Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020

Haldinn Ólafsvegi 4, Ólafsfirði,
28.10.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista,
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista,
Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista,
Nanna Árnadóttir formaður I lista,
Ægir Bergsson aðalmaður, I lista,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2010014 - Staðsetning sorphirðuíláta í Fjallabyggð
Með tölvupósti dagsettum 5. október 2020 bendir Stefán E. Stefánsson fyrir hönd Íslenska gámafélagsins á óásættanlega staðsetningu sorpíláta við mörg heimili í Fjallabyggð sem uppfylla ekki kröfur samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð og geri starsmönnum félagsins erfitt að sinna störfum.
Meðfylgjandi eru myndir af óásættanlegri staðsetningu sorpíláta við heimili í Fjallabyggð.

Nefndin þakkar Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir innsent erindi og felur tæknideild að útbúa tilkynningu til íbúa þar sem þeir verði upplýstir um efni samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð. En þar kemur skýrt fram hvernig staðsetja skuli sorpílát.
2. 2010039 - Umsókn um lóð fyrir frístundahús
Með umsókn dagsettri 14. október 2020 óskar Haukur Guðmundsson eftir frístundalóðinni Skógarstíg 10 að Saurbæjarási Siglufirði.
Erindi samþykkt.
3. 2010038 - Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi
Á 192. fundi bæjarstjórn er erindinu vísað aftur til Skipulags- og umhverfisnefndar.
Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.
Lögð fram samþykki nágranna fyrir staðsetningu smáhýsisins.
Nefndin samþykkir staðsetningu smáhýsis 1 meter frá lóðarmörkum Strandgötu 6 inn á lóð númer 4. Veggur sem snýr að Strandgötu 4 skal vera brunavarin svo fullnægjandi brunahólfun náist á milli bygginga.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir leggja fram eftirfarandi beiðni:
Fundarboð og dagskrá með gögnum skal ekki berast síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. Gögn skulu vera það ítarleg að nefndarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem tilgreind eru í dagskrá. Óskað er eftir að þessu sé fylgt eftir til að tryggja formfestu og upplýstar ákvarðanir nefndarinnar.
4. 2010077 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði HSN á Siglufirði
Með umsókn dagsettri 20. október 2020 óskar Helgi Hafliðason fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands eftir leyfi til skipulagsbreytinga á annarri og þriðju hæð vesturhluta Hvanneyrarbrautar 37-39 á Siglufirði. Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhuguðum breytingum.
Erindi samþykkt.
Heil-Sigl-adalt-a-2020-06-BH.pdf
Heil-Sigl-adalt-a-2020-05-BH.pdf
Heil-Sigl-adalt-a-2020-04-BH.pdf
Heil-Sigl-adalt-a-2020-03-BH.pdf
Heil-Sigl-adalt-a-2020-02-BH.pdf
Heil-Sigl-adalt-a-2020-01-BH.pdf
5. 2010083 - Umsókn um leyfi til uppsetningar á bráðabirgðasvölum við Hvanneyrarbraut 32
Með tölvupósti frá 19. október 2020 óskar Guðjón M. Ólafsson fyrir hönd HV3 ehf. eftir leyfi fyrir tímabundnum svölum að Hvanneyrarbraut 32 á Siglufirði. Meðfylgjandi er teikning af svölunum.
Erindi samþykkt.
Hvanneyrarbraut 32_svalir.pdf
6. 2010094 - Umsókn um leyfi til endurnýjunar á ljósabraut í Hólsdal.
Með bréfi dagsettu 22. október 2020 óskar Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur ehf. eftir leyfi til þess að láta endurbyggja ljósabraut í tengslum við gönguskíða- og sleðabraut í Hólsdal. Einnig er óskað eftir leyfi til þess að gera einfalda trébrú yfir Fjarðará. Meðfylgjandi er teikning af göngu- og sleðabraut með grófri staðsetningu ljósa.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki Skógræktarfélags Siglufjarðar og óskar einnig eftir nánari útfærslu á fyrirhugaðri trébrú yfir Fjarðará.
Erindi Selvíkur ehf.pdf
7. 2010095 - Aðstaða til vörulosunar við afgreiðslu í Aðalgötu
Með tölvupósti frá 15. október 2020 óskar Skúli Rúnar Árnason fyrir hönd Íslandspósts eftir því að fá leyfi til þess að samnýta stæði fyrir fatlaða fyrir framan afgreiðslu Póstsins að Aðalgötu 34 á Siglufirði þannig að það verði einnig ætlað til vörulosunar fyrir Póstinn. Um er að ræða 10-15 mínútur tvisvar á dag.
Nefndin getur ekki samþykkt að leyfa vörulosun úr stæði sem er P-merkt. Umferðarlögin eru skýr hvað það varðar.
8. 2005062 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir mastri og rafstöðvarhúsi í Ólafsfirði
Hafnarstjórn leggur til að mastrið verði staðsett austan við hafnarskúr í vesturhöfn og vísar umsókn um byggingarleyfi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu mastursins.

Erindi samþykkt.
9. 2010104 - Umsókn um byggingarleyfi að Bakkabyggð 8 í Ólafsfirði
Með umsókn dagsettri 22. október 2020 óskar Haraldur Árnason fyrir hönd Ólafs Meyvants Jóakimssonar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Bakkabyggð 8 í Ólafsfirði.
Meðfylgjandi eru uppdrættir af húsinu og skráningartafla.

Erindi samþykkt.
Bakkabyggð 8.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til bakaPrenta