Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

146. fundur 01. nóvember 2012 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1210042Vakta málsnúmer

Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012 verður haldin í Miklagarði, menningarhúsi Skagfirðinga þann 9 nóvember.

 

Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúi og formaður Skipulags og umhverfisnefndar sæki fundinn.

2.Fjárréttarmál í Ólafsfirði

Málsnúmer 1210094Vakta málsnúmer

Guðmundur Garðarson kom fyrir nefndina og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd Hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri.

Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskar Guðmundur eftir að gefið verði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

3.Lóðarleigusamningur, Hafnargata 4

Málsnúmer 1210065Vakta málsnúmer

Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hafnargötu 4 á Siglufirði.

Erindi samþykkt.

4.Lóðarleigusamningur, Hólavegur 16 Siglufirði

Málsnúmer 1210083Vakta málsnúmer

Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hólaveg 16 á Siglufirði.

Erindi frestað.

5.Ósk um leyfi til að vera með sauðfé í hesthúsi

Málsnúmer 1210077Vakta málsnúmer

Símon Helgason óskar eftir að fá leyfi til þess að halda fé í hesthúsi sínu að Fákafeni 11. Um er að ræða þrjár kindur sem yrðu í hlöðu hússins.

 

Nefndin samþykkir leyfi til 10.06.2013.

Sigurður Hlöðverson bókar andstöðu sína við afgreiðslu nefndarinnar á grundvelli þess að málið stangist á við deiliskipulag svæðisins.

6.Sjálfboðaliðar í verkefni árið 2013

Málsnúmer 1209076Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Veraldarvinum þar sem þeir óska eftir samstarfi við Fjallabyggð. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Bjóðast þeir til þess að senda hópa til Fjallabyggðar á árinu 2013.

 

Umhverfisfulltrúa er falið að kanna grundvöll fyrir samstarfi við Veraldarvini.

7.Umsókn um leyfi til breytinga á Lindargötu 9

Málsnúmer 1210080Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af breytingum á Lindargötu 9, Siglufirði.

 

Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stækkun á lóð Múlavegar 18

Málsnúmer 1210013Vakta málsnúmer

Lagður fram uppdráttur með breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felur í sér stækkun á athafnasvæði lóðar við Múlaveg 18 samkvæmt fundarbókun 145. fundar hjá Skipulags og umhverfisnefnd.

 

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna og mælir með að bæjarstjórn samþykki.

9.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlunum vegna fjárhagsáætlunar 2013 fyrir skipulags, umhverfis og hreinlætismál.

 

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.