Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.

Málsnúmer 1211009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 12.12.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Framkvæmdastjóri Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson, gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur Hornbrekku og stöðu innan sveitarfélagsins.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna lagalega stöðu stofnunarinnar áður en næstu skref eru ákveðin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1211063 Beiðni um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Stjórn Leikfélags Ólafsfjarðar óskar eftir styrkveitingu til félagsins, en félaginu láðist að sækja um á réttum tíma.
    Bæjarráð hafnar umsókninni að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrarbæjar, þar sem fram kemur að ráðið felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að samkomulagi er varðar Menntaskólann á Tröllaskaga.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að lausn málsins fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að breyta fyrri ákvörðun, sem samþykkt var samhljóða bæði í bæjarráði og bæjarstjórn.
    Reglurnar eru almenns eðlis og í samræmi við það sem verið hefur í Fjallabyggð nokkur undanfarin ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Veraldarvinir hafa leitað eftir samstarfi til þess að vinna að ákveðnum verkefnum í sjálfboðavinnu. Þó svo að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða fellur til nokkur kostnaður, bæjarráð telur því fé betur varið til vinnuskólans.
    Bæjarráð óskar því ekki eftir vinnuframlagi Veraldarvina á næsta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Forstöðumaður bóka- og héraðskjalasafnsins hefur sagt upp störfum og óskar eftir starfslokum eins fljótt og auðið er.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa umrædda stöðu lausa til umsóknar og semja við forstöðumann um starfslok.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Deildarstjóri tæknideildar lagði fram tvo samninga um verkfræðihönnun viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði.
    Við Verkfræðistofu Norðurlands að upphæð kr. 3.631.000.-.
    Við Raftákn samkvæmt tilboði ráðgjafa að upphæð kr. 1.550.000.-.
    Bæjarráð staðfestir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .8 1105063 Fasteignasjóður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem fram kemur að félagsmálanefnd hefur fjallað um hugsanleg kaup á Lindargötu 2 en Fasteignarsjóður Jöfnunarsjóðs hefur boðið bæjarfélaginu eignina til kaups.
    Þar kemur fram að nefndin telur heppilegra að leigja Lindargötu 2 af Jöfnunarsjóði eins og sakir standa.
    Bæjarráð tekur undir niðurstöður nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.

    Bæjarráð Fjallabyggðar harmar mjög að þurft hafi að grípa til uppsagna hjá fyrirtækjunum Siglunesi hf og Útgerðarfélaginu Nesinu ehf.
    Áðurnefndar uppsagnir hafa mikil áhrif á svæðinu, verði þær að veruleika.
    Tapist 35 störf í Fjallabyggð hefði það sömu áhrif fyrir atvinnusvæðið og að 3.500 störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu.
    Bæjarfulltrúar í Fjallabyggð voru í hópi 133 sveitarstjórnarmanna sem vöruðu við áhrifum hækkunar veiðigjalda á samfélagið í umsögn við frumvarpið síðastliðið vor. Í þeirri umsögn var ítrekað að veiðigjöldin væri fyrst og fremst landsbyggðarskattur.
    Útgerðir í Fjallabyggð þyrftu að greiða um 850 milljónir í veiðigjöld, samkvæmt úttekt Daða Más Kristóferssonar hjá HÍ og Stefáns Gunnlaugssonar hjá HA, sem fjölluðu um frumvarpið.
    Ljóst var að slíkar upphæðir yrðu ekki teknar úr samfélaginu án afleiðinga.
    Það er von bæjarráðs Fjallabyggðar að horfið verði frá þessum gríðarlega auknu álögum í formi landsbyggðarskatts sem veiðigjöldin eru, svo að koma megi í veg fyrir að störfum á svæðinu fækki til frambúðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Lagður fram úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta matsmál nr. 3/2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Lagður fram undirritaður samningur við Leyningsás ses frá 19.11.2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarstjóra falið að vinna að tillögu að breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27. nóvember 2012.
    Upplýsingar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar bæjarráðs staðfest á 84. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.