Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer árlega í Ólafsfirði. Hátíðin var stofnuð 1998 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju.
– spurningar og svör um íslenska þjóðbúninginn
Fram kemur Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur
Margrét er að leggja lokahönd á ritun bókar um búninginn og sögu hans, Þjóðbúningur verður til, sem kemur út í haust. Sérstaklega verður sagt frá helsta einkennistákni íslenska hátíðarbúningsins, faldinum, hvítri strýtu sem prýddi höfuð íslenskra kvenna um aldalangt skeið. Hver vegna þótti faldurinn eins merkilegur og raun ber vitni? Einnig verður sagt frá skotthúfunni og tilurð hennar. Þá verður spjallað um þær breytingar sem urðu á þjóðbúningnum á 19. öld þegar skautbúningur Sigurðar málara var kynntur til sögunnar. Gamlar teikningar og málverk verða skoðuð samhliða spjallinu.