Stefnt að opnun skíðasvæðisins á Siglufirði um næstu helgi

Stefnt er að því að opna skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal um næstu helgi en lítinn snjó vantar til að hægt sé að opna nýju skíðalyftuna, Bungulyftuna.Íþrótta - og æskulýðsnefnd hefur lagt fram tillögu að gjaldskrá svæðisins en hún er sem hér segir:-Dagskort, fullorðnir kr. 800, börn kr. 400-Vetrarkort, fullorðnir kr. 10.000, börn kr. 5.000-Mánaðarkort, fullorðnir kr. 4.000, börn kr. 2.000-Fjölskyldu- og hópaafsláttur 15-20%.Stefnt er að því að formleg vígsla Bungulyftu verði 8. febrúar n.k.