Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Siglufjarðar vinnur til verðlauna

Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Siglufjarðar vann til verðlauna sl. laugardag í "uppskerukeppni Tónlistarskóla" á Norður- og Austurlandi sem haldin var á Akureyri. Þar með vann sveitin sér inn rétt til að keppa í úrslitum sem fram fara í Reykjavík 27. mars nk.