Bæjarráð Fjallabyggðar

272. fundur 02. október 2012 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Viðtalstímar þingmanna og sveitarstjórna í Eyþingi 2. og 3. október 2012

Málsnúmer 1209114Vakta málsnúmer

Fulltrúar Fjallabyggðar eiga kost á viðtali við þingmenn kjördæmisins miðvikudaginn 3. október 2012 á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að fela Ingvari Erlingssyni forseta bæjarstjórnar og skrifstofu- og fjármálastjóra að fara yfir málefni sveitarfélagsins samkvæmt þeim áherslum sem ræddar voru í bæjarráði.

2.Öryggi barna í umferðinni

Málsnúmer 1209117Vakta málsnúmer

Á fundi foreldrafélags leikskólans Leikhóla 24. september s.l. var samþykkt að senda áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar, þess efnis að fleiri hraðahindranir yrðu settar upp á götum bæjarins til að auka öryggi barna í umferðinni. Einnig samþykkti fundurinn að beina því til bæjarstjórnar að hafinn yrði áróður sem beindist að ökumönnum um að sýna aðgæslu í umferðinni,vegna þess mikla fjölda barna sem er á ferðinni um götur bæjarins án fylgdar fullorðinna,bæði gangandi og hjólandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fjallabyggð sem er nú í vinnslu.

3.Endurnýjun á stofnlögn vatns í Brimnesdal

Málsnúmer 1209116Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja niðurstöður úr verðkönnun í jarðvinnuþátt endurnýjunar stofnlagnar vatnsveitu í Brimnesdal.  
Einnig minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar, sem mætti á fund bæjarráðs.


Fjögur tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

Þórður Guðmundsson (Haforka)  15.623.280,-

Smári ehf  9.981.360,-

Árni Helgason ehf  9.242.000,-

Reisum ehf 4.789.240,-


Kostnaðaráætlun var 6.502.000,-

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við lægstbjóðanda.

4.Skráning skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 1209119Vakta málsnúmer

Í tengslum við erindi Skipulagsstofnunar frá 24. september 2012, er skrifstofu- og fjármálastjóra falið að tilkynna Skipulagsstofnun að Ármann Viðar Sigurðsson, kt. 211272-5549 sé skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar.

5.Söluheimild - Bylgjubyggð 59 Ólafsfirði

Málsnúmer 1209120Vakta málsnúmer

Í erindi skrifstofu- og fjármálastjóra er óskað eftir heimild til að setja Bylgjubyggð 59, Ólafsfirði, á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bylgjubyggð 59 Ólafsfirði verði seld.

6.Starfsmannamál í Tjarnarborg

Málsnúmer 1208088Vakta málsnúmer

Á 56. fundi menningarnefndar, 1. október s.l. var farið yfir umsóknir vegna starfs í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Um 50% starf forstöðumanns sóttu:
Hafdís Ósk Kristjánsdóttir,
Guðlaugur Magnús Ingason,
Anna Jenný Jóhannsdóttir,
Anna María Guðlaugsdóttir og
Elín Elísabet Hreggviðsdóttir.

Menningarnefnd lagði til að Anna María Guðlaugsdóttir yrði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar.

7.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umfjöllunar, forsendur áætlunar 2013 og 2104 - 2016.

8.Kynning á áformum um bókarskrif á vegum Síldarminjasafnsins 2013 - 2018

Málsnúmer 1209063Vakta málsnúmer

Í erindi Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra Síldarminjasafns Íslands frá 6. september 2012, eru kynnt áform um bókarskrif á vegum safnsins þar sem síldarárunum á Siglufirði, frá 1903 til 1965 eru gerð skil. Með erindindu er bókaáætlunin kynnt og jafnframt kannað hvort Fjallabyggð sjái sér fært að styrkja útgáfuna.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð.

9.Fasteignaverð í Fjallabyggð

Málsnúmer 1209074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá fasteignasölunni Hvammi um fasteignaverð í Fjallabyggð.

10.Síldarævintýri 2012

Málsnúmer 1108092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla nefndar um Síldarævintýrið 2012.
Í skýrslunni er sveitarfélaginu þakkað gott samstarf, enda sé Fjallabyggð stærsti styrktaraðili hátíðarinnar.

11.Undirbúningsfundur vegna IPA umsókna

Málsnúmer 1208040Vakta málsnúmer

Í tölvupósti frá þróunarsviði Byggðastofnunar er upplýst um að á næstu tveimur vikum verða haldin námskeið fyrir mögulega styrkþega vegna auglýsingar um IPA verkefnisstyrki sem eru með umsóknarfresti til 30. nóvember n.k.

Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórnar (aðstoð við kosningu)

Málsnúmer 1209118Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp  til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en  föstudaginn 5. október nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundur þjónustuhóps um málefni fatlaðra með sveitarstjórum þjónustusvæðanna

Málsnúmer 1210003Vakta málsnúmer

Boðað er til sameiginlegs fundar í Menningarhúsinu Miðgarði Skagafirði, föstudaginn 5.október.

Bæjarráð felur skrifstofu- og fjármálastjóra að sækja fundinn, ásamt félagsmálastjóra sem er fulltrúi sveitarfélagsins í þjónustuhópi um málefni fatlaðra.

Fundi slitið - kl. 17:30.