Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29. október 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
29.10.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Helga Helgadóttir formaður, D lista,
Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista,
Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista,
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri,
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála


Dagskrá: 
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1. 1910114 - Sorphirða í Fjallabyggð
Á fund bæjarráðs mætti Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins og fór yfir sorphirðumál og hugmyndir að úrbótum og nýjungum.
2. 1910083 - Samkomulag um sameiningu almannavarna
Lagt fram til kynningar erindi Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, dags. 22.10.2019 er varðar drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Drög að samþykktum munu liggja fyrir.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
3. 1910107 - Laugarvegur 37 - íbúð 101
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 25.10.2019 þar sem óskað er eftir söluheimild vegna íbúðar nr. 101 að Laugarvegi 37, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir söluheimild vegna íbúðarinnar og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að setja íbúðina í söluferli.
4. 1910108 - Jafnlaunavottun - vinnsla
Lögð fram jafnlaunastefna Fjallabyggðar og jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnuna og vísar jafnréttisáætlun til kynningar og uppfærslu í félagsmálanefnd.

Ýmis erindi
5. 1910097 - Aukaaðalfundur AFE
Lagt fram til kynningar erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 23.10.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar AFE mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 13 í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar.
6. 1910063 - Styrkumsóknir frá björgunarsveitum
Lögð fram erindi Magnúsar Magnússonar fh. unglingadeildarinnar Smástráka, dags. 10.10.2019, Sóleyjar Lilju Magnúsdóttur fh. unglingadeildarinnar Djarfs dags. 17.10.2019 og Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tindar, dags. 22.10.2019 og erindi Ingvars Erlingssonar fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, dags. 28.10.2019 vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
7. 1910068 - Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
Lagt fram erindi Guðrúnar Jónsdóttur fh. Stígamóta, dags. 10.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs starfseminnar sem er brotaþolum að kostnaðarlausu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
8. 1910070 - Styrkur vegna keppnisferða
Lagt fram erindi Sólrúnar Önnu Ingvarsdóttur, dags. 18.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferða á alþjóðleg mót í badminton en Sólrún Anna var á dögunum valin í afrekshóp landsliðsins og A-landsliðið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
9. 1910085 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020
Lagt fram erindi Brynhildar Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins, dags. 20.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs athvarfsins fyrir rekstrarárið 2020 að upphæð kr. 100.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætunar fyrir árið 2020.
10. 1910111 - Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum
Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
11. 1910110 - Endurnýjun á samstarfssamningi
Lagt fram erindi Þorvalds Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi við félagið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
12. 1910112 - Beiðni um aðkomu Fjallabyggðar að skuldastöðu Gnýfara
Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar að skuldastöðu Gnýfara sem er tilkomin vegna byggingar reiðskemmu að Faxavöllum 9.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
13. 1910084 - Til umsagnar 29. mál frá nefndasviði Alþingis
Lagt fram til umsagnar frumvarp Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.10.2019 til laga um jarðalög, (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29.mál.
Fundargerðir til kynningar
14. 1901028 - Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019
Lagt fram til kynningar fundargerð 8. fundar starfshóps um úrgangsmál frá 16.október sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta