Swingdans- og tónlistarhátíð í Tjarnarborg Ólafsfirði

Alþjóðleg  Swingdans- og tónlistarhátíð verður í Tjarnarborg  Ólafsfirði. Vakin verður upp millistríðsárastemning og spilað verður alvöru gullaldar swing jazz á borð við Ellu Fitzgerald, Louise Armstrong, Duke Ellington, Count Basie, Benny Goodman o.s.frv. Swingdanshátíðin á Íslandi á sér eingöngu stað í Reykjavík og í Ólafsfirði Föstudagur 7. ágúst     kl. 19 – Yfir 100 dansarar frá 21 landi koma saman og dansa
kl. 21 – Tónleikar með bandarísku hljómsveitinni Cangelosi Cards
Hljómsveitin kemur við á Íslandi í Evrópuferð sinni

Laugardagur 8. ágúst
   
kl.19 –
Yfir 100 dansarar frá 21 landi koma saman og dansa
kl. 21 – Tónleikar með hljómsveit Hauks Gröndals

Allir velkomnir
Nú er tækifærið til að koma og dansa eða bara að hlusta á frábæra tónlistarmenn!

www.arcticlindy.com