Berjadagar Musicfestival í Ólafsfirði

Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer árlega í Ólafsfirði. Hátíðin var stofnuð 1998 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. 

Föstudagur 14. júní : Tónleikar

20:00 - Hvað ertu tónlist?
Fram koma: Sólveig Thoroddsen söngur, barrokkharpa og gotnesk harpa, Bára Grímsdóttir kvæðakona, Sergio Coto Blanco endurreisnarlútur, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran

Laugardagur 15. júní : Tónleikar og ,Brasilískt kvöld'

20:00 - Færeyjar og Ísland dansa tangó
Fram koma: Jóhannes Andreasen píanó, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Ármann Helgaon klarinett

21:30 - Brasilískt kvöld
Fram koma: Guito Thomas söngur og gítar, Rodrigo Lopes slagverk o.fl.

Sunnudagur 16. júní : Tvennir tónleikar

20:00 - Tveir flyglar í Tjarnarborg

21:30 - KK & Ellen - 80 ára íslenskt lýðveldi! - Kaupa miða HÉR

Mánudagur 17. júní

,,Þjóðbúningur verður til’ erindi í Pálshúsi frá kl. 15:00 - 16:00

– spurningar og svör um íslenska þjóðbúninginn

Fram kemur Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur

Margrét er að leggja lokahönd á ritun bókar um búninginn og sögu hans, Þjóðbúningur verður til, sem kemur út í haust. Sérstaklega verður sagt frá helsta einkennistákni íslenska hátíðarbúningsins, faldinum, hvítri strýtu sem prýddi höfuð íslenskra kvenna um aldalangt skeið. Hver vegna þótti faldurinn eins merkilegur og raun ber vitni? Einnig verður sagt frá skotthúfunni og tilurð hennar. Þá verður spjallað um þær breytingar sem urðu á þjóðbúningnum á 19. öld þegar skautbúningur Sigurðar málara var kynntur til sögunnar. Gamlar teikningar og málverk verða skoðuð samhliða spjallinu.

 

Heimasíða Berjadaga

Listamenn á Berjadögum


KK & Ellen
Flygladúóið Sóley
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran
Jóhannes Andreasen píanó
Hrólfur Sæmundsson baritón
Sólveig Thoroddsen barokkharpa, söngur og gotnesk harpa
Laufey Sigrún Haraldsdóttir píanó
Karel Tjörvi Ránarson Reina grafísk hönnun
Sergio Coto Blanco endurreisnarlútur
Ólöf Sigursveinsdóttir selló
Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur
Sólborg Valdimarsdóttir píanó
Ármann Helgason klarínett
Guito Thomas gítar og söngur
Sigursveinn Magnússon píanó
Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran
Rodrigo Lopes slagverk