Aðalskipulag 2020-2032

Greinargerð  Þéttbýlisuppdráttur  Sveitarfélagsuppdráttur 

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggða.  Landið allt er skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði 43. gr. laga um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis. Í skipulagsáætlunum er mörkuð stefna um landnotkun og þróun byggðar. Þar eru sett fram markmið um einstaka þætti varðandi íbúðarbyggð, atvinnusvæði, náttúruvernd, samgöngur o.fl. Sveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Í aðalskipulagi skal fjallað um allt land innan marka sveitarfélags. Þar er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili. Við gerð aðalskipulags skal stefnt að því að ná samræmi við skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga.

Tengiliðir

Ármann Viðar Sigurðsson

Deildarstjóri tæknideildar

Íris Stefánsdóttir

Skipulagsfulltrúi