Laust starf á sambýlinu við Lindargötu á Siglufirði - leiðrétting

Hefur þú áhuga á að vinna á litlum vinnustað, fjölbreytta, spennandi og krefjandi vinnu? Starfsmann vantar í vaktavinnu við Sambýlið Lindargötu 2 á Siglufirði.

Umsækjendur verða að vera 20 ára og eldri og hafa bílpróf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember.Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Bæjarskrifstofunni og á Sambýlinu.

Allar nánari upplýsingar eru veittar af forstöðuþroskaþjálfa Sambýlisins í síma 467-1217.