Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember er varðar gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. Samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er niðurstaðan sú að þar sem meira en þrír mánuðir hafa liðið frá endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagstillögu þar til auglýsing um hana hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda þá hafi tillagan þegar verið orðin ógild þegar sú auglýsing var birt.
Tæknideild Fjallabyggðar hefur yfirfarið allar deiliskipulagsáætlanir sem þetta varðar og kom í ljós að alls tíu deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulögum eru ekki í gildi.
Nefndin leggur til að farið verði með eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að auglýsa eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
1. Eyrarflöt Siglufirði.
2. Frístundabyggð við Saurbæjarás Siglufirði.
3. Frístundabyggð vestan Óss í Ólafsfirði.
4. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap Siglufirði.
5. Snjóflóðavarnir og útivistarsvæði við Hornbrekku Ólafsfirði.
6. Flæðar í Ólafsfirði.
7. Snjóflóðavarnir ofan byggðar Siglufirði.
Varaforseti bæjarstjórnar, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.