Samfélagið i Fjallabyggð harmi slegið

Af vef.
Af vef.

Samfélagið í Fjallabyggð er harmi slegið vegna þeirra atburða sem urðu í Ólafsfirði í nótt. Hugur okkar er hjá þeim látna, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði.

Í litlu samfélagi er nær ómögulegt að verða ekki fyrir áhrifum þegar atburðir sem þessir eiga sér stað. Það er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og sínum nánustu. Kirkjan í Ólafsfirði verður opin í dag og samverustund verður í kirkjunni kl. 20:00 í kvöld.

Einnig viljum við benda á hjálparsíma Rauða kross Íslands 1717 sem opinn er allan sólarhringinn.