Síldarævintýrið á frímerki.

Síldarævintýrið á frímerki
Síldarævintýrið á frímerki
Pósturinn gefur út í dag, 8. maí, aðra seríu af frímerkjum tileinkuðum íslenskum Bæjarhátíðum. 
Að þessu sinni er eitt þessara frímerkja tileinkað Síldarævintýrinu á Siglufirði. Merkið er einstaklega fallegt, eins og hin, en þau eru öll handteiknuð af teiknaranum Lindu Ólafsdóttur (lindaolafsdottir.com).