Gunnar I. Birgisson verður nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Mynd: www.xdkop.is
Mynd: www.xdkop.is

Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar hefur ákveðið að ráða Gunnar I. Birgisson sem nýjan bæjarstjóra sveitarfélagsins. Gunnar tekur við af Sigurði Val Ásbjarnarsyni, sem óskaði eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Gunnar hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og var bæjarstjóri í Kópavogi til fjölda ára.

F.h. meirihluta bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs

Kristinn Kristjánsson, varaformaður bæjarráðs