Birgitta kveður - allra síðustu sýningar

Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa frábæru leikhúsveislu Leikfélags Fjallabyggðar Birgitta kveður.

Allra síðustu sýningar verða á morgun miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:00 og fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00.

Leikritið er nýtt gaman / sakamálaleikrit eftir Guðmund Ólafsson. Leikhópurinn í ár telur 14 leikara og hópur fólks á bak við tjöldin og allir fá að blómstra. "... Eitt af því sem gerir áhugaleikhúsið eins og Leikfélag Fjallabyggðar svo töfrandi er gleðin sem gjarnan ríkir í salnum yfir framgöngu leikaranna, leiktöktum afa og ömmu eða frammistöðu barnanna á sviðinu. Hér eru ekki atvinnumenn að vinna vinnuna sína heldur fólk úr hversdagslífinu að bregða sér í ný gervi. Aðstandendur sitja í salnum og skellihlæja af gleði og stolti yfir sínum manni/konu"  og þannig er það á sýningunni Birgitta kveður í flutningi Leikfélags Fjallabyggðar í ár.
 
Miðasala í síma 863 2604 (Guðrún) eða 849 5384 (Vibekka)