Skáknámskeið í Fjallabyggð

Skáknámskeið í Fjallabyggð
Námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. janúar nk.  á annarri hæð Ráðhúss Fjallabyggðar,  Gránugötu 24. 

Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE.

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama en gott er að kunna mannganginn í skák. Skráning fer fram með því að senda nafn þátttakanda á netfangið birkirkarl@gmail.com

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Laugardagur 25. janúar
10:00-13:00 1.-4. bekkur
13:00 – 16:00 5.-10. bekkur
16:30 – 19:30 Fullorðinsnámskeið 16+ ef áhugi er á.

Sunnudagur 26. janúar
10:00 – 13:00 1.-4. bekkur
13:00 – 16:00 5.-10. bekkur

Þátttökugjald er 5.000 kr.

Þetta námskeið verður einungis haldið ef næg þátttaka næst sem er 10 manns