Aðalskipulag 2008-2028

Aðalskipulag  Þéttbýlisuppdr. - Ólafsfjörður Þéttbýlisuppdr. - Siglufjörður Sveitarfélagsuppdráttur 

Tillaga að nýju aðalskipulagi 

Efnið er einnig aðgengilegt undir "útgefið efni - Skipulag"

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggða.  Landið allt er skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði 43. gr. laga um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis. Í skipulagsáætlunum er mörkuð stefna um landnotkun og þróun byggðar. Þar eru sett fram markmið um einstaka þætti varðandi íbúðarbyggð, atvinnusvæði, náttúruvernd, samgöngur o.fl. Sveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Í aðalskipulagi skal fjallað um allt land innan marka sveitarfélags. Þar er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Við gerð aðalskipulags skal stefnt að því að ná samræmi við skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga.

Í byrjun árs 2015 var gengið til samninga við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar og er sú vinna enn í gangi.

Aaðalskipulag Fjallabyggðar gildir frá 2008 til 2028.

Framsetning aðalskipulags

Vinna við vinnslu aðalskipulagsins hófst árið 2008 þegar gerður var samningur við Teikn á lofti ehf. um gerð Aðalskipulags Fjallabyggðar. Höfundar tillögunnar eru Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt, Helgi Einarsson nemi í landslagarkitektúr, Fanney Sigrún Ingvadóttir, Hildur Stefánsdóttir landslagsarkitekt og Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt. Að hálfu sveitarfélagsins hafa nefndarmenn í skipulags- og umhverfisnefnd komið að vinnslunni ásamt ýmsu öðru starfsfólki sveitarfélagsins.

Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og uppdráttum. Greinargerðin samanstendur af átta meginköflum. Þar er nánari útlistun á stefnumörkun bæjarfélagsins um landnotkun og sjálfbæra þróun til ársins 2028. Einnig fylgir tillögunni þéttbýlisuppdráttur fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð og sveitarfélagsuppdráttur fyrir upplandið. Í viðaukum greinargerðarinnar er ítarefni, landnotkunartöflur, umsagnir og svör við athugasemdum.

Tengiliðir

Ármann Viðar Sigurðsson

Deildarstjóri tæknideildar

Íris Stefánsdóttir

Skipulags- og tæknifulltrúi