000

492.000

2.460.000

Barnaskólinn Ólafsfirði

248.100.000

249.000.000

198.000

1.265.000

Tónskólinn Ólafsfirði

0

0

13.000

65.000

Tónskólinn Siglufirði

0

0

64.000

75.000

Menntaskólinn á Tröllaskaga

3.500.000

15.Flöggun við Aðalgötu, Siglufirði

Málsnúmer 1212044Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á ósmekklegri notkun Valgeirs T. Sigurðssonar, á mynd af ráðherra í Ríkisstjórn Íslands á fána sem hann hefur dregið að húni við Aðalgötuna á Siglufirði."

Fundi slitið - kl. 19:00.