Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1203096

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 11.04.2012

a)  Snjómokstur
Bæjarráð samþykkti á 252. fundi sínum 27. mars 2012, lækkun á fjárhagslið 10-31-2941, fyllingarefni og ofaníburði, um 0,5 milljón, og lækkun á fjárhagslið 10-31-2942, malbik, olíumöl og steypa, um 3 milljónir, á móti hækkun að upphæð 3,5 milljónir á fjárhagslið fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2012 um tilfærslur á fjárhagsliðum innan málaflokksins, umferðar- og samgöngumál að upphæð 3,5 m.kr. í tengslum við snjómokstur.

b)  Framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.
Bæjarráð samþykkti á 252. fundi sínum 27. mars 2012, að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, viðauka við fjárhagsáætlun 2012 um framkvæmdir að upphæð 37 m.kr. sem tekið verður af eigin fé, vegna viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 262. fundur - 26.06.2012

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, samtals að upphæð kr. 47 milljónir.

Um er að ræða búnað, innréttingar og endurbætur eldri byggingar við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og hönnun stækkunar byggingar við Norðurgötu á Siglufirði sem fyrirhuguð eru á árinu 2013.

Á móti auknum útgjöldum er gert ráð fyrir að kr. 10 milljónir sé teknar af auknu grunnskólaframlagi á árinu frá Jöfnunarsjóði.
Einnig er gert ráð fyrir að kr. 37 milljónir sé tekið af eigin fé og/eða með lántöku.

Auknum framkvæmdum á árinu 2012 verður mætt með niðurskurði 2013.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillöguna.
Egill Rögnvaldsson óskar að bókað sé að hann samþykki tillöguna í trausti þess að það bitni ekki á öðrum þeim verkum sem svo sannarlega þarf að fara í á næstu tveimur árum.

 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 12.12.2012

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, tillögu bæjarráðs frá 278. fundi, 20. nóvember 2012 með viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna framkvæmda að upphæð 11 m.kr. og rekstrargjalda 2 m.kr. sem tekið verður af eigin fé.
Um er að ræða kostnað við biðskýli við Langeyrarveg á Siglufirði að upphæð 3,5 m.kr. og bætur fyrir flugskýli í Ólafsfirði að upphæð 9,5 m.kr.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, tillögu bæjarráðs frá 282. fundi, 8. janúar 2013, um viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna mikils kostnaður við snjómokstur.
Um er að ræða 7 m.kr. hækkun.
Á móti sé áætlun fyrir skatttekjur hækkuð um sömu upphæð.