Leikskólagjöld lág á Siglufirði í samanburði við önnur sveitarfélög.

Skv. samanburði sem gerður var á leikskólagjöldum hjá 34 sveitarfélögum kemur leikskóli Siglufjarðar mjög vel út. Ef miðað er við sveitarfélög á Norðurlandi eru leikskólagjöld á Siglufirði 13,6% lægri að jafnaði heldur í viðmiðunarsveitarfélögum og ef landið allt er tekið eru gjöldin um 10,4% lægri. Sem dæmi má nefna að 8 tíma dagdvöl á mánuði kostar foreldra á Siglufirði kr. 16.423,- fyrir eitt barn en hæsta gjald yfir landið er kr. 22.513,-. Upplýsingar um leikskólagjöld eru fengin úr Árbók Sveitarfélaga. Allmörg sveitarfélög hafa þegar tilkynnt um hækkanir á gjaldskrá en engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingar á gjaldskrá Leikskála.