Fréttir & tilkynningar

Uppfærð frétt - Þakkir til viðbragðsaðila, fyrirtækja og einstaklinga

Fjallabyggð vill þakka viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem tryggðu öryggi íbúa og önnuðust björgunaraðgerðir í liðinni viku fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Það starf sem þeir hafa innt af hendi er ómetanlegt fyrir íbúa Fjallabyggðar og verður seint fullþakkað. Til að draga megi lærdóm af því ástandi sem skapaðist í sveitarfélaginu ákvað bæjarráð á fundi sínum þann 13. desember að óska eftir greinargerðum frá viðbragðsaðilum, Rauða krossinum, HSN og stofnunum Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skáknámskeið í Fjallabyggð

Námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. janúar nk. á annarri hæð Ráðhúss Fjallabyggðar, Gránugötu 24. Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE.
Lesa meira

ATH ! Spara þarf rafmagn

Samkvæmt tilkynningu frá RARIK er staðan á rafmagni fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð þannig að fara þarf sparlega með rafmagn í sveitarfélaginu. Misvísandi upplýsingar voru gefnar fyrir birtingu fyrri fréttar um að ekki væri lengur þörf á að fara sparlega með rafmagn.
Lesa meira

Tilkynning vegna rafmagns í Fjallabyggð

Samkvæmt yfirliti frá RARIK er staðan á rafmagni fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð þannig; ,,Ólafsfjörður – Ekki öruggt Bærinn og sveitin (nema eitt sumarhús) eru með rafmagn frá Skeiðfossvirkjun. Siglufjörður: - Ekki öruggt Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun allir forgangsorkunotendur með rafmagn." Meðan rafmagnið er sagt vera ,,Ekki öruggt" er eðlilegt að halda álagi í lágmarki - sleppa a.m.k. jólalýsingu og annarri óþarfa notkun.
Lesa meira

Ráðherrar í heimsókn í Fjallabyggð

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu í heimsókn í dag í Fjallabyggð og skoðuðu aðstæður í Ólafsfirði. Bæjarfulltrúar og staðgengill bæjarstjóra fóru yfir atburðarás síðustu daga og upplýstu ráðherrana um stöðina. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á mikilvægi þess að byggja upp öruggt raforku- og fjarskiptakerfi þannig að atburðir síðustu daga endurtaki sig ekki.
Lesa meira

Þakkir til viðbragðsaðila, fyrirtækja og einstaklinga

Fjallabyggð vill þakka viðbragðsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem tryggðu öryggi íbúa og önnuðust björgunaraðgerðir í liðinni viku fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Það starf sem þeir hafa innt af hendi er ómetanlegt fyrir íbúa Fjallabyggðar og verður seint fullþakkað.
Lesa meira

Skráning hafin í Frístund á vorönn 2020

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Lesa meira

Fundur um flugmál á Akureyri frestað til fimmtudagsins 19. desember

Markaðsstofa Norðurlands stefnir að því að halda fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri fimmtudaginn 19. desember nk. frá kl. 12:00 – 14:00.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeim aðstæðum sem sköpuðust í Fjallabyggð og víðar á landinu þegar óveður gekk yfir fyrr í vikunni, þar sem rafmagns-, heitavatns-, útvarps- og fjarskiptakerfi virkuðu ekki sem skyldi og olli mikilli óvissu og óöryggi.
Lesa meira

Íbúar Fjallabyggðar beðnir að fara sparlega með rafmagnið eins og kostur er

Að gefnu tilefni eru íbúar Fjallabyggðar vinsamlegast beðnir um að fara sparlega með rafmagnið eins og kostur er og taka til dæmis jólaskreytingar úr sambandi og annað það sem ekki er bráð nauðsynlegt.
Lesa meira