Íbúaþróun og kynjahlutfall

Íbúafjöldi Ólafsfjarðar hefur sennilega verið tiltölulega stöðugur framan af öldum og það er ekki fyrr en upp úr 1900 sem það fer að breytast með tilkomu þorpsmyndunar í "Horninu" Ólafsfirðingum fer þá nokkuð ört fjölgandi alveg fram á áttunda áratug aldarinnar. Flestir verða íbúarnir árið 1992 samtals 1205 , og hefur fólksfjöldinn staðið nokkuð í stað síðustu tvo áratugina.en síðustu tvö árin hefur þeim fækkað örlítið.

Meðfylgjandi súlurit sýnir þróunina frá árinu 1703-1998.

ibth.gif (6387 bytes)

Næsta rit sýnir kynjaskiptingu íbúa Ólafsfjarðar og aldursskiptingu á 10 ára bili 1.des 1997. Karlar eru ívið fleiri eða 581, en konur 518. Konur eru hins vegar örlítið lífseigari eins og sést á súluritinu.

fjoldi_og_kyn_olafsfirdi_97_06_640