Hátíðarhöld 17. júní 2007 á Siglufirði

Dagskrá hátíðarhaldanna hefst með skrúðgöngu og er fólk hvatt til að fjölmenna. Skrúðgangan leggur af stað frá kirkjunni undir trumbuslætti kl. 13:15 og verða ýmsar furðuverur með í för til að gleðja börnin. Gengið verður að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar og Sigríðar Lárusdóttur við Hvanneyri og verður stutt athöfn þar. Svo er haldið áfram að Torginu og verður tekið á móti skrúðgöngunni með lúðrablæstri úr kirkjuturninum.Leiktæki og skemmtiatriði verða á svæðinu fram eftir degi. Það er undir okkur komið sem byggjum bæinn, að gera þessi hátíðarhöld sem veglegust og viljum við hvetja bæjarbúa að taka þátt frá upphafi til enda. Leikfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói