Bæjarráð Fjallabyggðar

298. fundur 04. júní 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar

Málsnúmer 1208083Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Höllina veitingahús, sem fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið að, á grundvelli umræðna og niðurstöðu í menningarnefnd.
Einnig minnispunktar um aðstöðugjald og dyravörslu.
Bæjarráð fellst á þá nálgun sem fram kemur í drögum að þjónustusamningi.
Endanlegur samningur verður lagður fyrir bæjarstjórn í næstu viku.

2.Lóðir við Gránugötu 5b og 13b

Málsnúmer 1210087Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá deildarstjóra tæknideildar að bótum vegna nauðsynlegra breytinga á lóðarblaði fyrir lóðarhafa að Gránugötu 5b Siglufirði.
Einnig kostnaðaráætlun og skýringarmynd.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum Hringvers

Málsnúmer 1305094Vakta málsnúmer

Í erindi frá Ungmennafélaginu Vísi frá 29. maí 2013, er sótt um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum af félagsheimilinu Hringver.

Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum, þar sem hún fellur að reglum sveitarfélagsins.

4.Rekstraryfirlit apríl 2013

Málsnúmer 1305065Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins, ásamt skýringum, fyrir tímabilið 1. janúar til  30. apríl 2013, sem og áætlun fyrir allt árið til samanburðar. 
Samkvæmt því er niðurstaðan fyrstu fjögurra mánaða ársins 93% af áætlun.

5.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016.

Eftir umfjöllun og breytingar á tillögunni samþykkir bæjarráð að viðaukatillaga með umræddum breytingum verði lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

6.Staðfesting á nýjum samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar og breytingar sem þarf að gera.

Unnið verður áfram í samráði við lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillaga lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

7.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1301043Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 18. maí 2013 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.