Stíll hönnunarkeppni - Fulltrúar Neons hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna

Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigu…
Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir

Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn.

Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.

Fulltrúar Neons stóðu sig glæsilega og hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna. Á meðfylgjandi myndum má sjá möppu hópsins og kjólinn ásamt myndum af ferlinu þegar á keppnisstað var komið. Kjóll og atriði hópsins vísar til Norðurljósanna í allri sinni dýrð og hversu óhefðbundin og breytileg þau er í huga fólks.

Hópurinn vill skila þakklæti til styrktaraðila.

Fjallabyggð óskar stúlkunum og Neon innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir frá keppninni