Hannyrðakvöld bókasafnsins

Fyrsta hannyrðakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 6. október í bókasafninu á Siglufirði. Í vetur verður einnig boðið upp á hannyrðakvöld í bókasafninu Ólafsfirði og verður fyrsta kvöldið miðvikudaginn 7. október. Fyrirhugað er að hannyrðarkvöldin verði í fyrstu og þriðju viku hvers mánaðar, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 20:00 - 22:00. Vakin er athygli á því að bókasöfnin eru opin á sama tíma.

Allir velkomnir - alltaf heitt á könnunni.