Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

147. fundur 15. nóvember 2012 kl. 16:30 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • aðalmaður
  • Ingvar Erlingsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Fjárréttarmál í Ólafsfirði

Málsnúmer 1210094Vakta málsnúmer

Á 146. fund nefndarinnar mætti Guðmundur Garðarsson og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri. Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskaði Guðmundur eftir að gefið yrði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram. Afgreiðslu liðarins var frestað til næsta fundar.

Málið er tekið fyrir að nýju og er erindið samþykkt.

Einnig felur nefndin tæknideild Fjallabyggðar að hefja viðræður við sveitarstjórn Skagafjarðar um kostnaðarskiptingu smölunar í landi Fjallabyggðar.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1210105Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Valgeiri T. Sigurðssyni f.h. Síldarleitarinnar sf. vegna reksturs gististaðarins Black Death Menningarhús að Tjarnargötu 16 á Siglufirði. Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.


Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

3.Lóðarleigusamningur, Hólavegur 16 Siglufirði

Málsnúmer 1210083Vakta málsnúmer

Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hólaveg 16 á Siglufirði.

 

Erindi samþykkt.

4.Umsögn um frumvarp til laga um verndar-og orkunýtingaráætlun 3. mál

Málsnúmer 1211002Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar), 3. mál. Óskað er eftir því að umsögnin berist eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi.

 

Þar sem erindið var sent með of skömmum fyrirvara gafst nefndinni ekki tími til að taka afstöðu til málsins.

5.Framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjaframkvæmdum í Hafnarfjalli

Málsnúmer 1211039Vakta málsnúmer

Sigurður Valur Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli. Einnig er óskað eftir samþykki nefndarinnar á staðsetningu lagersvæðis en tvö svæði koma til greina, við flugvöllinn og Innri-Höfnina.

Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfið og mælir með staðsetningu lagersvæðis við suðurenda flugvallarins, en bendir á að það þarf að hafa samráð við Isavia þar sem svæðið sker lóð flugvallarins.

6.Viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1211033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga frá Vegagerðinni.

Fundi slitið - kl. 18:00.