Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu Sjúkraliða og í býtibúr

Hornbrekka Ólafsfirði - Sjúkraliði óskast

Hjúkrunarheimilið Hornbrekka óskar eftir að ráða sjúkraliða í 70 % stöðu frá 1. maí 2024.

Hæfnikröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Reynsla og áhugi af starfi með öldruðum
  • Lögð er áhersla á metnað og frumkvæði í starfi, stundvísi, jákvæðni og sveigjanleika
  • Góð íslenskukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFV og Sjúkraliðafélags Íslands.
Umsóknir sendast á netfangið sunna@hornbrekka.is 

Nánari upplýsingar veitir Sunna Eir Haraldsdóttir hjúkrunardeildastjóri í síma 466-4060 eða á netfangið sunna@hornbrekka.is

Hornbrekka Ólafsfirði - starfsmaður óskast í býtibúr

Hjúkrunarheimilið Hornbrekka  auglýsir eftir starfsmanni í býtibúr 1-2 virka daga í viku milli 8-14 og þriðju hvoru helgi.

Hæfnikröfur

  • Áhugi á starfi með öldruðum.
  • Lögð er áhersla á metnað og frumkvæði í starfi, stundvísi, skipulag, jákvæðni og sveigjanleika.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi SFV og Kjölur stéttarfélag.

Umsóknir sendast á netfangið eldhus@hornbrekka.is eða birna@hornbrekka.is