Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag brimbrettaaðstöðu í Ólafsfirði

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag brimbrettaaðstöðu í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Basalt arkitektum fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að vernda brimbrettaöldu í Ólafsfirði til framtíðar og skipuleggja brimbrettaaðstöðu á svæðinu. Markmiðið er að skipuleggja útisvæði og byggð sem styður brimbrettaiðkun og sjósund á á svæðinu og fellur vel að landinu. Deiliskipulagið kallar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 1. febrúar nk.

Skipulagsfulltrúi

Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu, Ólafsfirði